Handbolti

Ólafur skoraði tvö mörk í sigri Kristianstad

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk í dag.
Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk í dag.
Ólafur Guðmundsson skoraði tvö mörk í sigri Kristianstad gegn Alingsås HK í sænska handboltanum. Lokatölur urðu 24-23 fyrir heimamenn í Kristianstad.

Ólafur skoraði fyrsta mark leiksins á fjórðu mínútu en bæði mörk hans í leiknum komu í fyrri hálfleik. Leikurinn var í járnum allan leikinn en Johannes Larsson skoraði sigurmark Kristainstad þegar átta sekúndur voru eftir af leiknum.

Leikurinn í dag var fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum í úrslitakeppninni í sænska handboltanum. Næsti leikur þessara liða fer fram 28. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×