Handbolti

Sverre og Ásgeir Örn ekki með landsliðinu | Sigurgeir Árni inn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með Íslandi á EM í Serbíu.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með Íslandi á EM í Serbíu. Nordic Photos / AFP
Guðmundur Guðmundsson hefur valið 20 leikmenn í undirbúningshóp fyrir landsleiki Íslands og Hollands í undankeppni HM 2013.

Sverre Jakobsson gat ekki gefið kost á sér vegna meiðsla og hefur Sigurgeir Árni Ægisson, leikmaður Kristiansund í Noregi, verið kallaður inn í hans stað.

Þá mun Ásgeir Örn Hallgrímsson ekki taka þátt í verkefninu af persónulegum ástæðum.

Leikirnir gegn Hollandi fara fram dagana 10. og 16. júní næstkomandi, sá fyrri hér á landi. Í húfi er sæti á HM á Spáni í janúar næstkomandi.

Landsliðshópurinn:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Alexander Pettersson, Fuchse Berlin

Arnór Atlason, AG Köbenhavn

Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld

Aron Pálmarsson, Kiel

Bjarki Már Elísson, HK

Guðjón Valur Sigurðsson, AG Köbenhavn

Ingimundur Ingimundarson, Fram

Kári Kristján Kristjánsson Wetzlar

Ólafur Gústafsson, FH

Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK

Ólafur I. Stefánsson, AG Köbenhavn

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club

Sigurgeir Árni Ægisson, Kristiansund HK

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce




Fleiri fréttir

Sjá meira


×