Fleiri fréttir

Wilson íhugar að spila líka hafnabolta

Leikstjórnandi NFL-meistara Seattle Seahawks, Russell Wilson, er einstakur hæfileikamaður. Hann er ekki bara frábær í amerískum fótbolta heldur einnig mjög öflugur í hafnabolta.

Ágúst og Kristinn bestu vallarstjórarnir

Gras er ekki bara gras og það vita íslenskir vallarstjórar best. Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna hafa nú annað árið í röð veitt verðlaun til vallarstjóra.

Risatap á rekstri Liverpool

Liverpool tapaði 50 milljónum punda, eða tæplega 9,5 milljörðum íslenskra króna, leiktíðina 2012-13. Skuldir félagsins jukust í kjölfarið um 29 prósent.

Puyol yfirgefur Barcelona í sumar

Einn helsti þjónn Barcelona undanfarin ár, varnartröllið Carles Puyol, tilkynnti í dag að hann myndi yfirgefa herbúðir félagsins í sumar.

Collins framlengir við Nets

Umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna þessa dagana, Jason Collins, mun skrifa undir nýjan samning við Brooklyn Nets í dag.

Björndalen tekur tvö ár í viðbót

Sigursælasti keppandi Vetrarólympíuleikanna frá upphafi, Norðmaðurinn Ole Einar Björndalen, ætlar ekki að henda skíðunum upp í hillu þó svo hann sé orðinn fertugur.

Jesús gæti þjálfað Lakers

Það hefur ekkert gengið að fá Phil Jackson aftur í þjálfun en svo sannarlega hefur ekki vantað upp á eftirspurnina.

Aguero er klár í lokasprettinn

Stuðningsmenn Man. City kættust um síðustu helgi er Sergio Aguero snéri aftur á völlinn eftir meiðsli. Hann spilaði þá í tæpan klukkutíma í úrslitaleik deildabikarsins.

Ég vil spila

Þó svo Arsenal sé í framherjavandræðum þá fær danski framherjinn, Nicklas Bendtner, lítið sem ekkert að spila með liðinu. Hann er eðlilega frekar ósáttur við sína stöðu.

Mætir með tvöfaldan íslandsmeistara

Búast má við flugeldasýningu og hörkukeppni í tölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem send verður út í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld.

Nasri: Ég er ekki hræddur við Chelsea

Það eru aðeins tíu umferðir eftir af ensku úrvalsdeildinni og spennan heldur betur farin að magnast. Flestir búast við því að Chelsea og Man. City muni berjast um titilinn fram á lokadag.

Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015

Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina. Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda.

LeBron skoraði 61 stig | Myndband

Andlitsgríman var ekki mikið að þvælast fyrir LeBron James í nótt er hann setti persónulegt met með því að skora 61 stig í öruggum sigri Mimai Heat á Charlotte Bobcats.

Bolludagurinn í háloftunum

Stelpurnar okkar í fótboltalandsliðinu fengu rjómabollur í flugvélinni á leiðinni til Portúgal

Sjá næstu 50 fréttir