Fleiri fréttir

Tomasz Kuszczak: Ég er orðinn þræll Manchester United

Pólski markvörðurinn Tomasz Kuszczak sem fær ekki mörg tækifæri hjá Manchester United þessa dagana og hann hefur nú kvartað opinberlega undan meðferð sinni hjá félaginu. Kuszczak vill fara frá United og var mjög óhress með að Manchester United kom í veg fyrir að hann færi á láni til Leeds.

Eins árs keppnisbann hjá íslenskum kylfingi

Aganefnd Golfsambands Íslands hefur úrskurðað íslenskan kylfing í eins árs keppnisbann en hann var staðinn að því að breyta skori sínu á skorkorti eftir að því hafði verið skilað inn eftir keppni. Fréttavefurinn Kylfingur.is greinir frá.

Button: Yas Marina brautin tilkomumikil

Jenson Button hjá McLaren varð í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel á Red Bull í síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Indlandi á nýrri braut og Button keppir í Abú Dabí um næstu helgi. Button er í öðru sæti í stigakeppni ökumanna, en Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna.

AG tapaði 1000 milljónum kr. - þungur rekstur hjá Íslendingaliðinu

Rekstur danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn virðist vera afar þungur samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Á síðasta rekstrarári nam tap félagsins um 1 milljarði ísl. kr. Stór hluti íslenska landsliðsins leikur með AG, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Guðmundsson er samningsbundinn félaginu.

Chelsea ætlar að selja nafnið á Stamford Bridge

Chelsea hefur ákveðið að ná sér í aukatekjur með því að selja nafnið á Stamford Bridge leikvanginum sínum og mun félagið tilkynna um nýjan styrktaraðila og nýtt nafn á vellinum á nýja árinu.

Engin rjúpnaveiði næstu helgi

Eins og flestir veiðimenn eiga að vita þá er rjúpnaveiði bönnuð næstu helgi samkvæmt úrskurði Umhverfisráðherra en veiðin heldur áfram næstu tvær helgar þar á eftir áður en tímabilinu þetta árið lýkur.

Víðidalsá - Uppgjör 2011

Veiði lauk í Víðidalsá þann 24 september og var lokatala úr ánni 747 laxar á land. Oft hafa sést hærri tölur úr þessari rómuðu stóralaxaá en hlutfall stórlaxa var sem fyrr afar hátt.

Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út

Fimmta tölublað vef-tímaritsins Veiðislóð er komið út. Eitt blað eftir af tilraun þeirra félaga á www.votnogveidi.is og verður fróðlegt að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér með framhald á þessu tímariti.

Sagan endurtekur sig

Árið 1999 skrifaði Hilmar Hansson þáverandi formaður Landssambands Stangaveiðifélaga grein í Morgunblaðið um glórulaust laxeldi hérlendis. Greinina mætti nú birta aftur - og það óbreytta. Hana má í það minnsta lesa hér að neðan, og gæti hún allt eins verið rituð nú í morgun:

Boxarinn heimsfrægi Joe Frazier er látinn

Joe Frazier, heimsmeistari í þungavigt boxsins á árunum 1970 til 1973, lést í gær eftir stutta baráttu við krabbamein. Frazier greindist með krabbamein í lifur fyrir aðeins nokkrum vikum og lá inn á sjúkrahúsi í Philadelphiu þegar hann lést.

Luis Suárez: Ég kallaði Evra bara það sem liðsfélagarnir kalla hann

Liverpool-maðurinn Luis Suárez tjáði sig um ásakanirnar á hendur honum við komuna til Úrúgvæ þar sem hann er að fara að spila með landsliðinu. Manchester United maðurinn Patrice Evra sakaði Suárez um kynþáttafordóma gagnvart sér í leik Liverpool og Manchester United 15.október síðastliðinn.

Yaya Toure: Man. City liðið fullorðnaðist eftir kvöldið í München

Yaya Toure og félagar í Manchester City hafa verið í miklum ham síðustu vikur og eru búnir að vinna átta leiki í röð síðan að liðið fór til München í lok september. Toure segir Meistaradeildarleikinn í München og atburðina eftir hann hafa verið þroskandi fyrir liðið.

Guðjón: Þeir vita hvað þeir eru að fá

Guðjón Þórðarson, einn sigursælasti þjálfari íslenskrar knattspyrnu, er mættur í deild þeirra bestu á nýjan leik. Hann skrifaði í fyrrakvöld undir þriggja ára samning við Grindavík. Guðjón snýr því aftur í efstu deild eftir tæplega fjögurra ára fjarveru en hann þjálfaði síðast Skagamenn fram á mitt sumar 2008.

Naumur sigur Snæfellinga - myndir

Snæfell tók í gær stórt skref í átt að undanúrslitum Lengjubikarkeppni karla eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í gær, 95-94.

Magnús Þórir genginn í raðir Fylkis

Keflvíkingurinn Magnús Þórir Matthíasson er orðinn leikmaður Fylkis en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Di Maria frá í mánuð

Angel Di Maria, leikmaður Real Madrid, verður frá næsta mánuðinn og missir til að mynda af næstu leikjum argentínska landsliðsins í undankeppni HM 2014.

Björk til liðs við Breiðablik

Björk Gunnarsdóttir skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Val.

Njarðvík lagði Keflavík - öll úrslit kvöldsins

Fjórir leikir fóru fram í Lengjubikarkeppni karla í kvöld. KR og Þór Þorlákshöfn unnu sigra í sínum leikjum en mest kom þó á óvart sigur Njarðvíkinga á grönnum sínum í Keflavík.

Þriðji sigur Hellas Verona í röð

Emil Hallfreðsson spilaði sem fyrr allan leikinn þegar að Hellas Verona vann í kvöld góðan 1-0 útisigur á Bari í ítölsku B-deildinni.

Aron skoraði í Íslendingaslag

Aron Jóhannsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni er lið hans, AGF, gerði 1-1 jafntefli við SönderjyskE á útivelli í kvöld.

Hamilton vill vinna tvö síðustu mótin

Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu.

Agger: Leikmenn Liverpool eru stundum eins og hauslausir kjúklingar

Daniel Agger, varnarmaður Liverpool og danska landsliðsins, kallar eftir betri frammistöðu Liverpool-liðsins ætli það ekki að missa af Meistaradeildarfótbolta enn eitt árið. Liverpool náði aðeins markalausu jafntefli á heimavelli á móti Swansea City um helgina.

Schumacher segir óvenjulega stemmningu í Abú Dabí

Formúlu 1 mót fer fram í Abú Dabí um næstu helgi og Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes mæta til leiks á mótsvæði sem var notað í fyrsta skipti árið 2009 í Formúlu 1. Mótið hefst í dagsbirtu, en lýkur á flóðlýstri braut, þar sem það hefst seint að degi til.

Bara 8 af 660 starfmönnum Man. United vissu um stúkuskírnina

Sir Alex Ferguson, var heiðraður um helgina þegar hann hélt upp á 25 ára afmæli sitt sem stjóri Manchester United. Félagið ákvað að endurskíra Norðurstúku Old Trafford „Sir Alex Ferguson Stand" í tilefni dagsins og skoski stjórinn hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi.

Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur

Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvölsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni.

Settu alla leikmenn liðsins á sölulista

Forráðamenn eins stærsta félagsins í Mexíkó eru langt frá því að vera ánægðir með gengi síns liðs enda hefur lítið gengið hjá America-liðinu að undanförnu.

Spánverjar unnu alla sína leiki á Supercup

Spænska handboltalandsliðið tryggði sér sigur á Supercup í Þýskalandi um helgina með því að vinna alla sína leiki á þessu sterka æfingamóti. Spánverjar unnu Svía, Dani og Þjóðverja.

Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið

Það voru vægast sagt erfiðar aðstæður til rjúpnaveiða í Breiðdal og á Jöklusvæðinu sl. helgi er veiðar hófust. Engin snjór og nánast sumarhiti niður í dölunum á föstudag og lítið um rjúpu á hefbundnum svæðum. En það var eins gott að nýja svæðið upp á Jökuldalsheiði var með því þar var nægur snjór og rjúpa líka!

Strákarnir skora lítið í spænska körfuboltanum

Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson hafa ekki verið að skora mikið með liðum sínum í spænsku úrvaldeildinni að undanförnu og þeir voru aðeins með tvö stig samanlagt um helgina.

Petr Cech: Ég myndi líta út eins og Leðurblökumaðurinn

Petr Cech, markvörður Chelsea, varð fyrir því óláni að nefbrotna í leiknum á móti Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni um helgina og það er því óvíst með þáttöku hans með tékkneska landsliðinu í umspilsleikjunum um sæti á Evrópumótinu næsta sumar.

Stjóri Guðlaugs Victors rekinn í gær

Colin Calderwood, stjóri skoska liðsins Hibernian, var í gær rekinn út starfi en liðið hafði aðeins unnið 12 af 49 leikjum sínum undir hans stjórn og tapaði 1-0 á heimavelli á móti Dunfermline um helgina.

Sitjandi stjórnarmenn hafa allir gefið kost á sér

Skrifstofa félagsins hefur í dag móttekið framboð Árna Friðleifssonar, Bernhards A. Petersen og Hilmars Jónssonar til stjórnar SVFR. Ljóst er því að þeir munu óska eftir áframhaldandi umboði til starfa fyrir félagið næstu tvö árin.

Fyrsta fluguveiðisumarið í Eldvatnsbotnum

Í sumar var í fyrsta sinn var aðeins leyfð fluguveiði í Eldvatnsbotnum í Meðallandi. Það virðist ekki hafa haft áhrif á veiðitölur á svæðinu. Eldvatnsbotnar fara ekki varhluta af bannsettri Steinsugunni, því mikill meirihluti sjóbirtingsins er bitinn og særður. Sérstaklega á þetta við um stærri birtinginn sem virðist, líkt og í Tungufljóti, einfaldlega allur vera soginn.

Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum?

Miðað við þau útboð sem hafa verið síðustu mánuði og vikur er ljóst að einhverjar ár muni hækka næsta sumar og sumar mikið. Nýlegt 111 milljóna tilboð í Þverá kemur þannig út að meðalverð á stöngina er um 100.000 kr, þ.e.a.s. kostnaðarverð leigutaka. Hvernig þetta skilar sér svo í verðum til veiðimanna er ekki útséð ennþá.

Beckham og félagar komnir í úrslitaleikinn

David Beckham og félagar í Los Angeles Galaxy eru komnir alla leið í úrslitaleikinn um bandaríska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir 3-1 sigur í undanúrslitaleik á móti Real Salt Lake í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir