Alfreð lenti í bjórsturtu í miðju sjónvarpsviðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2013 22:37 Alfreð Gíslason lofaði að hefna sín fyrir þetta á næstu æfingu hjá Kiel. Mynd/Nordic Photos/Bongarts Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel tryggðu sér þýska meistaratitilinn annað árið í röð í kvöld með því að vinna öruggan og sannfærandi 31-25 sigur á Rhein-Neckar Löwen. Alfreð lenti í bjórsturtu í miðju sjónvarpsviðtali í sigurgleðinni eftir leikinn. „Þetta var mjög erfitt tímabil. Ég skil varla hvernig okkur tókst að klára þetta með nokkra leiki eftir. Ég er rosalega stoltur af liðinu," sagði Alfreð en komst ekki lengra því einn leikmanna hans notaði þá tækifærið og sturtaði bjór yfir þjálfara sinn. Alfreð lofaði að hefna sín á næstu æfingu. „Það var strax ljóst að við gátum aldrei gert jafnvel og í fyrra því það eru svo mörg góð lið í þessari deild. Flensburg átti mjög gott tímabil sem og Löwen og Hamburg. Berlin byrjaði illa í október en átti annars gott tímabil. Liðin voru hinsvegar að taka stig af hverju öðru á þessu tímabili," sagði Alfreð. „Við héldum okkar striki og hættum aldrei. Það bjuggust kannski einhverjir við því í desember að það kæmu nýir meistarar en við héldum áfram og nýttum okkur það að hin liðin misstigu sig," sagði Alfreð. „Það er erfitt og kannski svolítið sorglegt að horfa eftir Omeyer og Narcisse en svona er lífið. Það þarf alltaf að vera endurnýjun og menn geta ekki spilað til sextugt," sagði Alfreð en franski markvörðurinn Thierry Omeyer og franska skyttan Daniel Narcisse yfirgefa liðið í sumar. Kiel er orðið tvöfaldur meistari en getur náð þrennunni með því að vinna Meistaradeildina um næstu mánaðarmót. „Það væri gaman en ég er þegar mjög stoltur af því að við höfum komist alla leið í undanúrslitin í titilvörninni. Það er magnað að taka þátt í lokaúrslitunum í Köln en okkar bíður þar mjög erfiður mótherji í HSV Hamburg. Við verðum að eiga góðan leik til þess að komast í úrslitaleikinn," sagði Alfreð. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel tryggðu sér þýska meistaratitilinn annað árið í röð í kvöld með því að vinna öruggan og sannfærandi 31-25 sigur á Rhein-Neckar Löwen. Alfreð lenti í bjórsturtu í miðju sjónvarpsviðtali í sigurgleðinni eftir leikinn. „Þetta var mjög erfitt tímabil. Ég skil varla hvernig okkur tókst að klára þetta með nokkra leiki eftir. Ég er rosalega stoltur af liðinu," sagði Alfreð en komst ekki lengra því einn leikmanna hans notaði þá tækifærið og sturtaði bjór yfir þjálfara sinn. Alfreð lofaði að hefna sín á næstu æfingu. „Það var strax ljóst að við gátum aldrei gert jafnvel og í fyrra því það eru svo mörg góð lið í þessari deild. Flensburg átti mjög gott tímabil sem og Löwen og Hamburg. Berlin byrjaði illa í október en átti annars gott tímabil. Liðin voru hinsvegar að taka stig af hverju öðru á þessu tímabili," sagði Alfreð. „Við héldum okkar striki og hættum aldrei. Það bjuggust kannski einhverjir við því í desember að það kæmu nýir meistarar en við héldum áfram og nýttum okkur það að hin liðin misstigu sig," sagði Alfreð. „Það er erfitt og kannski svolítið sorglegt að horfa eftir Omeyer og Narcisse en svona er lífið. Það þarf alltaf að vera endurnýjun og menn geta ekki spilað til sextugt," sagði Alfreð en franski markvörðurinn Thierry Omeyer og franska skyttan Daniel Narcisse yfirgefa liðið í sumar. Kiel er orðið tvöfaldur meistari en getur náð þrennunni með því að vinna Meistaradeildina um næstu mánaðarmót. „Það væri gaman en ég er þegar mjög stoltur af því að við höfum komist alla leið í undanúrslitin í titilvörninni. Það er magnað að taka þátt í lokaúrslitunum í Köln en okkar bíður þar mjög erfiður mótherji í HSV Hamburg. Við verðum að eiga góðan leik til þess að komast í úrslitaleikinn," sagði Alfreð.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni