Fögnuðum í sautján klukkutíma rútuferð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. maí 2013 13:45 Þórey Rósa og Rut fögnuðu titlinum vel og innilega. mynd/úr einkasafni Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Ísland eignaðist tvo nýja Evrópumeistara í handbolta um helgina er danska liðið Team Tvis Holstebro fagnaði sigri í EHF-bikarkeppninni. Landsliðskonurnar Þórey Rósa Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir leika báðar með liðinu. „Ég náði varla að sofa í nótt,“ sagði Þórey Rósa í samtali við Fréttablaðið en hún var þá komin heim til sín til Danmerkur eftir sautján tíma rútuferð frá Frakklandi, þar sem síðari úrslitaleikurinn fór fram. „Þetta var löng og skemmtileg ferð – algjör partírúta. Það var tekið í gítar, þó svo að það hafi verið erfitt að púsla saman dönskum, þýskum og íslenskum lögum. En það var gaman hjá okkur,“ bætir hún við í léttum dúr. Sigur Team Tvis var dramatískur. Liðið tapaði fyrri leiknum á heimavelli með fjögurra marka mun og var því ekki líklegt til afreka í Frakklandi. „Það höfðu fáir trú á okkur nema við sjálfar. Við spiluðum illa í fyrri leiknum en sigurinn varð bara enn sætari fyrir vikið.“ Hún neitar því ekki að þær frönsku hafi virst ansi sigurvissar fyrir seinni leikinn. „Þær fögnuðu sigrinum í Danmörku eins og þetta væri klappað og klárt. Svo töluðu þær í blöðunum í Frakklandi um að þetta væri aðeins spurning um hversu stór sigurinn yrði í seinni leiknum,“ segir Þórey Rósa og segir að það hafi hvatt leikmenn Team Tvis til dáða. „Við höfum sjálfar lent í því að vinna fyrri leikinn en tapa svo þeim síðari. Við vorum komnar með blóð á tennurnar og ætluðum ekki að gefast upp. Enda fann maður það á þeim að þær voru í hálfgerðu sjokki í seinni hálfleik. Það var hræðsla í augunum þeirra.“ Nú eru fram undan tveir úrslitaleikir gegn Midtjylland um danska meistaratitilinn en fyrir fram reikna flestir með sigri Midtjylland. „Þær hafa unnið áður og þekkja það vel. Nú þurfum við að koma okkur niður á jörðina en ég er viss um það að svona góður árangur í Evrópukeppni gefur manni sjálfstraust fyrir þessa leiki. Það er ekkert gefið í þessu.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni