Fleiri fréttir

Gat ekki hafnað til­boði Montpelli­er

Ólafur Guðmundsson hefur ákveðið að söðla um en hann samdi við franska handknattleiksfélagið Montpellier á dögunum. Hann yfirgefur Kristianstad eftir langa dvöl og ljóst er að Óli er - og verður alltaf - í miklum metum þar á bæ.

Utan vallar: Southgate gjörsamlega í bullinu, eða hvað?

Þeir voru ekki lengi að snúast gegn honum. Gareth Southgate. Landsliðseinvaldinum sem setti mikla ábyrgð á herðar ungstirna enska landsliðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í gær. Þjálfari með allt niðrum sig. Glórulaus ákvörðun. Reka manninn!

Fordæma kynþáttaníð í garð enskra leikmanna

England tapaði gegn Ítalíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöld er liðin mættust í úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Þeir leikmenn enska liðsins sem brenndu af vítaspyrnum sínum fengu holskeflu af kynþáttaníði á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

Sjáðu mörkin, vítakeppnina og bikarinn á loft

Ítalía varð í kvöld Evrópumeistari karla í fótbolta í annað sinn eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna á Wembley í Lundúnum. Mikil dramatík var í leiknum.

„Ég hef engin orð yfir þennan hóp“

Roberto Mancini stýrði Ítalíu til Evrópumeistaratitils á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Ítalía vann England 3-2 í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli liðanna í úrslitaleik EM á Wembley í Lundúnum í kvöld.

„Verður sárt það sem eftir lifir ferilsins“

Harry Kane, fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, var að vonum niðurbrotinn eftir tap Englands í vítaspyrnukeppni fyrir Ítalíu í úrslitum Evrópumótsins á Wembley í Lundúnum.

„Hann kemur til Rómar“

Leonardo Bonucci var valinn maður leiksins í úrslitaleik Evrópumóts karla í fótbolta milli Ítalíu og Englands á Wembley í Lundúnum í kvöld. Hann var að vonum hamingjusamur eftir 3-2 sigur Ítala í vítaspyrnukeppni.

Hetja Ítala valinn besti leikmaður mótsins

Markvörðurinn Gianluigi Donnarumma var verðlaunaður eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu í kvöld. Hann var valinn leikmaður mótsins á nýafstöðnu Evrópumóti.

Dýrkeyptar skiptingar Southgate

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði tvær dýrkeyptar skiptingar undir lok framlengingar í úrslitaleik Evrópumótsins gegn Ítölum í kvöld. Ítalir unnu 3-2 eftir vítaspyrnukeppni þar sem varamenn Southgate klikkuðu.

Ítalir Evrópumeistarar eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni

Ítalía er Evrópumeistari karla í fótbolta eftir 3-2 sigur á Englandi í vítaspyrnukeppni á Wembley í Lundúnum, eftir 1-1 jafntefli í venjulegum leiktíma og framlengingu. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, var hetjan.

Aldrei verið skorað eins snemma

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, kom þeim ensku yfir í úrslitum Evrópumótsins snemma leiks. England leiðir 1-0 í hálfleik á Wembley í Lundúnum.

Vann Opna skoska eftir bráðabana

Ástralinn Min Woo Lee fagnaði sigri á Opna skoska meistaramótinu í golfi í dag eftir gríðarjafna keppni. Þrír kylfingar voru jafnir á toppnum og bráðabana þurfti til að útkljá úrslit mótsins.

Bergrún Ósk bætti eigið Ís­lands­met

Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi í dag er hún keppti á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í Kaplakrika í gær.

Mirza skiptir Garða­bænum út fyrir Grafar­voginn

Mirza Sarajlija hefur samið við Fjölni í 1. deild karla í körfubolta og mun leika með liðinu á næstu leiktíð. Mirza lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en mun nú færa sig niður um deild.

Ítalska liðið heldur í hefðirnar

Fótboltamenn og íþróttafólk almennt á það til að vera mjög vanafast og í raun hjátrúafullt. Þetta hefur ítalska landsliðið í knattspyrnu sannað það sem af er Evrópumótinu í fótbolta.

Segir Conor Coa­dy leik­mann mótsins

Val Steve Holland, aðstoðarþjálfara Englands, á besta leikmanni Evrópumótsins í fótbolta kom töluvert á óvart en að hans mati er Conor Coady, leikmaður Wolves, besti leikmaður Englands til þessa. Coady hefur ekkert spilað á mótinu.

Brotinn ökkli og tap hjá McGregor

Írski bardagakappinn Conor McGregor tapaði fyrri Bandaríkjamanninum Dustin Poirier er þeir mættust í UFC, blandaðar bardagalistir, í nótt. Poirier hafði betur þar sem Conor ökklabrotnaði í fyrstu lotu.

Loksins vann Messi titil með Argentínu

Argentína vann Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu með 1-0 sigri á Brasilíu í nótt. Er þetta fyrsti titill Lionel Messi með Argentínu.

Sagan ekki með Eng­lendingum

Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld.

Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“

Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld.

Bara síðasti sentímetrinn eftir

Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi leik liðsins við England í úrslitum Evrópumótsins í kvöld. Þetta kann að vera hans síðasti séns til að vinna titil á stórmóti.

Enginn staður betri en Wembley til að klára dæmið

Harry Kane, sóknarmaður og fyrirliði enska karlalandsliðsins í fótbolta, hlakkar til úrslitaleiks á heimavelli gegn Ítalíu á Wembley í Lundúnum. Úrslitaleikur Englands og Ítalíu er klukkan 19:00 annað kvöld.

Fagnaði sigri á Wimbledon í fyrsta sinn

Hin ástralska Ashleigh Barty fagnaði sigri á Wimbledon-mótinu í tennis í dag eftir sigur á hinni tékknesku Karolinu Pliskova í úrslitum. Barty vann þar með sinn annan risatitil á ferlinum og fyrsta Wimbledon-titil.

Stjarnan fær liðsstyrk úr Mosfellsbæ

Handboltalið Stjörnunnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við markvörðinn Arnór Frey Stefánsson, sem kemur til liðsins frá Aftureldingu.

Sjá næstu 50 fréttir