Fleiri fréttir

Alfreð lenti í bjórsturtu í miðju sjónvarpsviðtali

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel tryggðu sér þýska meistaratitilinn annað árið í röð í kvöld með því að vinna öruggan og sannfærandi 31-25 sigur á Rhein-Neckar Löwen. Alfreð lenti í bjórsturtu í miðju sjónvarpsviðtali í sigurgleðinni eftir leikinn.

Þetta eru liðin 32 sem verða í pottinum á morgun

Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta á morgun. Átta síðustu liðin tryggðu sér farseðilinn í aðalkeppnina í kvöld þar á meðal 1. deildarlið Grindavíkur og Tindastóls.

Martinez: Ég bjóst aldrei við þessu

Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var að sjálfsögðu vonsvikinn eftir 1-4 tap á móti Arsenal og þar með fall úr ensku úrvalsdeildinni aðeins nokkrum dögum eftir að liðið vann enska bikarinn á Wembley.

Kynna veiðiperlur í Dölunum

Það er nóg um að vera hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um þessar mundir enda veiðitimabilið nýhafið.

Nýliðarnir skotnir niður á jörðina í Eyjum

Nýliðar HK/Víkings voru nálægt því að vinna Breiðablik í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna en þær áttu ekki möguleika í öðrum leik sínum í Vestmannaeyjum í kvöld. Heimastúlkur í ÍBV komust í 3-0 eftir 11 mínútur og unnu að lokum fimm marka sigur, 7-2. Shaneka Jodian Gordon skoraði þrennu fyrir ÍBV.

Alfreð, Aron og Guðjón Valur þýskir meistarar með Kiel

Kiel tryggði sér í kvöld þýska meistaratitilinn í handbolta eftir sannfærandi sex marka sigur á heimavelli á móti Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í Rhein-Neckar Löwen, 31-25. Kiel er með fimm stiga forskot á Löwen sem er í 2. sætinu en Löwen-liðið á aðeins tvo leiki eftir og getur því ekki náð Kiel. Það var ekki að sjá að þarna væru tvö efstu lið deildarinnar að mætast.

Refirnir hans Dags upp í þriðja sætið

Füchse Berlin komst upp í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir þriggja marka heimasigur á SC Magdeburg í kvöld, 29-26. Füchse Berlin hefur einu stigi meira en Flensburg-Handewitt sem á leiki inni sem verður spilaður á föstudaginn.

Brian Kidd stýrði Manchester City til sigurs

Sergio Agüero tryggði Manchester City 2-0 sigur á Reading í kvöld í fyrsta leik liðsins eftir að félagið rak knattspyrnustjóra sinn Roberto Mancini. Brian Kidd stýrði liði City í þessum leik því David Platt, aðstoðarmaður Mancini, sagði upp störfum fyrr um daginn.

Arsenal felldi bikarmeistarana

Arsenal felldi nýkrýnda bikarmeistara Wigan með því að vinna þá 4-1 á Emirates-leikvanginum í kvöld en Wigan-menn urðu að vinna til þess að eiga möguleika á því að bjarga sér í lokaumferðinni. Lukas Podolski skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og Santi Cazorla átti þrjár stoðsendingar.

Tvö mörk á fyrsta hálftímanum dugðu Stjörnunni

Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA í 2. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta í kvöld en leikurinn fór fram á Þórsvelli á Akureyri. Íslandsmeistarar Þór/KA eru því bara með eitt stig eftir tvo fyrstu leiki sína í titilvörninni en Stjarnan er aftur á móti með fullt hús.

Gamla lið Eiðs Smára farið á hausinn

Forráðamenn gríska félagsins AEK Aþenu tilkynntu í dag að félagið væri að undirbúa það að lýsa sig gjaldþrota í byrjun næsta mánaðar en það hefur meðal annars þær afleiðingar að liðið spilar í grísku C-deildinni á næstu leiktíð.

Breiðablik í basli eftir stóra sigra

Breiðablik fór illa með nýliða Þórs í 1. umferð Pepsi-deildarinnar. Þeim grænu og hvítu gengur hins vegar bölvanlega að fylgja stórum sigrum á eftir ef litið er til sögunnar.

Ingólfur á leið í KV

Ingólfur Sigurðsson verður líklega lánaður í 2. deildarlið KV, að sögn Magnúsar Gylfasonar þjálfara Vals.

Wilshere fer í aðgerð

Jack Wilshere mun gangast undir aðgerð vegna ökklameiðsla í lok tímabilsins og mun því missa af leikjum enska landsliðsins um mánaðamótin.

Er með nagandi samviskubit

Handboltaparið Einar Ingi Hrafnsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur náð að spila bæði með sterkum liðum í Danmörku og Þýskalandi undanfarin ár. Nú eru þau í Danmörku þar sem Þórey Rósa varð Evrópumeistari með Team Tvis Holstebro.

Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð

Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir urðu um helgina Evrópumeistarar í handbolta kvenna eftir sigur á franska liðinu Metz í EHF-bikarkeppninni. Liðið getur einnig orðið danskur meistari í næstu viku og því unnið tvöfalt.

Titillinn í húfi þegar Alfreð og Guðmundur mætast

Kiel getur orðið Þýskalandsmeistari í handbolta í átjánda skipti takist liðinu að leggja Rhein-Neckar Löwen að velli á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stjarnan skorað í 22 heimaleikjum í röð

Stuðningsmenn Stjörnunnar er áskrifendur að mörkum hjá karlaliði sínu á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjarnan hefur skorað í 22 heimaleikjum í röð.

Moyes: Rooney er einstakur leikmaður

David Moyes ætlar að ræða við Wayne Rooney áður en ákvörðun verður tekin um framtíð kappans sem fór nýlega fram á sölu frá Manchester United.

Fyrstur til að skora framhjá James | Myndband

Kristinn Jónsson, leikmaður Breiðabliks, skoraði eina mark sinna manna í 4-1 tapi gegn ÍBV í fyrradag. Hann varð þó fyrstur til að skora framhjá David James í Pepsi-deildinni.

Messi frá í 2-3 vikur

Barcelona hefur staðfest að Lionel Messi er tognaður aftan í læri og að hann verði frá næstu 2-3 vikurnar.

Slor og skítur í Eyjum | Myndband

ÍBV er með fullt hús að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla og óhætt að fullyrða að stemningin í Eyjum sé góð.

Wenger vildi ekki tjá sig um Rooney

Arsene Wenger talaði varlega þegar hann var spurður hvort að Arsenal myndi reyna að fá Wayne Rooney frá Manchester United í sumar.

Skoraði í eigin körfu | Myndband

Chicago Bulls lenti í alls kyns vandræðum gegn Miami Heat í nótt en vandræðalegasta "skot“ kvöldsins átti bakvörðurinn Marquis Teague.

Sunna kemur heim með meistarabelti

Sunna Rannveig Davíðsdóttir hefur náð frábærum árangri undanfarna mánuði en hún hefur dvalið í Tælandi og keppti í bæði MMA og Muay Thai.

Miami og Memphis komin í 3-1

Miami og Memphis unnu bæði lykilleiki í rimmum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt.

McLaren hafnar ásökunum um liðsskipanir

McLaren-liðið í Formúlu 1 hafnar því að Sergio Perez hafi verið beðinn um að taka því rólega í spænska kappakstrinum og berjast ekki við Jenson Button undir lokin. Ökumennirnir börðust af kappi í Barein í apríl.

Eigandi Red Bull segir F1 ekki snúast um keppnina lengur

Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull-liðsins í Formúlu 1, er mjög harðorður þegar hann talar um áhrif Pirelli-dekkjanna á kappaksturinn í ár. Liðið hans hefur undanfarið þurft að sætta sig við verri úrslit en beinn hraði bílanna ætti að skila.

Við munum sakna Mourinho

Brasilíumaðurinn Dani Alves, leikmaður Barcelona, segir að það verði missir fyrir spænsku úrvalsdeildina ef Jose Mourinho hættir hjá Real Madrid í sumar.

Fjögur 1. deildarlið duttu út úr bikarnum í kvöld

Joseph David Yoffe skoraði þrennu fyrir Selfoss og Hilmar Árni Halldórsson var með þrennu fyrir Leikni í kvöld þegar lið þeirra tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins. Fjögur 1. deildarlið féllu út úr bikarnum í kvöld en það voru KA, Fjölnir, Haukar og KF.

Mancini rekinn frá Manchester City

Ensku fjölmiðlarnir BBC og Sky Sports greina frá því í kvöld að Manchester City hafi rekið knattspyrnustjórann Roberto Mancini í kjölfar þess að félagið tapaði á móti Wigan um helgina í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar.

Manchester United á eftir Fabregas

Enska blaðið The Evening Standard slær því upp í kvöld að Cesc Fabregas, fyrrum fyrirliði Arsenal og núverandi leikmaður Barcelona, sé efstur á innkaupalista Englandsmeistara Manchester United í sumar. Það yrðu mjög óvænt tíðindi og jafnframt erfitt fyrir Arsenal-stuðningsmenn að sjá Cesc klæðast Manchester United búningnum eins og Robin Van Persie.

Zaha kom Crystal Palace á Wembley

Wilfried Zaha, verðandi leikmaður Manchester United, skoraði bæði mörk Crystal Palace í kvöld þegar liðið hans Ian Holloway vann 2-0 útisigur á Brighton í seinni leik liðanna í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ég var bara að grínast

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að ummæli sín um lokaleik liðsins á tímabilinu hafi bara verið tilraun hans til að vera fyndinn.

United-menn enn að fagna í Manchester

Leikmenn Manchester United tóku við Englandsmeistaratitlinum á Old Trafford í gær eftir 2-1 sigur á Swansea City í síðasta heimaleik liðsins undir stjórn Sir Alex Ferguson. Tilfinningarnar báru suma ofurliði í kveðjuveislu Fergie í gær en menn þar á bæ tóku upp þráðinn í dag og héldu áfram að fagna tuttugasta Englandsmeistaratitli félagsins.

Sjá næstu 50 fréttir