Fleiri fréttir

Jamarco Warren fór ekki langt - samdi við ÍA

Zachary Jamarco Warren mun spila áfram körfubolta á Íslandi þótt að Snæfell hafi látið kappann fara á dögunum því þessi bandaríski leikstjórnandi er búinn að semja við 1. deildarlið Skagamanna. Skagamenn segjast ætla að spila hraðari bolta nú þegar þeir hafa Warren innan sinna raða.

Leikmenn fá mikinn frjálsan tíma hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins, og aðstoðarmaður hans Heimir Hallgrímsson héldu blaðamannafund í dag fyrir leik Íslands og Kýpur sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er síðasti heimaleikur Íslands í undankeppni HM í Brasilíu.

Rooney vildi ekki spila á miðjunni

Wayne Rooney, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, hefur nú tjáð sig opinberlega um óánægju hans hjá United á síðustu leiktíð.

Danny Murphy leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn Danny Murphy hefur nú tilkynnt að hann hefur lagt skóna á hilluna en hann lék með Blackburn Rovers á síðustu leiktíð.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Keflavík 63-88 | Keflavíkurhraðlestin á fullri ferð

Keflvíkingar byrjuðu Dominos-deild karla í körfubolta eins og þeir enduðu Lengjubikarinn með því að fara illa með einn af erkifjendum sínum síðustu ár. Keflvíkingar mættu kokhraustir í Garðabæinn í 1. umferð deildarkeppninnar í kvöld og unnu 25 stiga sigur á Stjörnunni, 88-63. Það er óhætt að grafa upp hugtakið um Keflavíkurhraðlestina því það virðist fátt geta stöðvað lærisveina Andy Johnston þessa dagana.

Vettel: Mun meiri munur á ökumönnum hér áður fyrr

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur nú svarað kollega sínum Lewis Hamilton en sá síðarnefndi sagði í viðtali á dögunum að yfirburðir Vettel í Formúlu 1 hefði gert íþróttina heldur óáhugaverð.

Skagamenn hafa miklar væntingar til Gunnlaugs

Gunnlaugur Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍA og mun hann taka strax við liðinu. ÍA féll í sumar úr Pepsi-deildinni og verður það verkefni Gunnlaugs að koma liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu.

Svarti listinn í Pepsi-deildinni í sumar

Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunnir í öllum leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar og nú hafa tölurnar verið teknar saman. Það var ekki aðeins skoðað hverjir stóðu sig best heldur einnig hvaða leikmenn teljast vera slökustu leikmenn deildarinnar í sumar samkvæmt mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis.

Einar, Guðmann, Baldur, Viðar og Sverrir efstir á blaði

Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunnir í öllum leikjum Pepsi-deildar karla í fótbolta í sumar og nú hafa tölurnar verið teknar saman. Við notuðum líka tækifærið og tókum einnig saman hvaða leikmenn stóðu sig best í hverri stöðu.

Baldur: Rúnar hefur skólað mig mikið til

Baldur Sigurðsson, miðjumaður Íslandsmeistara KR, er leikmaður ársins hjá Fréttablaðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta. Baldur var loksins heill á undirbúningstímabilinu og telur það hafa skipt öllu máli í sumar.

Dominos-deild karla rúllar af stað

Dominos-deild karla fer aftur af stað í kvöld með þremur leikjum en KR-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna fyrir tímabilið. Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Grindavík, er aðeins spáð fimmta sætinu í deildinni.

Þessir fara frítt á völlinn í kvöld

Hægt var að vinna miða á tvo leiki í handboltanum og körfuboltanum í dag á Facebook-síðu íþróttadeildar. Nú er búið að draga út vinningshafa.

Norðmönnum spáð frábæru gengi á ÓL í Sochi 2014

Það styttist óðum í Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi sem fara fram í febrúar á næsta ári, Tölfræði og upplýsingavefurinn Infostrada hefur sett saman spá um hvaða íþróttamenn munu vinna verðlaun á leikunum.

Ásta Birna sá um að afgreiða HK

Einn leikur fór fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Þá tók HK á móti Fram í Digranesi. Heimastúlkur í HK höfðu lítið í Fram að gera í kvöld. Munurinn sjö mörk í hálfleik og Fram gaf það forskot aldrei eftir.

Öruggt hjá lærisveinum Geirs

Strákarnir hans Geirs Sveinssonar í austurríska liðinu Bregenz eru á toppnum eftir enn einn sigurinn í kvöld.

Enn eitt tapið hjá Ágústi og hans liði

Það gengur hvorki né rekur hjá Ágústi Þór Jóhannssyni og stelpunum hans í SönderjyskE. Liðið tapaði í kvöld sínum sjötta leik í röð. Að þessu sinni á heimavelli gegn HC Odense, 24-26.

Stórleikur Odds dugði ekki til

Ólafur Gústafsson og félagar í þýska liðinu Flensburg smelltu sér í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Liðið vann þá nokkuð þægilegan sigur, 33-26, á botnliði Emsdetten.

Anton og Jónas dæma í Meistaradeildinni

Dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á faraldsfæti á næstunni en þeim hefur verið úthlutað verkefni í Meistaradeildinni.

Þórir heitur í toppslag

Þórir Ólafsson átti fínan leik fyrir lið sitt, Kielce, er það vann enn einn sigurinn í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Bjarni var búinn að segja nei við nokkur félög

Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fram og mun þjálfa liðið í Pepsi-deildinni næsta sumar. Hann tekur við starfi Ríkharðs Daðasonar sem gerði Fram að bikarmeisturum í sumar.

Haraldur Freyr framlengir við Keflavík

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, hefur framlengt samning sinn við Keflavík til tveggja ára og verður hjá liðinu til loka ársins 2015. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir