Fleiri fréttir

Oklahoma stöðvaði 20 leikja sigurgöngu Spurs

Með bakið upp við vegginn drógu leikmenn Oklahoma fram sparihliðarnar og hreinlega völtuðu yfir San Antonio Spurs, 102-82, og minnkuðu þar með muninn í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í 2-1.

Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár

"Ég er að deyja úr stolti,“ sagði Aron Einar Gunnarsson um það að hafa fengið að bera fyrirliðaband íslenska landsliðsins í leikjunum á móti Frökkum og Svíum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Hann er sá yngsti síðan Ásgeir Sigurvinsson bar bandið

Fjölbreytt dagskrá í Veiðihorninu

Nýju veiðisumri verður fagnað með stórsýningu og kynningu á veiðibúnaði og veiðileyfum í Veiðihorninu í Síðumúla um helgina. Opið verður laugardag frá klukkan 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16.

Ríkharður byrjaði betur en Kolbeinn

Kolbeinn Sigþórsson skoraði glæsilegt skallamark í tapinu á móti Svíum í fyrrakvöld og hefur þar með skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck.

Sverre þarf hvíld fyrir Ólympíuleikana

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta valdi 20 leikmenn í æfingahóp fyrir leiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013. Þeir fara fram dagana 10. og 16. júní en fyrri leikurinn verður hér á landi.

Ísland í fyrsta sinn með boðsundsveit á ÓL

Góður árangur íslensku landssveitarinnar í 4x100 m fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi á dögunum mun líklega nægja til að tryggja sveitinni þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum í sumar.

Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum

Veiðivötn frá hinum ýmsu sjónarhornum er viðfangsefni ljósmyndasýningar sem opnuð verður í Heklusetrinu á Leirubakka á morgun kl. 16:00.

Óðinn fær að keppa á Demantamótinu á Bislett

Kúluvarparinn Óðinn Björn Þorsteinsson verður meðal keppanda á Demantamóti í Osló 7. júní næstkomandi en honum var boðið að keppa á mótinu sem fer fram á Bislett-leikvanginum. Óðinn er að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í London.

Jóhann Birnir: Kannski búinn að fá of mörg M

Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, segir að ákvörðun dómara leiksins gegn Val í kvöld um að sleppa vítaspyrnu á mikilvægum tímapunkti hafi breytt leiknum fyrir sína menn.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Breiðablik 0-2

Blikar skoruðu langþráð mörk og unnu 2-0 sigur á Selfossi í 6. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en Blikaliðið þrefaldaði þarna markaskor sitt enda höfðu þeir aðeins skorað eitt mark í fyrstu fimm umferðunum. Blikar komu sér líka upp úr fallsæti með þessum góða útisigri á nýliðunum sem hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu þremur heimaleikjum sínum.

Valsmenn skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleik - myndir

Valsmenn fóru í gang í kvöld eftir þrjá tapleiki í röð í Pepsi-deild karla og unnu 4-0 stórsigur á Keflvíkingum á Vodafonevellinum á Hlíðarenda. Sigurinn skilaði Valsmönnum upp í fjórða sæti deildarinnar.

Haukar fengu á sig fyrsta markið og töpuðu stigum í uppbótartíma

Karl Brynjar Björnsson tryggði Þrótti stig á móti toppliði Hauka í 1. deild karla í fótbolta í kvöld þegar hann skoraði jöfnunarmark á annarri mínútu í uppbótartíma. Þetta var jafnframt fyrsta markið sem er skorað á Daða Lárusson, markvörð Hauka í sumar.

Frakkar á sigurbraut - unnu Serba í kvöld

Franska fótboltalandsliðið fylgdi á eftir 3-2 sigri á Íslandi á sunnudaginn með því að vinna 2-0 sigur á Serbum í Reims í kvöld. Þetta var þriðji sigur Frakka í röð en þeir unnu einnig Þjóðverja í vináttulandsleik í febrúar.

Bolt að komast í Ólympíugírinn - hljóp 100 m á 9.76 sek.í kvöld

Usain Bolt náði besta tíma ársins og áttunda besta tíma sögunnar þegar hann hljóp 100 metrana á 9.76 sekúndum á móti í Róm í kvöld. Bolt hljóp á miklu betri tíma en í síðustu viku þegar hann kom í mark á "aðeins" 10.04 sekúndum á móti í Ostrava.

Þjóðverjar unnu síðasta leikinn fyrir EM

Þýskaland vann 2-0 sigur á Ísrael í kvöld í síðasta æfingaleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst eftir rúma viku. Þýska landsliðið var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð þar á meðal 3-5 fyrir Svisslendingum um síðustu helgi en sá leikur var spilaður í Basel í Sviss.

33. sigurinn í húsi hjá Kiel - vantar nú bara einn í fullkomið tímabil

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í THW Kiel unnu ellefu marka útisigur á botnliði Eintracht Hildesheim, 35-24, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en þetta var fyrsti leikur Kiel eftir að liðið vann Meistaradeildina um síðustu helgi. Kiel var sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13, og þurfti ekki að hafa mikið fyrir þessum sigri.

Orri Freyr fylgir Óskari Bjarna til Viborg

Orri Freyr Gíslason, línumaður Vals í N1 deild karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við danska félagið Viborg. Orri Freyr mun því fylgja þjálfara sínum Óskari Bjarna Óskarssyni til danska félagsins en Óskar Bjarni mun þjálfa liðið á næsta tímabili.

Suarez forvitnast um Juventus

Luis Suarez, framherji Liverpool, virðist ekki alveg vera búinn að útiloka þann möguleika að hann fari frá Liverpool. Hann hefur verið í sambandi við landa sinn sem leikur með Juventus.

Lampard ekki með á EM | Henderson inn

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur nú staðfest að Frank Lampard muni ekki spila með enska landsliðniu á EM í sumar vegna meiðsla.

Christiansen leggur skóna á hilluna

Hinn magnaði danski hornamaður Lars Christiansen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna ferugur að aldri. Christiansen er ekki í Ólympíuhópi Dana og hann tilkynnti í kjölfarið að skórnir væru farnir á hilluna.

Liverpool búið að ná samkomulagi við Swansea

Liverpool er búið að ná samkomulagi við Swansea um bætur vegna knattspyrnustjórans Brendan Rodgers. Það stendur því lítið í vegi fyrir því að hann geti tekið við Liverpool-liðinu.

Sauber skar bílinn í tvennt

Sauber-liðið svissneska í Formúlu 1 hefur nú tekið bíl sinn í sundur. Það er ekki í hefðbundnum skilningi heldur hefur bílinn einfaldlega verið skorinn í herðar niður, ef svo má segja.

Helmingur enskra býst við mistökum hjá sínu liði

Slæm mistök og dramatík hafa elt enska landsliðið á röndum í mörg ár. Rob Green gaf skelfilegt mark á HM 2010, Lampard skoraði þá mark gegn Þjóðverjum sem átti að standa og svona mætti áfram telja. Stuðningsmenn enska landsliðsins eiga von á fleiri dramatískum atvikum á EM.

ÍBV kvartar undan Silfurskeiðinni

Knattspyrnudeild ÍBV hefur ákveðið að senda inn formlega kvörtun til KSÍ vegna hegðunar stuðningsmanna Stjörnunnar á leik liðanna í Eyjum í vikunni.

Allir í fiski í Laxá

"Menn voru mjög spenntir þegar menn lögðust til hvílu. Þetta gekk síðan ljómandi vel í morgun, fiskur er vænn og menn eru að sjá töluvert mikið af fiski“

Villa of lítið félag fyrir Martinez

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, er hæstánægður með að stjórinn, Roberto Martinez, skuli ekki hafa farið til Liverpool eða Aston Villa. Hann verður að öllum líkindum áfram með Wigan.

Bayern liggur ekkert á að semja við Dzeko

FC Bayern München er í framherjaleit og umboðsmaður Edin Dzeko, leikmanns Man. City, hefur komið þeim skilaboðum á framfæri til liðsins að Dzeko sé til í að koma þangað.

Lampard meiddur | Ætlar ekki að hætta í landsliðinu

Meiðslavandræðum enska landsliðsins fyrir EM er ekki lokið en miðjumaðurinn Frank Lampard meiddist í gær. Jordan Henderson bíður á hliðarlínunni, tilbúinn að taka hans pláss ef Lampard getur ekki farið með á EM.

Þetta er að verða betra og betra hjá okkur

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti í gær að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð þegar liðið tapaði á móti Svíum í Gautaborg aðeins þremur dögum eftir að liðið missti niður 2-0 forystu á móti Frökkum. Íslenska liðið missti frá sér leikinn á móti Frökkum á lokasprettinum en að þessu sinni var það slæm byrjun sem fór með möguleika íslenska liðsins.

Draumariðill í Lundúnum

Ísland slapp við gull- og silfurliðin frá EM í Serbíu þegar dregið var í riðla fyrir Ólympíuleikana í Lundúnum – en fékk í staðinn Bretland og Argentínu. Ísland er einnig í riðli með Frakklandi, Svíþjóð og Túnis. Strákarnir hefja leik 29. júlí.

Nasistakveðjur og gyðingahatur í EM-löndunum

Evrópumótið í knattspyrnu er handan við hornið en mótið verður haldið í Póllandi og Úkraínu. Sum þátttökulandanna hafa varað landa sína við því að ferðast á mótið og það ekki að ástæðulausu miðað við umfjöllun Panorama á BBC-sjónvarpsstöðinni.

Casillas setti nýtt met í kvöld - enginn unnið fleiri landsleiki

Iker Casillas, fyrirliði Real Madrid og spænska landsliðsins, setti nýtt met í kvöld þegar Spánn vann 4-1 sigur á Suður-Kóreu í vináttulandsleik sem fór fram í Bern í Sviss. Casillas kom inn á sem varamaður í hálfleik og fékk ekki á sig mark þær 45 mínútur sem hann spilaði.

Sjá næstu 50 fréttir