Fleiri fréttir

Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum

Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi.

Berbatov spenntur fyrir Anzhi í Rússlandi

Umboðsmaður Búlgarans Dimitar Berbatov segir að kappinn myndi hafa áhuga á því að ganga til liðs við rússneska félagið Anzhi ef tilboð bærist.

Fyrirliðinn missir mögulega af HM í Brasilíu

Óvíst er hvort að Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, geti spilað með Íslandi á HM í Brasilíu sem hefst eftir rúmar tvær vikur.

Erfið staða hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson er í 44.-60. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í Bandaríkjunum. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 en hann þarf að leika mun betur til þess að komast í hóp 15-20 efstu sem komast áfram að loknum fjórða keppnisdegi.

Umfjöllun og viðtöl: KR-Keflavík 70-84

Keflavíkurkonur fögnuðu sínum sjötta sigri í röð í Iceland Express deild kvenna eftir að þær unnu fjórtán stiga sigur á KR, 84-70 í toppslag deildarinnar í DHL-höllinni í kvöld. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir áttu báðar frábæran leik í kvöld og það er ljóst að Keflavíkurkonur eru komnar á mikið skrið eftir erfiða byrjun.

Krzyzewski náði einstökum áfanga

Mike Krzyzewski, þjálfari Duke, varð síðustu nótt sigursælasti þjálfarinn í bandaríska háskólaboltanum. Hann vann þá sinn 903. leik á ferlinum.

Atletico valtaði yfir Þóri og félaga

Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir pólska liðið Kielce í kvöld sem steinlá á heimavelli sínum fyrir spænska liðinu Atletico Madrid í Meistaradeildinni.

Rakel Dögg í miklu stuði

Landsliðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir fór mikinn í norska liðinu Levanger í kvöld sem vann góðan sigur á Fredrikstad, 20-18.

Úrslit kvöldsins í IE-deild kvenna

Fjórir leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Keflavík, Snæfell, Njarðvík og Haukar unnu öll sigra í leikjum sínum.

Gylfi bjargaði Haukum í Eyjum

Haukar urðu í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbikars karla er Haukarnir mörðu sigur, 17-19, á ÍBV í Eyjum.

Bianchi í mikilvægri vinnu með Ferrari

Formúlu 1 lið héldu áfram að prófa unga ökumenn um borð í bílum sínum á Abú Dabí brautinni í dag eins og í gær. Frakkinn Jean Eric Vergne a Red Bull náði aftur besta tíma á Yas Marina brautinni. Landi hans Jules Bianchi sem er varaökumaður Ferrari náði næstbesta tíma. Ökmenn eru m.a. að prófa Pirelli dekk fyrir næsta ár á æfingunum í Abú Dabí.

Tólf ára strákur hafnaði Chelsea

Jordan Young, tólf ára miðjumaður hjá unglingaliði Swindon Town, fékk á dögunum samningstilboð frá stórliði Chelsea en strákurinn ákvað að vera áfram hjá Swindon þar sem hann hefur spilað frá því að hann varð átta ára gamall.

Birgir Leifur þarf að gera betur

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er jafn sex öðrum í 22. sæti á öðru stigi fyrir PGA-mótaröðina. Fyrsti hringurinn var leikinn í dag.

Bannan kærður fyrir ölvunarakstur

Barry Bannan, leikmaður Aston Villa og skoska landsliðsins, hefur verið kærður fyrir ölvunarakstur en hann klessukeyrði bifreið sína á hraðbraut í Englandi í síðasta mánuði.

Walker vill komast á EM með Englandi

Kyle Walker, bakvörðurinn öflugi hjá Tottenham, stefnir að því að komast í EM-hóp Englands næsta sumar en hann átti góðan leik þegar að England vann 1-0 sigur á Svíum í vináttulandsleik í gær.

Dýrt tap hjá Füchse Berlin

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í liði Füchse Berlin máttu þola tap, 24-29, á heimavelli gegn ungverska liðinu MKb Veszprém í Meistaradeildinni í kvöld.

Bayern ætlar ekki að selja í janúar

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, hefur útilokað að félagið muni selja leikmenn þegar að opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin næstu.

Bento: Við verðum ekki Evrópumeistarar

Paulo Bento, landsliðsþjálfari Portúgals, sagði eftir 6-2 sigur sinna manna á Bosníu í gær að Portúgal sé ekki eitt þeirra liða sem er hvað líklegast til að verða Evrópumeistari í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Tiger og gamli kylfusveinninn saman í ráshóp

Tiger Woods og Adam Scott hafa verið dregnir saman í holl í Forsetabikarnum í golfi en augu flestra munu sjálfsagt beinast að Tiger og Steve Williams, kylfusveini Scott.

Zlatan fær falleinkunn hjá enskum blaðamönnum

Zlatan Ibrahimovic hefur aldrei átt í vandræðum með að hrósa sjálfum sér. Ibrahimovic heillaði ekki enska íþróttafréttamenn í vináttuleik Svía og Englands í gær. Og flestir enskir fjölmiðlar gefa framherjanum falleinkunn, og helstu einkenni fótboltamannsins séu leti og hroki.

Williams staðfestir viðræður við Raikkönen

Frank Williams hefur staðfest ári í viðtali við MTV3 sjónvarpsstöðina í Finnlandi að lið hans sé í viðræðum við Finnann Kimi Raikkönen um að aka með liðinu í Formúlu 1 á næsta ári. Oscar Saari, sem er Formúlu 1 sérfræðingur stöðvarinnar ræddi við Williams um áhuga hans á Raikkönen og hann sagði að það væri ekkert leyndarmál að liðið hefði mikinn áhuga á Raikkönen

Trapattoni: Við getum gert eins og Grikkir

Giovanni Trapattoni er þjóðhetja á Írlandi eftir að hafa komið landsliðinu á sitt fyrsta stórmót í áratug. Írar unnu 5-1 samanlagðan sigur á Eistlendingum í umspili fyrir EM 2012 í Póllandi og Úkraínu á næsta ári.

Fram og Valur mætast í bikarnum

Kvennalið Fram og Vals mætast í 8-liða úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna en dregið var í bæði karla- og kvennaflokki nú í hádeginu.

Bókin Stórlaxar komin út

Gunnar Bender og Þór Jónsson voru nýlega að gefa út bókina Stórlaxar. Þar er að finna viðtöl við þekkta veiðimenn sem og frásagnir þeirra af skemmtilegum veiðitúrum.

John Terry ætlar ekki að hætta

John Terry segir að það komi ekki til greina að gefa fyrirliðastöðu enska landsliðsins frá sér sjálfviljugur en hann hefur mátt standa í ýmsu síðustu daga og vikurnar.

Guðmundur Reynir á leið í Harvard

Einn besti leikmaður Íslandsmótsins síðasta sumar, KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, er að öllum líkindum á leið til Bandaríkjanna eftir áramót þar sem hann hefur komist inn í skiptinám í hinum heimsfræga Harvard-háskóla.

Jóhannes: Ég hef enn engin svör fengið

Jóhannes Valgeirsson hefur ekki dæmt leik á vegum Knattspyrnusambands Íslands á þessu ári. Hann frétti það í fjölmiðlum í mars á þessu ári að hann hefði verið tekinn af dómaralista KSÍ. Hann segist ekki vita hvaða ástæður liggi þar að baki.

Ronaldo hetja Portúgal sem komst á EM

Portúgal tryggði sér í kvöld síðasta farseðilinn á EM í knattspyrnu með 6-2 sigri á Bosníumönnum í hreint mögnuðum leik. Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala líkt og svo oft áður.

Villa bjargaði Spánverjum frá niðurlægingu

Heimsmeistarar Spánverja ollu miklum vonbrigðum annan leikinn í röð er þeir sóttu Kosta Ríka heim í kvöld. Spánverjar mörðu jafntefli með marki í uppbótartíma.

Sjá næstu 50 fréttir