Fleiri fréttir

Ginobili með snyrtilegan klobba

Kevin Durant skoraði 30 stig þegar Oklahoma City Thunder vann sinn þriðja sigur í röð þegar Sacramento mætti í heimsókn.

Leiva í höndum guðs

Lucas Leiva var borinn af velli í jafnteflisleiknum gegn Aston Villa á laugardag. Bendir flest til þess að meiðsli Brasilíumannsins séu alvarleg.

Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband

Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar.

Björgvin Páll: Ég er í fínni vinnu

Ísland spilar sinn annan leik í milliriðli EM í dag. Makedónar bíða en þeir spila hægan og leiðinlegan handbolta að margra mati. Strákarnir okkar ætla að reyna keyra yfir þá og Björgvin Páll stefnir á annan stórleik.

Rodman farinn í meðferð

Körfuknattleikskappinn fyrrverandi skráði sig inn á meðferðarstofnun í Bandaríkjunum um miðja síðustu eftir gagnrýni sem fylgdi síðustu heimsókn kappans til Norður-Kóreu.

Brady áhorfandi í sýningu Manning og félaga

Peyton Manning og félagar í Denver Broncos eru komnir alla leið í Super Bowl, leikinn um Ofurskálina í ameríska fótboltanum, eftir 26-16 sigur á New England Patriots í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar í kvöld.

Slagsmál út um allan völl eftir tvær sekúndur

Aðeins tvær sekúndur liðu í upphafi leik Vancouver Canucks og Calgary Flames áður en slagsmál byrjuðu hjá leikmönnum liðanna. Alls átta leikmenn voru sendir í skammarkrókinn þegar tvær sekúndur voru liðnar af leiknum.

Afrek Kristins og Anítu stóðu upp úr

Bestu afrek á frjálsíþróttamóti RIG sem fram fór í Laugardalshöll í dag áttu þau Kristinn Torfason úr FH og Aníta Hinriksdóttir úr ÍR.

Franski boltinn: PSG slátraði Nantes

Paris-Saint German átti ekki í vandræðum með Nantes á heimavelli í 5-0 sigri í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. PSG er með fimm stiga forskot á toppi frönsku deildarinnar.

Ítalía: Sigur í fyrsta leik Seedorf

Mario Balotelli skoraði sigurmark AC Milan í naumum sigri á Hellas Verona í ítölsku deildinni í kvöld. Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Verona og spilaði allar 90 mínútur leiksins.

Boldsen: Aron getur orðið sá besti í heimi

Joachim Boldsen, handboltaspekingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV3 Sport, spáir því að Aron Pálmarsson eigi glæstan feril fyrir höndum í handboltanum. Fjallað er um ummæli Boldsen í vefsíðu danska blaðsins Berlingske Tidende.

Frábær lokakafli hjá Stólunum kom þeim í undanúrslitin

1. deildarlið Tindastóls komst í kvöld í undanúrslit Poweradebikars karla í körfubolta eftir fimm stiga útisigur á Fjölni, 76-71. Stólarnir hafa þar með ekki tapað leik í vetur en þeir hafa unnið alla tíu leiki sína í 1. deildinni.

Frakkar lögðu Króata í stórslag

Frakkland vann mikilvægan sigur á Króötum í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í kvöld. Liðin mættust fyrir fjórum árum í úrslitum Evrópumótsins í handbolta.

Hildigunnur og félagar með öruggan sigur

Hildigunnur Einarsdóttir og félagar í Tertnes Elite unnu öruggan sigur á Byasen á heimavelli í norsku deildinni í handbolta í dag. Tertnes leiddi 18-6 í hálfleik og var sigurinn ekki í hættu eftir það. Tertnes færði sig upp í fjórða sæti norsku deildarinnar með sigrinum og á liðið einnig leik til góða.

Ólafur Ingi hefndi fyrir FH

Ólafur Ingi Skúlason, miðjumaður Zulte-Waregem skoraði sigurmark Zulte í mikilvægum sigri gegn Genk í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Svíar unnu nauman sigur

Þrátt fyrir að hafa misst niður sjö marka forskot í seinni hálfleik náðu Svíar að leggja Rússa að velli 29-27 í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í kvöld.

Moyes óánægður með varnarleikinn

David Moyes var óánægður í viðtölum eftir 3-1 tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrenna frá Samuel Eto'o kláraði leikinn fyrir Chelsea eftir fimmtíu mínútna leik.

Helena stigahæst í útisigri

Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og var stigahæst hjá ungverska liði sínu Aluinvent DVTK Miskolc í 94-63 útisigri á Rucon Spisska Nova Ves í Mið-Evrópu deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Sigurmark Kolbeins kom Ajax á toppinn

Kolbeinn Sigþórsson svaraði gagnrýnisröddunum í Hollandi með því að tryggja Ajax 1-0 sigur á PSV Eindhoven í fyrsta umferð hollensku úrvalsdeildarinnar eftir jólafríið. Þetta var gríðarlega mikilvægt mark fyrir Ajax í baráttunni um hollenska meistaratitilinn.

Pólverjarnir risu upp frá dauðum

Pólverjar unnu ótrúlegan endurkomusigur á Hvíta-Rússlandi, 31-30, í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í dag þrátt fyrir að fyrir fjórum mörkum undir þegar rétt rúmlega fimm mínútur voru eftir.

Svekkjandi að vera dæmdur úr leik

"Þetta var virkilega svekkjandi, ég hafði ekki hugmynd hvað allir voru að segja því ég skil ekkert í tungumálinu,“ sagði Mark Lewis-Francis, spretthlaupari frá Bretlandi eftir að hafa verið dæmdur úr leik í dag.

Kári Steinn: Góðir hlutir gerast hægt

"Það er alltaf gaman að vinna en markmiðið í dag var einfalt, ég ætlaði að ná Íslandsmetinu en ég hljóp illa í dag,“ sagði Kári Steinn Karlsson, langhlaupari eftir hlaupið í dag.

Aníta: Passaði mig á því að byrja ekki of hratt

"Ég var búin að stefna á þetta met en ég átti ekki alveg von á svona góðum tíma strax. Ég er mjög kát með þetta," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við Hauk Harðarson í útsendingu RÚV frá frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna. Aníta veitt sjónvarpsviðtal í beinni útsendingu sem er nú ekki daglegt brauð hjá þessari hógværu og hlédrægu stúlku.

Eto'o með þrennu í öruggum sigri Chelsea

Samuel Eto'o, framherji Chelsea varð í dag aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu gegn Manchester United í 3-1 sigri á Stamford Bridge í dag.

Strákarnir okkar í fótbolta | Myndband

Það er oft látið mikið með fótboltann á æfingum handboltalandsliðsins. Það er klárlega hápunktur æfinganna hjá strákunum og þeir draga ekki af sér í boltanum.

Gunnar Páll: Gæti ekki verið stoltari

"Maður gæti einfaldlega ekki verið stoltari, þetta gekk upp alveg eftir bókinni,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttir kampakátur eftir hlaupið.

Kári: Hef meiri leikskilning en hinir í fótboltanum

Það er ávallt létt yfir Eyjapeyjanum Kára Kristjáni Kristjánssyni. Hann fór mikinn á æfingu strákanna í dag. Raðaði inn mörkum í fótboltanum og tók svo létta glímu við Vigni Svavarsson eftir æfingu.

Ekki dauður punktur í sjö tíma útsendingu

Tveir af stærstu leikjum ársins í bandarísku íþróttalífi verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld en þá ræðst hvaða tvö lið komast í Super Bowl og keppa til úrslita í NFL-deildinni þetta tímabilið.

Aníta setti einnig Evrópumet unglinga

Aníta Hinriksdóttir, hlaupadrottning úr ÍR, setti ekki bara Íslandsmet innanhúss þegar hún vann 800 metra hlaup í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna.

Allardyce vonsvikinn að missa af Traore

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham viðurkenndi eftir tap liðsins í gær að hafa misst af Lacina Traore til Everton. Traore er stór og sterkur 23 ára framherji frá Fílabeinsströndinni.

Sjá næstu 50 fréttir