Fleiri fréttir

Smith Rowe hetja Arsenal

Arsenal, sem hafði ekki tapað í níu síðustu leikjum sínum, vann sigur á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Emile Smith Rowe skoraði eina mark leiksins og eftir rautt spjald og langan uppbótartíma tókst Arsenal að knýja fram sigur, 1-0.

Kamaru Usman meistari í veltivigt

Kamaru Usman bar sigurorð af andstæðingi sínum, Colby Covington, í UFC 268 í New York í gærkvöldi. Usman vann bardagann á dómaraákvörðun.

Guðlaugur Viktor spilaði allan leikinn í tapi Schalke

Íslenski landsliðsmaðurinn, Guðlaugur Viktor Pálsson, var að venju í byrjunarliði Schalke 04 þegar að liðið tók á móti Darmstadt í þýsku fyrstu deildinni í dag. Schalke gat með sigri farið enn nær toppnum en það mistókst. Darmstadt vann leikinn 2-4,

Amanda og Ingibjörg spiluðu í tapi Vålerenga | Sandviken meistari

Íslensku landsliðsmennirnir Amanda Andradóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir byrjuðu báðar í dag þegar að lið þeirra Vålerenga tapaði fyrir Stabæk á heimavelli, 0-1. Úrslitin réðust í norsku deildinni því Sandviken þurfti einungis einn sigur til þess að tryggja sér titilinn og hann kom í dag.

Dean Smith rekinn frá Aston Villa

Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur verið sagt upp störfum. Aston Villa hefur gengið illa í deildinni og eru sem stendur í 15. sæti í deildinni. Síðasti leikur Dean Smith við stjórnvölinn var tap gegn Southampton síðastaliðið föstudagskvöld.

Arnór spilaði í endurkomusigri Venezia á Roma

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson kom inná sem varamaður í hálfleik í leik Venezia og Roma sem var leikinn á Pier Luigi Penzo vellinum í Feneyjum í dag. Venezia lenti undir í leiknum en vann að lokum 3-2 sigur.

Lewandowski í hóp með Messi og Ronaldo

Ótrúlegt ár pólska framherjans Robert Lewandowski heldur áfram. Með marki sínu á móti Freiburg í gær er hann búinn að skora 60 mörk fyrir Bayern Munchen og Pólska landsliðið samanlagt á þessu ári.

Southgate: Klopp hættir aldrei að skjóta

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, er orðinn langþreyttur á pillunum sem Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, sendir honum reglulega í fjölmiðlum.

Skrifar söguna í ofur-millivigt

Saul „Canelo“ Alvarez heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar í hnefaleikaheiminum. Í nótt bar hann sigurorð af Caleb Plant í bardaga um IBF titilinn.

Körfuboltakvöld: Tíu bestu tilþrifin

Liðsmenn Subway Körfuboltakvölds völdu tíu bestu tilþrifin úr umferðum Subway deildanna í vikunni. Af nógu var að taka. Troðslur, hugguleg sniðskot, hundaheppni, langskot og fleira.

NBA: Doncic með flautukörfu á móti Boston

Slóveninn Luka Doncic gerði sér lítið fyrir og skoraði flautukörfu sem tryggði Dallas Mavericks sigurinn á móti Boston Celtics í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Jayson Tatum skoraði 32 stig fyrir Boston, sem lenti langt undir í leiknum en kom til baka.

Tuchel: Burnley voru heppnir

Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var að vonum vonsvikinn eftir að Chelsea mistókst að sigra Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Valtteri Bottas á ráspól í Mexíkó

Finninn Valtteri Bottas sem ekur fyrir lið Mercedes var með besta tímann í tímatökunni fyrir mexíkóska kappaksturinn sem fer fram í Mexíkóborg síðar í dag.

Framlengingin: Hver hefur komið mest á óvart?

Framlengingin var á sínum stað í Subway körfuboltakvöldi í gærkvöldi. Sérfræðingar þáttarins, þeir Jón Halldór Eðvaldsson og Tómas Steindórsson fengu fimm spurningar frá stjórnanda þáttarins, Kjartani Atla Kjartanssyni.

Real Madrid á toppinn eftir sigur

Það var mikið undir þegar að Real Madrid fékk nágranna sína í Rayo Vallecano í heimsókn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Eftir að hafa komist í 2-0 þá þurftu Madrídingar aðeins að svitna í lokin en unnu að síðustu góðan sigur, 2-1.

Valencia stal sigrinum á síðustu sekúndunum

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia sluppu með skrekkinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fyrr í kvöld þegar liðið fékk Joventut Badalona í heimsókn. Eftir að hafa verið undir mestallan leikinn tókst Valencia að síga framúr á lokakaflanum og vinna sigur, 71-70.

Poulsen sökkti Dortmund

Borussia Dortmund mistókst að halda í við risana í Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, en liðið mætti RB Leipzig. Það var Daninn Yussuf Poulsen sem reyndist munurinn á liðunum en hann skoraði sigurmarkið.

Rekinn eftir fyrsta sigurinn

Daniel Farke, þjálfari Norwich City í ensku úrvalsdeildinni, var rekinn í kjölfarið á fyrsta sigri liðsins í deildinni. Daniel hefur verið gagnrýndur mikið enda hafa Kanarífuglarnir verið í miklum vandræðum í upphafi tímabilsins.

Cuadrado hetja Juventus

Juventus vann gríðarlega mikilvægan sigur gegn Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

„Þetta gerist ekki betra“

Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig.

NBA deildin hefur rannsókn á eiganda Phoenix Suns

NBA deildin hefur ákveðið að hefja formlega rannsókn á Robert Sarver, eiganda Phoenix Suns, sem hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur eftir að kvissaðist út að það væri á leiðinni fréttaskýring um hans stjórnunarhætti. Nú hefur fréttin verið birt hjá bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN.

Barcelona glutraði niður þriggja marka forystu

Barcelona glutraði niður þriggja marka forystu í leik gegn Celta Vigo í dag í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar komust í 0-3 en Celta Vigo náði að jafna í 3-3 í þessum síðasta leik liðsins áður en Xavi tekur við liðinu.

Chelsea missteig sig í toppbaráttunni

Chelsea gerði jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eftir mikla yfirburði mestallan leikinn missti Chelsea niður forystuna og leiknum lauk með jafntefli, 1-1

Xavi mættur til Barcelona

Spænska stórveldið Barcelona hefur staðfest ráðningu goðsagnarinnar Xavi Hernandez í knattspyrnustjórastól félagsins.

Snæfríður Sól í undanúrslit

Snæfríður Sól Jórunnardóttir er komin áfram í undanúrslit á EM 25 í sundi sem fram fer í Kazan, Rússlandi þessa dagana.

Sjá næstu 50 fréttir