Lineker útskýrði umdeildan endi formúlunnar á fótboltamáli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2021 11:31 Gary Lineker og Lewis Hamilton. Það voru margir ósáttir fyrir hönd Hamilton og þar á meðal var Lineker. Getty/Bryn Lennon&Tim P. Whitby Það hafa margir sérfræðingar velt fyrir sér niðurstöðunni í formúlu eitt í ár þar sem Max Verstappen varð heimsmeistari eftir æsispennandi lokakeppni og hann endaði um leið fimm ára sigurgöngu Lewis Hamilton. Það eru ekki aðeins formúlusérfræðingar sem eru að tjá sig heldur eru einnig fótboltasérfræðingarnir farnir að greina málið. Umdeildur endir fór vægast sagt misvel í fólk og allra verst í Bretana sem fannst sinn maður verða rændur heimsmeistaratitlinum. Formúla eitt stillti lokasprettinum þannig upp að Max Verstappen fékk að fara fram fyrir bílana sem hafði hringað og vera því fyrir aftan Lewis Hamilton þegar keppnin hófst á nýju. Öryggisbílinn hafði komið inn eftir árekstur á brautinni. Max Verstappen tókst í millitíðinni að skipta yfir á betri dekk og var því miklu betur búinn fyrir lokakaflann þar sem hann komst fram fyrir Hamilton og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Gary Lineker hefur unnið mikið í fótboltasjónvarpi undanfarna áratugi eftir að hafa sjálfur átt frábæran feril í fótboltanum. Imagine Man City and Liverpool going toe to toe for the title. On the last day of the season they meet & City are 3 up with just minutes to go. The referee decides it would be more exciting to have a penalty shootout. What s more the City players have to be barefooted. That s @F1— Gary Lineker (@GaryLineker) December 13, 2021 Lineker tjáði sig um formúluna á Twitter og hitti naglann á höfuðið að mati flestra sem eru Lewis Hamilton megin í lífinu. „Ímyndið ykkur að Man City og Liverpool séu að berjast um enska meistaratitilinn. Á lokadegi tímabilsins þá mætast þau. City er þremur mörkum yfir þegar mínúta er eftir af leiknum,“ skrifaði Gary Lineker á twitter síðu sína og hélt áfram: „Dómarinn ákveður þá að það væri skemmtilegra og meira spennandi að enda þetta í vítakeppni. Það sem meira er að leikmenn City þurfa að taka vítin berfættir. Svona er F1,“ skrifaði Lineker og færslan hans fór á flug. Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Það eru ekki aðeins formúlusérfræðingar sem eru að tjá sig heldur eru einnig fótboltasérfræðingarnir farnir að greina málið. Umdeildur endir fór vægast sagt misvel í fólk og allra verst í Bretana sem fannst sinn maður verða rændur heimsmeistaratitlinum. Formúla eitt stillti lokasprettinum þannig upp að Max Verstappen fékk að fara fram fyrir bílana sem hafði hringað og vera því fyrir aftan Lewis Hamilton þegar keppnin hófst á nýju. Öryggisbílinn hafði komið inn eftir árekstur á brautinni. Max Verstappen tókst í millitíðinni að skipta yfir á betri dekk og var því miklu betur búinn fyrir lokakaflann þar sem hann komst fram fyrir Hamilton og tryggði sér heimsmeistaratitilinn. Gary Lineker hefur unnið mikið í fótboltasjónvarpi undanfarna áratugi eftir að hafa sjálfur átt frábæran feril í fótboltanum. Imagine Man City and Liverpool going toe to toe for the title. On the last day of the season they meet & City are 3 up with just minutes to go. The referee decides it would be more exciting to have a penalty shootout. What s more the City players have to be barefooted. That s @F1— Gary Lineker (@GaryLineker) December 13, 2021 Lineker tjáði sig um formúluna á Twitter og hitti naglann á höfuðið að mati flestra sem eru Lewis Hamilton megin í lífinu. „Ímyndið ykkur að Man City og Liverpool séu að berjast um enska meistaratitilinn. Á lokadegi tímabilsins þá mætast þau. City er þremur mörkum yfir þegar mínúta er eftir af leiknum,“ skrifaði Gary Lineker á twitter síðu sína og hélt áfram: „Dómarinn ákveður þá að það væri skemmtilegra og meira spennandi að enda þetta í vítakeppni. Það sem meira er að leikmenn City þurfa að taka vítin berfættir. Svona er F1,“ skrifaði Lineker og færslan hans fór á flug.
Formúla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira