Fleiri fréttir

Soffía skoraði í tapi Jitex

Landsliðskonurnar Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra B. Helgadóttir léku allan leikinn fyrir FC Rosengård sem vann Eskilstuna United með þremur mörkum gegn engu í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

AZ ekki í Evrópudeildina

Groningen lagði AZ Alkmaar með þremur mörkum gegn engu í umspili um sæti í Evrópudeildinni að ári.

EHF-bikarinn til Ungverjalands

Pick Szeged vann Montpellier 29-28 í úrslitaleik EHF-bikarsins í handbolta sem fór fram í Berlín í dag. Staðan í hálfleik var 16-14, Ungverjunum í vil.

Eiður skoraði í sigri Club Brügge

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Club Brügge sem bar 2-0 sigurorð af Zulte-Waregem í lokaumferð úrslitakeppninnar um belgíska meistaratitilinn í fótbolta í dag.

Wenger upp að hlið Mitchell og Ferguson

Í gær lauk níu ára bið Arsenal eftir titli þegar liðið bar sigurorð af Hull City með þremur mörkum gegn tveimur í framlengdum úrslitaleik á Wembley.

Jón Arnór skoraði sjö stig í tapi Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson spilaði 23 mínútur, skoraði sjö stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar þegar Zaragoza tapaði, 75-88, fyrir Laboral Kutxa á heimavelli í spænska körfuboltanum í dag.

Frank Lampard verður varafyrirliði Englands á HM

Frank Lampard verður varafyrirliði Englands á HM í Brasilíu í sumar.Landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson greindi frá þessu í viðtali sem birtist á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins.

Cambiasso á förum frá Inter

Esteban Cambiasso er frjálst að yfirgefa Internazionale í sumar, en félagið hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við argentínska miðjumanninnn sem hefur verið í röðum Inter frá árinu 2004.

Vilhjálmur Geir Hauksson í raðir Hauka

Deildar- og bikarmeistarar Hauka í handbolta hafa gert þriggja ára samning við Vilhjálm Geir Hauksson. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Haukar sendu frá sér.

Róbert og Florentina best | Stefán og Thea efnilegust

Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, og Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, voru útnefnd bestu leikmenn Olís deildar karla og kvenna á lokahófi HSÍ sem stendur nú yfir. Þau fengu einnig Valdimarsbikarinn og Sigríðarbikarinn sem eru afhentir ár hvert. Mbl.is greinir frá.

Rosberg þarf betri ræsingar

Nico Rosberg ætlar sér að stöðva sigurgöngu liðsfélaga síns hjá Mercedes, Lewis Hamilton í Mónakókappakstrinum næstu helgi. Rosberg segir að betri ræsingar séu lykilatriði ef það á að gerast.

Hannes kjörinn í stjórn FIBA Europe

Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, var kjörinn í stjórn FIBA Europe, evrópska körfuknattleikssambandsins, á þingi samtakanna sem nú stendur yfir. Frá þessu var greint á heimasíðu KKÍ.

Wenger: Þurftum að vinna titil

"Þetta var mikilvægur sigur. Taugarnar voru þandar og það sást alveg frá byrjun, en við komum til baka," sagði Arsene Wenger í viðtali við SkySports eftir að Arsenal hafði tryggt sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Hull City í úrslitaleik á Wembley.

Ellefu íslensk mörk í jafntefli Emsdetten og Wetzlar

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ernir Hrafn Arnarson skoraði sjö mörk fyrir Emsdetten og Oddur Gretarsson fjögur þegar liðið gerði jafntefli á heimavelli við Wetzler, 25-25. Steffen Fäth og Jens Tiedtke voru fimm mörk hvor fyrir Wetzlar.

Martino hættur með Barcelona

Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins.

Courtios: Frábært hvernig við komum til baka

Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi.

Morata með tvö mörk í sigri Real Madrid

Real Madrid bar sigurorð af Espanyol í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Lokatölur urðu 3-1, Real Madrid í vil. Leikurinn skipti litlu máli fyrir bæði lið, en eftir úrslit síðustu umferðar var ljóst að Madrid ætti ekki lengur möguleika á Spánarmeistaratitlinum.

Guif úr leik

Kristjáni Andréssyni og lærisveinum hans í Guif frá Eskilstuna tókst ekki að komast í úrslitaleikinn um sænska meistaratitilinn í handbolta. Þetta varð ljóst eftir tap liðsins fyrir Alingsås á útivelli í dag.

Ibaka úr leik

Í gær kom í ljós að Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, getur ekki leikið meira með liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Ibaka meiddist á kálfa í sjötta leik Oklahoma og Los Angeles Clippers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

Dagur og félagar komust ekki í úrslit

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füsche Berlin biðu lægri hlut fyrir ungverska liðinu Pick Szeged í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta, en leikið var í Berlín í dag. Staðan í hálfleik var 9-13, Ungverjunum í vil.

Tvö Íslandsmet féllu í Sviss

Frjálsíþróttakapparnir Arnar Helgi Lárusson og Helgi Sveinsson settu báðir ný Íslandsmet á móti sem er haldið í Sviss um helgina.

Úrvalslið Eiðs Smára | Sex frá Barcelona

SkySports fékk Eið til að velja úrvalslið með bestu samherjum sínum á ferlinum. Hann valdi sex leikmenn sem hann spilaði með hjá Barcelona, tvo samherja frá bæði Chelsea og PSV og einn frá tíma sínum hjá Tottenham.

Ævintýradagur Eyjamanna | Myndband

Eins og frægt er varð ÍBV Íslandsmeistari í handbolta karla á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir eins marks sigur, 28-29, á Haukum í oddaleik í úrslitaeinvígi.

Valsmenn lofuðu mér stóru hlutverki í 2. flokki

Agnar Smári Jónsson skoraði ekki bara þrettán mörk og tryggði ÍBV Íslandsmeistaratitilinn með sigurmarkinu tuttugu sekúndum fyrir leikslok. Hann jafnaði líka met Sigurðar Vals Sveinssonar í flestum mörkum utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla í

Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn

Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996.

Sjá næstu 50 fréttir