Handbolti

Anton og Jónas dæma í Meistaradeildinni

Anton Gylfi róar hér hinn skapheita Einar Jónsson niður í leik á sínum tíma.
Anton Gylfi róar hér hinn skapheita Einar Jónsson niður í leik á sínum tíma.
Dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á faraldsfæti á næstunni en þeim hefur verið úthlutað verkefni í Meistaradeildinni.

Þeir félagar munu dæma leik spænska liðsins Naturhouse la Rioja og þýska félagsins Flensburg þann 19. október næstkomandi.

Einn Íslendingur til viðbótar verður á vellinum þar því landsliðsmaðurinn Ólafur Gústafsson spilar með Flensburg.

Flensburg hefur byrjað vel í Meistaradeildinni og unnið fyrstu tvo leiki sína. La Rioja hefur aftur á móti tapað sínum fyrstu tveimur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×