Handbolti

Fyrsta tap Kiel | Rúnar öflugur í fjarveru Alexanders

Alfreð var ekki sáttur með sína menn í kvöld.
Alfreð var ekki sáttur með sína menn í kvöld.
Alfreð Gíslason varð að sætta sig við tap, 34-31, á sínum gamla heimavelli í kvöld er hann fór með lið Kiel til Magdeburg.

Sveiflukenndur leikur en strákarnir í Magdeburg ólseigir og kláruðu leikinn. Fyrsta tap Kiel í vetur en liðið var búið að vinna átta fyrstu leiki sína. Liðið er eftir sem áður í toppsæti deildarinnar.

Guðjón ValurSigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel í kvöld og Aron Pálmarsson eitt.

Lið Guðmundar Guðmundssonar, Rhein-Neckar Löwen, er aðeins stigi á eftir Kiel eftir 35-27 sigur á Lemgo.

Alexander Petersson gat ekki leikið með Löwen vegna meiðsla en Rúnar Kárason steig inn í hans stað og átti stórleik. Rúnar skoraði fimm mörk í leiknum en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað.

Lið Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar, Eisenach, steinlá, 32-39, gegn Hamburg og er í næstneðsta sæti deildarinnar. Bjarki Már Elísson og Hannes Jón Jónsson skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Eisenach í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×