Formúla 1

Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Sebastian Vettel heimsmeistari.
Sebastian Vettel heimsmeistari. vísir/getty
Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina.  Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda.

Gene Haas er stofnandi og meðeigandi í Nascar liðinu Steward-Haas Racing. Haas þykir líklegastur til að fá leyfi, hann mætir þó harðri samkeppni frá Rúmeníu.

Hugsanlega munu báðir aðilar fá leyfi til að keppa á næsta ári. Reglur gera ráð fyrir að hámarksfjöldi liða sé 13 en í ár eru þau 11. Það er Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) sem tekur endanlega ákvörðun um umsóknirnar.

Haas segist vonast eftir svari sem fyrst. Hann bætir við að FIA muni ekki ákveða neitt nema að vel ígrunduðu máli. Það gæti tekið FIA langan tíma að ákeða sig. Hugsanlega verður því nýtt lið mætt til leiks á næsta tímabili en pláss er innan regluverksins fyrir 2 ný lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×