Fleiri fréttir

Danka Podovac og Guðrún Arnardóttir hlutu verðlaun

Danka Podovac, miðjumaður ÍBV, og Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Breiðabliks, voru í gær verðlaunaðar af Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu fyrir frammistöðu sína í júnímánuði.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - KR 1-1

Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Keflavíkur og KR í kvöld en leiknum lauk 1-1 í Keflavík. KR náðu forystunni fljótlega eftir hálfleik en Keflvíkingar voru fljótir að svara og náði hvorugt liðið að kreista fram sigur.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - St. Patrick's Athletic 2-1 | ÍBV úr leik

Eyjamenn féllu úr keppni í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á útivallarmarki gegn írska liðinu St. Patrick's eftir 2-1 sigur í Vestmannaeyjum í framlengdum leik í kvöld. Augnabliks einbeitingarleysi eftir að Eyjamenn komust í 2-0 í framlengingunni kostaði þá sæti í 2. umferð.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1

Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs.

Stóra Laxá komin í gang

Alls höfðu veiðst 43 laxar á svæðum I og II í Stóru-Laxá að því er segir á söluvefnum agn.is. Það teljist mjög gott á fyrstu níu dögum veiðitímans.

Landaði 29 punda hrygnu í Laxá í Aðaldal

„Viðureignin var tiltölulega stutt, ekki nema 25 eða 30 mínútur. Hann var þungur og allt það en engin læti í honum. Þetta var auðveldara en ég hélt í fyrstu þegar ég sá hversu stór fiskurinn var," segir Björn Magnússon sem veiddi 110 sentimetra lax, sem ætla má að sé 29 pund, við Spegilflúð í Laxá í Aðaldal í gær. „Þetta var mjög skemmtileg viðureign og það liggur við að adrenlínkikkið sé enn þá í manni."

Dræmt á efstu svæðum Blöndu

Veiðin á þremur efstu svæðum Blöndu hefur farið afar hægt af stað fyrstu þrjár vikur veiðitímabilsins.

Sæti Massa ekki á uppboði strax

Ferrari segist ekki vera neitt að drífa sig að finna ökumann við hlið Fernando Alonso árið 2013. Jafnvel þó Mark Webber, sem álitinn var augljós kostur fyrir Ferrari, hafi dregið sig úr keppninni um sæti Felipe Massa.

Aquilani leikur með Liverpool í vetur

Albert Aquilani verður hjá Liverpool á komandi leiktíð. Þetta staðfesti umboðsmaður kappans, Franco Zavaglia, í samtali við Calciomercato.com í dag.

Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas

Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann.

Brons til liðs við Selfoss

Karlalið Selfoss í Pepsi-deild karla hefur samið við norska miðvörðinn Bernard Petrus Brons. Frá þessu er greint á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Yossi ætlar að hrífa Di Matteo

Ísraelinn Yossi Benayoun er kominn aftur til Chelsea eftir árslán hjá Arsenal. Hann er ákveðinn í að sanna sig fyrir Roberto di Matteo, stjóra Chelsea.

Shanghai vill nú fá Riquelme

Hið moldríka kínverska félag, Shanghai Shenhua, er ekki hætt að safna stórstjörnum því félagið hefur nú gert Argentínumanninum Juan Roman Riquelme tilboð.

Chelsea að landa Oscari

Chelsea er að hafa betur í baráttunni við Tottenham um þjónustu brasilíska undrabarnsins Oscar. Chelsea er til í að greiða 20 milljónir punda fyrir hann en Spurs bauð 15.

Þúsundkallar í vasa Stefáns og Þórðar

Atvinnukylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hafa lokið keppni á Bayreuth Open mótinu í Þýskalandi. Mótið er hluti af EPD mótaröðinni.

Fyrirliðar í enska boltanum svindluðu

Norðmaðurinn Claus Lundekvam, fyrrum fyrirliði Southampton, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í ýmis konar svindli í enska boltanum sem hafi skaffað honum háar fjárhæðir.

Rashard Lewis til Miami

Meistarar Miami Heat halda áfram að raða skyttum í kringum stórstjörnur liðsins. Nú er Rashard Lewis búinn að semja við Heat.

Van der Vaart enn orðaður við Þýskaland

Breskir fjölmiðlar segja í dag að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham setji framtíð Hollendingsins Rafael van der Vaart í enn meiri óvissu en ella.

Félagi Phelps segir hann vera latan

Félagi Michael Phelps í bandaríska sundlandsliðinu, Tyler Clary, gagnrýnir Phelps harkalega og segir að hann sé ekki tilbúinn að leggja nógu hart að sér. Þess í stað fljóti hann áfram á náttúrulegum hæfileikum og lágmarksvinnu.

Kúveitar búnir að kaupa Nott. Forest

Nottingham Forest hefur eignast nýja eigendur en Al-Hasawi fjölskyldan frá Kúveit hefur formlega gengið frá kaupum á þessu fornfræga enska félagi.

Abalo semur við Paris | Átta nýir leikmenn komnir

Franski landsliðsmaðurinn Luc Abalo er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við hið nýríka franska félag Paris Handball. Hann er áttundi leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

West Ham vill fá Carroll lánaðan

Það er enn óvíst hvað verður um framherjann Andy Carroll hjá Liverpool en stjóri félagsins, Brendan Rodgers, hefur ekki útilokað að lána hann í vetur.

Redknapp bíður eftir símtali frá Rússunum

Harry Redknapp er enn að leita sér að nýrri vinnu eftir að hann var rekinn frá Tottenham. Hann er orðaður við landsliðsþjálfarastarf Rússa og neitar því ekki að hann hafi áhuga.

Serbneskur markvörður til Akureyrar

Akureyri, sem leikur í efstu deild karla í handbolta, hefur gengið frá samningi við sebneska markvörðinn Jovan Kukobat. Hann skrifaði undir tveggja ára samning en greint er frá tíðindunum á heimasíðu félagsins.

Laxinn dreifir sér vel í Korpu

Yfir 50 laxar eru komnir á land í Korpu/Úlfarsá frá því veiðin hófst þar 21. júní. Þetta kemur fram á vef Hreggnasa.

Stefán Már og Þórður Rafn í gegnum niðurskurðinn

Atvinnukylfingarnir Stefán Már Stefánsson og Þórður Rafn Gissurarson, báðir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komust í gegnum niðurskurðinn á Bayreuth Open mótinu í Þýskalandi en mótið er hluti af EPD mótaröðinni.

Wilshere áminntur af UEFA

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið áminntur af Evrópska knattspyrnusambandinu (UEFA).

Birkir Bjarnason lánaður Pescara

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hefur verið lánaður til Pescara sem leikur í efstu deild ítalska boltans. Aftonbladet greinir frá þessu.

Sjá næstu 50 fréttir