Handbolti

Viktor Gísli og félagar enn taplausir

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG eru í góðum málum í dönsku deildinni.
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG eru í góðum málum í dönsku deildinni. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í GOG unnu nokkuð sannfærandi níu marka sigur er liðið tók á móti Sønderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur uðru 35-26, en Viktor og félagar haf ekki enn tapað leik á tímabilinu.

Heimamenn í GOG settu tóninn snemma og komust fljótt í fimm marka forystu. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir það í fyrri hálfleik og GOG fó með sjö marka forystu inn í búningsherbergi, staðan 18-11.

Toppliðið keyrði svo algjörlega yfir gestina á fyrri hluta seinni hálfleiks. GOG náði mest 13 marka forystu og vann að lokum níu marka sigur, 35-26.

GOG situr á toppi dönsku deildarinnar með 29 stig eftir 15 leiki, sex stigum fyrir ofan Íslendingalið Álaborgar sem verma annað sætið. Sønderjyske situr hins vegar í tíunda sæti með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×