Sjáðu umdeilda dóminn sem réði úrslitum: „Dómararnir í ruðningsham“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 10:01 Augnablikið sem réði úrslitum, þegar ruðningur var dæmdur á Eyjamenn undir lok leiks. Vísir/Stöð 2 Sport Umdeildur ruðningsdómur undir lok 31-30 sigurs Vals á ÍBV hafði mikið að segja í úrslitaeinvígi liðanna í Olís-deild karla að Hlíðarenda í gærkvöld. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru sammála um að dómurinn hafi verið rangur og gagnrýna misræmi í dómgæslu í einvígi liðanna. Valsmenn komust 31-30 yfir í leik gærkvöldsins áður en Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, tók leikhlé þegar um 20 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn stilltu upp í kerfi hægra megin þar sem Elmar Erlingsson sótti á Alexander Örn Júlíusson í vörn Vals og sendi boltann út í horn á Theodór Sigurbjörnsson sem var kominn í gegn. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ruðning á Elmar og von Eyjamanna því úti. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið ósáttir og lét Erlingur, þjálfari liðsins, óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Synd að svona dómur ráði úrslitum Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni eftir leik þar sem þeir Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir atvikið ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Þetta er ekki ruðningur,“ sögðu þeir Theódór og Jóhann í kór um atvikið. Hann hleypur fyrir hann og ég held að hann sé búinn að losa boltann áður en snertingin verður,“ sagði Theódór Ingi. „Þess vegna finnst mér svo skrýtið, þetta er svo stór dómur í lokin, þetta verður að vera rosalega afgerandi. En þeir voru náttúrulega í ruðningsham, dómararnir. Ég veit ekki hvað þeir dæmdu marga ruðninga og liðin voru bara að spila inn á þetta. Það var smá þreytt á köflum,“ sagði Jóhann Gunnar og bætti við: „Þeir féllu í smá gryfju með þessa ruðningsdóma, og þegar þetta er svona rosalega mikilvægt og búinn að vera frábær leikur, þá á þetta ekki að ráðast á dómi,“ Theódór Ingi tók undir það og sagði: „Þú vilt fá augnablikið, að fá Theodór Sigurbjörnsson, þennan frábæra hornamann, á móti Björgvini Páli, þessum frábæra markmanni, með allt undir þegar 2-3 sekúndur eru eftir og leikurinn ræðst á einu skoti. Þú vilt fá þetta augnablik,“ Klippa: Ruðningsdómur í leik Vals og ÍBV Misræmið mikið í seríunni - „Veist aldrei hvað þú færð“ Theódór ræddi þá misræmið sem hefur verið í dómgæslunni í leikjunum þremur í úrslitaeinvíginu til þessa, en þrjú mismunandi dómarapör hafa dæmt leikina þrjá. „Maður er búinn að horfa á þessa þrjá leiki, með þrjú mismunandi dómarapör, og við erum að sjá einhvern veginn sitthvora línuna í öllum þessum leikjum. Það var rosalega hörð ruðningslína í þessum leik, svo í síðasta leik var rekið út af fyrir hvert einasta brot nánast, og í fyrsta leiknum var hálfgert stjórnleysi þar sem allt var leyft.“ „En það er svo skemmtilegt,“ sagði Jóhann Gunnar sem Theódór svaraði: „Að vita aldrei hvað þú færð?“ Þremenningarnir áttu frekari umræðu um dómaramálin en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur leiðir einvígi liðanna 2-1 eftir sigur gærdagsins og dugar sigur í Vestmannaeyjum í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikur liðanna fer fram á laugardag klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30 „Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Valsmenn komust 31-30 yfir í leik gærkvöldsins áður en Erlingur Richardsson, þjálfari Eyjamanna, tók leikhlé þegar um 20 sekúndur lifðu leiks. Eyjamenn stilltu upp í kerfi hægra megin þar sem Elmar Erlingsson sótti á Alexander Örn Júlíusson í vörn Vals og sendi boltann út í horn á Theodór Sigurbjörnsson sem var kominn í gegn. Dómarar leiksins dæmdu hins vegar ruðning á Elmar og von Eyjamanna því úti. Óhætt er að segja að gestirnir hafi verið ósáttir og lét Erlingur, þjálfari liðsins, óánægju sína í ljós í viðtali eftir leik. Synd að svona dómur ráði úrslitum Farið var yfir dóminn í Seinni bylgjunni eftir leik þar sem þeir Theódór Ingi Pálmason og Jóhann Gunnar Einarsson fóru yfir atvikið ásamt Stefáni Árna Pálssyni. „Þetta er ekki ruðningur,“ sögðu þeir Theódór og Jóhann í kór um atvikið. Hann hleypur fyrir hann og ég held að hann sé búinn að losa boltann áður en snertingin verður,“ sagði Theódór Ingi. „Þess vegna finnst mér svo skrýtið, þetta er svo stór dómur í lokin, þetta verður að vera rosalega afgerandi. En þeir voru náttúrulega í ruðningsham, dómararnir. Ég veit ekki hvað þeir dæmdu marga ruðninga og liðin voru bara að spila inn á þetta. Það var smá þreytt á köflum,“ sagði Jóhann Gunnar og bætti við: „Þeir féllu í smá gryfju með þessa ruðningsdóma, og þegar þetta er svona rosalega mikilvægt og búinn að vera frábær leikur, þá á þetta ekki að ráðast á dómi,“ Theódór Ingi tók undir það og sagði: „Þú vilt fá augnablikið, að fá Theodór Sigurbjörnsson, þennan frábæra hornamann, á móti Björgvini Páli, þessum frábæra markmanni, með allt undir þegar 2-3 sekúndur eru eftir og leikurinn ræðst á einu skoti. Þú vilt fá þetta augnablik,“ Klippa: Ruðningsdómur í leik Vals og ÍBV Misræmið mikið í seríunni - „Veist aldrei hvað þú færð“ Theódór ræddi þá misræmið sem hefur verið í dómgæslunni í leikjunum þremur í úrslitaeinvíginu til þessa, en þrjú mismunandi dómarapör hafa dæmt leikina þrjá. „Maður er búinn að horfa á þessa þrjá leiki, með þrjú mismunandi dómarapör, og við erum að sjá einhvern veginn sitthvora línuna í öllum þessum leikjum. Það var rosalega hörð ruðningslína í þessum leik, svo í síðasta leik var rekið út af fyrir hvert einasta brot nánast, og í fyrsta leiknum var hálfgert stjórnleysi þar sem allt var leyft.“ „En það er svo skemmtilegt,“ sagði Jóhann Gunnar sem Theódór svaraði: „Að vita aldrei hvað þú færð?“ Þremenningarnir áttu frekari umræðu um dómaramálin en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Valur leiðir einvígi liðanna 2-1 eftir sigur gærdagsins og dugar sigur í Vestmannaeyjum í næsta leik til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikur liðanna fer fram á laugardag klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30 „Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Sjá meira
Snorri Steinn: Hef aldrei efast um hjartað í mínu liði Þrátt fyrir dramatískan sigur á ÍBV, 31-30, var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, að vanda yfirvegaður í leikslok. 25. maí 2022 22:30
„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. 26. maí 2022 07:30