Körfubolti

Úr Smáranum til Ástralíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ísabella Ósk Sigurðardóttir.
Ísabella Ósk Sigurðardóttir. Vísir/Bára Dröfn

Íslenska körfuknattleikskonan Ísabella Ósk Sigurðardóttir hefur lagt land undir fót og mun leika í ástralska körfubolatanum eftir að hafa verið í lykilhlutverki hjá Breiðabliki í Subway deildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Ísabella Ósk hefur skrifað undið samning við South Adelaide Panthers sem leikur í næstefstu deild Ástralíu.

Að því er segir í tilkynningu félagsins mun Ísabella leika sinn fyrsta leik með liðinu um komandi helgi.

Ísabella er 24 ára gömul og skilaði fjórtán stigum að meðaltali í leik í Subway deildinni á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.