Fleiri fréttir

Einn stærsti maður Dominos-deildarinnar ekur um á smábíl

Það getur verið erfitt að vera stór. Það er kostur inn á körfuboltavellinum en stór maður á litlum bíl getur verið snúið mál. Guðjón Guðmundsson hitti miðherja Grindavíkurliðsins, Sigurð Gunnar Þorsteinsson, og forvitnaðist um bílinn hans í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Helgi Sveins: Ætlar að reyna að ná heimsmetinu í sumar

Helgi Sveinsson er heimsmeistari fatlaðra í spjótkasti og hann ætlar sér Ólympíugull á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í Brasilíu árið 2016 og hef sett stefnuna á heimsmet á þessu ári. Guðjón Guðmundsson spjallaði við kappann í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

Sex íslensk mörk í sigri Kiel

Kiel er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir stórsigur á heimavelli á HC Motor Zaporozhye.

Kolding úr leik

Danska liðið Kolding, sem Aron Kristjánsson stjórnar, féll úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir tap gegn Metalurg.

Jón Sigurður og Thelma Rut unnu flest gull í dag

Ármenningar og Gerplukonur voru í aðalhlutverki í keppni á einstökum áhöldum á Íslandsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Ármannsheimilinu í dag. Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Thelma Rut Hermannsdóttir úr Gerplu unnu flest áhöld í dag.

Flautuðu leikinn af eftir að stuðningsmaður Djurgården lést

Það þurfti að stoppa leik Helsingborgs IF og Djurgården í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag eftir að stuðningsmenn Djurgården ruddust inn á völlinn. Leikurinn var seinna flautaður af eftir að í ljós kom að stuðningsmaður Djurgården hafi látist eftir átök í miðbæ Helsingborg.

Thiago ekki með gegn United

Thiago Alcantara verður fjarri góðu gamni þegar Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen mæta Manchester United í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Þrefalt hjá Gerplukonum í gær - myndir

Gerpla hélt áfram sigurgöngu sinni í fjölþraut kvenna á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í gær þegar Gerpla átti þrjár á palli í kvennaflokki. Gerpla hefur nú átt Íslandsmeistara kvenna í fimleikum í ellefu ár í röð.

NBA: 26 leikja taphrina Sixers á enda - 17 sigrar í röð hjá San Antonio

Philadelphia 76ers lét sér nægja að jafna metið yfir flesta tapleiki í röð í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sannfærandi sigur á Detroit Pistons í nótt. San Antonio Spurs hélt áfram sigurgöngu sinni, Los Angeles Clippers tryggði sig inn í úrslitakeppnina og meiðslarhjáð Miami-lið vann sinn leik.

Kristján Helgi og Telma Rut bikarmeistarar í karate

Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi urðu í gær bikarmeistarar í karate en á Bikarmeistaramóti Karatesambands Íslands er keppt bæði í kara og kumite.

Hafþór hálfri sekúndu frá gullinu

Hafþór Júlíus Björnsson hafnaði í öðru sæti í keppninni um Sterkasta mann heims. Íslenska tröllið var grátlega nálægt gullinu.

Hafþór í öðru sæti fyrir lokagreinina - mikil spenna

Hafþóri Júlíusi Björnssyni gekk ekki nógu vel í hnébeygjunni og er ekki lengur í forystu þegar ein grein er eftir í keppninni Sterkasta mann heims í Los Angeles. Hafþór er einu og hálfu stigi á eftir Litháanum Zydrūnas Savickas.

Slæmu strákarnir héldu upp á 25 ára afmælið

"The Bad Boys" eða slæmu strákarnir hjá Detroit Pistons halda upp á það um þessar mundir eru 25 ár eru liðin síðan að liðið varð NBA-meistari með sannfærandi hætti árið 1989.

Flottur útisigur hjá Ólafi Inga og félögum

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Zulte-Waregem unnu 3-0 útisigur á FH-bönunum í Genk í kvöld í fyrstu umferð úrslitakeppni belgísku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Bale með tvö mörk í stórsigri Real Madrid

Gareth Bale skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Real Madrid vann 5-0 stórsigur á Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og komst þar með aftur á sigurbraut með stæl. Real Madrid skoraði fjögur af mörkum sínum í seinni hálfleiknum.

Jón Daði hetja Viking í fyrsta leik

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson var hetja Viking í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Rosenborg á útivelli.

Erlingur hafði betur á móti Geir

Erlingur Richardsson og lærisveinar hans í SG Westwien unnu sex marka útisigur á strákunum hans Geirs Sveinssonar í HC Bregenz í kvöld, 30-24, í úrslitakeppni austurrísku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Atlético Madrid aftur á toppinn

Koke tryggði Atlético Madrid 2-1 útisigur á Athletic Club í Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og þar með endurheimti Atlético efsta sætið í spænsku deildinni en Barcelona komst þangað fyrr í dag eftir 1-0 sigur á Espanyol.

Bjarki og Norma Dögg Íslandsmeistarar í fjölþraut

Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni og Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu urðu í dag Íslandsmeistarar í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum en bæði voru þau að vinna titilinn í fyrsta sinn.

Sjá næstu 50 fréttir