Fleiri fréttir

Sektaður fyrir að kasta bolta upp í stúku

Körfuboltamaðurinn Kevin Durant, sem leikur með Brooklyn Nets í NBA-deildinni, hefur verið sektaður um 25.000 Bandaríkjadali fyrir að henda boltanum upp í stúku í sigri liðsins gegn Indiana Pacers aðfaranótt laugardags.

Keita missir líklega af Meistaradeildarleiknum gegn Atlético Madrid

Jürgen Klopp, knattspyrnusjóri Liverpool, segir að Naby Keita muni að öllum líkindum missa af stórleik liðsins gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu næstkomandi miðvikudag eftir að miðjumaðurinn fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli liðsins gegn Brighton í gær.

Aguero fluttur á spítala eftir að hafa fundið fyrir brjóstverkjum

Sergio Aguero, sóknarmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, var fluttur á spítala eftir að hann get ekki haldið leik áfram er Börsungar gerðu 1-1 jafntefli gegn Alaves í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Aguero fann fyrir verkjum í brjósti og virtist eiga erfitt með andardrátt.

Anníe Mist í forystu fyrir lokadag Rogue Invitational

Anníe Mist Þórisdóttir er með 15 stiga forskot á toppnum fyrir lokadag Rogue Invitational-mótsins í Crossfit með 445 stig. Anníe sigraði í seinustu grein dagsins í gær, en næst á eftir henni kemur fimmfaldur Crossfit Games meistari, Tia-Clair Toomey.

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Bergischer vann stórsigur á Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og Íslendingalið Gummersbach er á toppi B-deildarinnar.

Segir að Man Utd sé vant því að koma til baka

Marcus Rashford var meðal markaskorara Manchester United er liðið vann Tottenham Hotspur 3-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Man United varð að vinna eftir afhroð gegn Liverpool um síðustu helgi.

„Líður eins og við höfum tapað“

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var ekki sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Brighton & Hove Albion á heimavelli í kvöld. Heimamenn komust í 2-0 en hentu forystunni frá sér og voru heppnir að tapa ekki leiknum.

Ömur­legt gengi Juventus heldur á­fram

Hellas Verona vann 2-1 sigur á Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, nú rétt í þessu. Gengi Juventus hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og ljóst að titilvonir liðsins eru orðnar litlar sem engar.

Teitur valinn í úrvalslið Meistaradeildarinnar

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var valinn í úrvalslið sjöttu umferðar Meistaradeldar Evrópu eftir frábæra frammistöðu sína í fyrsta Mistaradeildarsigri Flensburg síðastliðinn fimmtudag.

Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti

Liverpool kastaði frá sér tveggja marka forskoti er liðið tók á móti Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-2, en Liverpool komst tveimur mörkum yfir snemma leiks.

Aron og félagar snéru taflinu við í seinni hálfleik

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu góðan endurkomusigur er liðið heimsótti Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik komu Aron og félagar til baka og unnu góðan eins marks sigur, 31-30.

Bayern heldur toppsætinu eftir sjö marka leik

Nú rétt í þessu var fimm leikjum að ljúka í tíundu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Robert Lewandowski var enn eina ferðina á skotskónum er Bayern München vann 4-2 sigur gegn Union Berlin.

Madrídingar endurheimtu toppsætið

Real Madrid vann sterkan 2-1 sigur er liðið heimsótti Elche í elleftu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum endurheimtu Madrídingar efsta sæti deildarinnar.

Þór skildi XY eftir í sárum

Gríðarsterkt lið Þórs vann stærsta sigur í Vodafonedeildinni í CS:GO hingað til þegar liðið pakkaði XY saman 16-2.

Arsenal kláraði Leicester í fyrri hálfleik

Arsenal vann góðan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Leicester í fyrsta leik tíundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði mörkin voru skoruð á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Liverpool fær sinn gamla þjálfara í heimsókn

Brendan Rodgers mætir með lærisveina sína í Leicester á Anfield þegar liðið heimsækir Liverpool í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins. Dregið var í morgun, en einnig eru tveir Lundúnaslagir á dagskrá.

LeBron og Melo skutu Cavaliers í kaf

LeBron James og Carmelo Anthony settu niður fimmtíu af 113 stigum Los Angels Lakers er liðið sigraði Cleveland Cavaliers í nótt, 113-101. Alls fóru fram sjö leikir í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir