Fleiri fréttir

Sergio Garcia klifraði upp í tré og sló þaðan

Spænski atvinnukylfingurinn Sergio Garcia vakti mikla athygli í gær á Arnold Palmer golfmótinu í gær þegar hann elti kúluna sína upp í tré og sló þaðan sitt annað högg á tíundu holu.

Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð

Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið.

Þrumuveður stoppaði Tiger Woods

Tiger Woods er í góðum málum á Arnold Palmer golfmótinu í Flórída en það tókst þó ekki að klára leik í gær vegna þrumuveðurs sem gekk þá yfir á Bay Hill vellinum í Orlando.

NBA: 26 sigrar í röð hjá Miami Heat

Miami Heat átti ekki í miklum vandræðum með að landa 26. sigrinum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að leika án Dwyane Wade sem hvíldi vegna óþæginda í hægra hné. Miami vann þá 109-77 heimasigur á Charlotte Bobcats.

Auðveldara að þjálfa stráka en stelpur

Stjarna helgarinnar í blakinu er Elsa Sæný Valgeirsdóttir, en hún varð tvöfaldur bikarmeistari í gær. Fyrst sem þjálfari karlaliðs HK og síðan sem leikmaður kvennaliðs HK.

Hef alltaf haft trú á mér

Ólafur Gústafsson hefur slegið í gegn hjá þýska félaginu Flensburg þar sem hann fékk óvænt tækifæri er Arnór Atlason meiddist. Ólafur hefur farið vel með tækifærið og spilar stóra rullu í þýska liðinu. Hann viðurkennir að hafa verið í lélegra formi en han

Lokaumferð N1 deildar karla á einum stað

Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum upp á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í N1-deild karla samtímis en þá fer fram lokaumferð deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87

Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87.

"Þetta er ólíðandi ofbeldi“

Formaður handknattleiksdeildar Fjölnis segir í athugasemdakerfi á Vísi að rassskellingar sem fjallað var um á vefnum fyrr í kvöld séu ólíðandi ofbeldi.

Marsgeðveikin í algleymingi | Myndband

Hin svokallaða marsgeðveiki stendur nú sem hæst en nú er úrslitakeppnin í háskólakörfuboltanum í fullum gangi. Íþróttalífið í Bandaríkjunum fer nánast á hliðina þegar 64 bestu háskólarnir í körfuboltanum hefja keppni í landsúrslitum.

Oddur fer til Emsdetten í sumar

Akureyringar urðu fyrir blóðtöku í handboltanum í kvöld er það fékkst staðfest að hornamaðurinn Oddur Gretarsson væri búinn að semja við þýska félagið Emsdetten.

"Hefðir eru hefðir"

Algengt er að ungir handboltaiðkendur séu vígðir inn í meistaraflokka félaga sinna með rassskellingum. Nýr liðsmaður Fjölnis fékk að kynnast meistaraflokknum með flötum lófum liðsfélaga sinna á dögunum.

Kiel snéri taflinu við gegn Medvedi

Kiel varð í kvöld síðasta liðið sem tryggði sér farseðilinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Kiel vann þá sannfærandi sigur, 30-26, á rússneska liðinu Chekhovskie Medvedi.

Annar sigur á Svíum

Helgin var góð hjá íslenska kvennalandsliðinu í handknattleik en það vann tvo góða sigra á Svíum. Þann síðari í dag, 30-27.

Auðvelt hjá Keflavík gegn Njarðvík

Topplið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna vann enn leikinn í kvöld. Þá sótti liðið nágranna sína í Njarðvík heim og vann auðveldan sigur.

Þórir fór á kostum og Kielce komst áfram

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce komust í dag í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið lagði þá ungverska liðið Pick Szeged, 32-27.

Chris Paul skoraði nánast liggjandi | Myndband

Chris Paul skoraði frábæra körfu í leik gegn Brooklyn Nets í NBA körfuboltanum í nótt. Paul, sem leikur með LA Clippers, hékk endalaust í loftinu og setti boltann svo í körfuna þegar hann var nánast lagstur í gólfið.

Anderson sagður vilja yfirgefa United

Brasilíski miðjumaðurinn Anderson vill yfirgefa Manchester United í sumar. Anderson, sem er 24 ára gamall, hefur áhyggjur af takmörkuðum leiktíma og að það geti hindrað það að hann nái að vinna sér sæti í brasilíska landsliðinu á HM í Brasilíu 2014.

Mourinho: Kannski sný ég aftur þar sem ég hef verið áður

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur gefið sögusögnum þess efnis að hann snúi aftur til Chelsea í sumar byr undir báða vængi. Þessi fimmtugi Portúgali gerði Chelsea tvisvar að Englandsmeisturunum á sínum tíma og gæti snúið aftur í sumar.

Svona snéri Telma leiknum sér í hag | Myndband

Telma Rut Frímannsdóttir vann í gær til bronsverðlauna á Swedish Karate Open mótinu sem fram fer í Malmö í Svíþjóð. Hún lagði Lydiu Holler frá Þýskalandi í leik um bronsið.

Thompson sló ótrúlegt högg úr vatni

Bandaríkjamaðurinn Nicholas Thompson átti eitt af höggum ársins á PGA-mótaröðinni í gær. Hann er við keppni á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fer á Bay Hill vellinum í Flórída.

Webber sendi Vettel pillu eftir kappaksturinn

Það var æsilegur kappakstur í Malasíu í morgun þar sem Sebastian Vettel í rauninni stal sigrinum af félaga sínum Mark Webber þrátt fyrir fyrirskipanir liðsins um að halda sig fyrir aftan.

Jovetic ánægður með áhuga Arsenal og City

Stevan Jovetic frá Svartfjallalandi er opinn fyrir því að leika á Englandi í framtíðinni. Þessi 23 ára leikmaður er eftirsóttur af mögum liðinum en talið er að Arsenal og Manchester City fylgist náið með kappanum sem leikur með Fiorentina á Ítalíu.

Woods með tveggja högga forystu á Bay Hill

Tiger Woods lék mjög vel á þriðja hring á Arnold Palmer Invitational mótinu sem fram fer í Flórída. Woods er samtals á 11 höggum undir pari eftir að hafa leikið þriðja hringinn á 66 höggum eða sex höggum undir pari. Woods er tveimur höggum á undan Justin Rose, John Huh og Rickie Fowler.

Anthony stigahæstur í sigri Knicks

Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt. Carmalo Anthony átti góðan leik í heimasigri New York Knicks gegn Toronto, 110-84. Anthony skoraði 28 stig og fór fyrir sínum mönnum.

Cantona dáist að Mourinho

Franska goðsögnin Eric Cantona fer fögrum orðum um portúgalska þjálfarann, Jose Mourinho, sem er í miklu uppáhaldi hjá Frakkanum.

Vettel fyrstur og Webber annar í sigri Red Bull

Heimsmeistarinn Sebastian Vettel vann malasíska kappaksturinn sem fram fór í morgun. Liðsfélagi hans, Mark Webber, varð annar eftir að hafa leitt kappaksturinn mestan hluta mótsins.

Anzhi sýnir Toure áhuga

Það er enn óvissa um framtíð miðjumannsins Yaya Toure hjá Man. City. Svo gæti farið að hann verði seldur í sumar.

Telma fékk brons í Malmö

Karatekonan Telma Rut Frímannsdóttir nældi sér í bronsverðlaun í gær á Swedish Karate Open sem fram fer í Malmö. Telma Rut keppir í mínus 61 kg flokki. Í fyrstu viðureign tapaði Telma fyrir Stephanie Kaup frá svíþjóð sem endaði með því að vinna flokkinn og því fékk Telma uppreisnaglímu og tækifæri til að keppa um 3ja sætið.

Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson

Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann.

Katrín lék í jafntefli gegn Everton

Katrín Ómarsdóttir lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool Ladies í kvöld. Liverpool-stúlkur léku þá gegn nágrannastúlkunum í Everton.

Bati RG3 er eins og hjá ofurhetju

Bæklunarskurðlæknirinn sem skar Robert Griffin III, leikstjórnanda Washington Redskins, upp er nánast orðlaus yfir batanum sem RG3 er að ná.

Mourinho hrósar Pandev fyrir hreinskilnina

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er afar ánægður með stuðninginn sem hann hefur fengið frá Goran Pandev, leikmanni Napoli, í slag sínum við FIFA. Mourinho er á því að brögð hafi verið í tafli við val á þjálfara ársins.

Sviss missteig sig á Kýpur

Sviss er aðeins með tveggja stiga forskot á Ísland eftir að liðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli á Kýpur í dag.

Sjá næstu 50 fréttir