Fleiri fréttir

Haukur valinn í úrvalslið desembermánaðar

Haukur Helgi Pálsson er að standa sig vel með Breogán í spænsku b-deildinni í körfubolta og íslenski landsliðsmaðurinn var á dögunum valinn í úrvalslið desembermánaðar í deildinni.

Á svellið stelpur! - nýtt átak fyrir norðan

Krulludeild Skautafélags Akureyrar vill fá fleiri konur í íþróttina og menn þar á bæ ætlar líka að gera eitthvað í því. Krulludeildin stendur nú fyrir sérstöku átaki til að fjölga konum í íþróttinni.

Aspas opnaði markareikning sinn í sigri

Iago Aspas opnaði markareikning sinn fyrir Liverpool í 2-0 sigri á Oldham í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Aspas skoraði þegar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og var óheppinn að bæta ekki við stuttu seinna þegar skalli hans hafnaði í stönginni.

Nottingham Forest slátraði West Ham

Nottingham Forest slátraði úrvalsdeildarliði West Ham United 5-0 í ensku bikarkeppninni á The City Ground í Nottingham í dag. Jamie Paterson átti stórleik í liði Forest, ásamt því að skora þrjú mörk krækti hann í víti á upphafsmínútum leiksins.

Adam Scott fékk fimm fleiri atkvæði en Tiger

Ástralski kylfingurinn Adam Scott og Inbee Park frá Suður-Kóreu voru valin karl- og kvenkylfingur ársins 2013 af Golf Writers Association of America, Samtökum golffréttamanna í Bandaríkjunum.

Danir fóru illa með Norðmenn í kvöld

Danir eru greinilega komnir í EM-gírinn því þeir slátruðu Norðmönnum á æfingamóti í Frakklandi í kvöld. Danska liðið vann þá tólf marka sigur á Norðmönnum, 34-22, eftir að hafa farið illa með norska liðið í seinni hálfleik.

Algjört hrun í lokaleikhlutanum

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í CB Valladolid töpuðu stórt á heimavelli á móti Gipuzkoa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Gipuzkoa vann þarna 19 stiga sigur, 83-64.

Ásdís færði ÍSÍ áritaða mynd af sér

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir kom í heimsókn á Skrifstofu Íþróttasambands Íslands í gær og færði sambandinu gjöf en þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ.

Solskjær: Fullkomin byrjun

Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær stýrði Cardiff City til sigurs í dag í fyrsta leiknum sínum sem knattspyrnustjóri Arons Einars Gunnarssonar og félaga. Cardiff vann þá 2-1 endurkomusigur á útivelli á móti Newcastle í 3. umferð enska bikarsins.

Jón Arnór missti af sjötta leiknum í röð

Jón Arnór Stefánsson gat ekki spilað með CAI Zaragoza í kvöld þegar liðið tapaði með sjö stigum á heimavelli á móti Real Madrid, 68-75, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór er enn að ná sér að meiðslum og var sárt saknað í spennuleik.

Walcott brosti á sjúkrabörunum og sýndi stöðuna

Theo Walcott var borinn af velli þegar Arsenal komst áfram í 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar í kvöld eftir sannfærandi 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham. Walcott leyfði sér samt að brosa á börunum þegar hann var borinn af velli.

Lewandowski skrifaði undir fimm ára samning við Bayern

Pólski landsliðsframherjinn Robert Lewandowski hefur gengið frá fimm ára samningi við þýsku meistarana í Bayern Munchen og mun því fara til liðsins í sumar. Þetta er staðfest á heimasíðu félagsins í kvöld.

Björninn burstaði SR í Reykjavíkurslagnum

Björninn byrjar árið vel í íshokkíinu því liðið vann 11-1 stórsigur á Skautafélagi Reykjavíkur í Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í Laugardal. Björninn er með fjögurra stiga forskot á toppnum.

Snorri Steinn þurfti að fara í markið

Það hefur vakið athygli á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi að Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, lætur útileikmenn spila í "hlutverki" markmanns þegar íslenska liðið lendir manni færri.

Koke skaut Atlético upp fyrir Barcelona

Atlético Madrid er komið með þriggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á Málaga í kvöld. Barcelona getur náð toppsætinu á ný með sigri á Elche á morgun.

D-deildarliðið Rochdale sló út Leeds

Rochdale er komið áfram í 4. umferð ensku bikarkeppninnar eftir 2-0 sigur á Leeds United í dag en Rochdale-liðið er tveimur deildum neðar en Leeds.

Freydís Halla vann FIS mót í Þýskalandi

Freydís Halla Einarsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, vann alþjóðlegt FIS mót í svigi sem fram fór í Bad Wiessee í Þýskalandi í dag. Hún náði þarna besta árangri sínum á ferlinum.

Mourinho: Engir dýfingamenn hjá Chelsea

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, er harður á því að það leynist engir leikarar í hans leikmannahópi þrátt fyrir að leikmenn liðsins hafi fengið gul spjöld fyrir að reyna að blekkja dómarann.

LeBron og Kevin Durant bestir í desember

LeBron James hjá Miami Heat og Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder voru valdir bestu leikmenn desember-mánaðar í NBA-deildinni í körfubolta. James var sá besti í Austurdeildinni en KD sá besti í Vesturdeildinni.

Manchester City slapp með jafntefli frá Blackburn

Blackburn Rovers og Manchester City þurfa að mætast aftur í enska bikarnum eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferð keppninnar á Ewood Park í dag. Manchester City endaði leikinn einum manni færri og gat kannski þakkað fyrir að fá annan leik á heimavelli sínum.

Pellegrini: Leikmenn eru alltaf að reyna að svindla

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, er á því að leikmenn séu stanslaust að reyna að svindla á dómurum. Pellegrini hefur kallað eftir aðgerðum til að sporna við leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni og tók þar með undir með þeim Roberto Martinez, knattspyrnustjóra Everton og Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea.

Vinur Schumacher segir hann úr lífshættu

Franska lögreglan rannsakar nú upptöku úr myndavél sem þýski ökuþórinn Michael Schumacher hafði fasta við hjálm sinn þegar hann lenti í skíðaslysi í frönsku ölpunum á sunnudaginn var.

Þetta hefur verið skrautlegt

Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, hefur rætt stuttlega við nýja knattspyrnustjórann sinn, Norðmanninn Ole Gunnar Solskjær, sem var ráðinn til félagsins í fyrradag. Fyrstu viðbrögð stjórans voru jákvæð.

Alvöru eldskírn hjá Solskjær

Ole Gunnar Solskjær hefur nú verið treyst fyrir því verkefni að halda nýliðum Cardiff City uppi í ensku úrvalsdeildinni en liðið er nú aðeins einu stigi frá fallsæti.

Aron rotaði Rússana

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk á síðustu 40 sekúndum leiksins gegn Rússum í gær og tryggði Íslandi eins marks sigur í leiknum, 35-34. Bæði mörkin voru stórglæsileg og sigur íslenska liðsins sanngjarn en liðið leiddi lengstum.

Gætu spilað í um 50 stiga frosti

Veðurspáin fyrir leik Green Bay Packers og San Francisco 49ers í úrslitakeppni NFL-deildarinnar á sunnudag er vægast sagt ekki góð. Von er á svo köldu veðri að því er spáð að þetta gæti orðið mesti kuldaleikur í sögu deildarinnar. Hefur oft verið spilað í miklum kulda í deildinni en þarna verða jafnvel slegin öll met.

Mourinho: Ég get ekki fengið Higuain

Það fór af stað sterkur orðrómur í dag þess efnis að Chelsea hefði boðið Napoli heilar 50 milljónir punda fyrir argentínska framherjann Gonzalo Higuain.

Wilbek hefur trú á Norðmönnum

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, hefur trú á því að Danir mæti Norðmönnum í milliriðlinum á EM í handbolta í Danmörku en norska liðið er í riðli með því íslenska á mótinu.

Sjá næstu 50 fréttir