Fleiri fréttir

Kvennalið KR í körfunni búið að semja við Kana

Kvennalið KR hefur samið við bandarískan leikstjórnanda fyrir komandi átök í körfuboltanum. Leikmaðurinn heitir Reyana Colson og spilaði með Cal Poly Pomona í bandaríska háskólaboltanum á síðasta ári.

Gabriel Obertan semur við Newcastle

Franski kantmaðurinn Gabriel Obertan er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Obertan skrifaði undir fimm ára samning við félagið en kaupverðið er talið vera þrjár milljónir punda eða sem nemur um 567 milljónum íslenskra króna.

Landsleik Englands og Hollands aflýst

Enska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa æfingaleik Englands og Hollands sem fram átti að fara á Wembley á miðvikudagskvöld. Ástæðan eru óeirðirnar í London undanfarna þrjá daga.

Elísabet Gunnarsdóttir til liðs við Fram

Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir er genginn til liðs við Fram. Elísabet, sem kemur úr Stjörnunni, skrifaði undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið.

Grétar Rafn: Mæti ekki með hálfum huga

Grétar Rafn Steinsson segir í viðtali í Fréttablaðið að hann geti ekki tekið þátt í næstu leikjum íslenska landsliðsins vegna vandamála hans utan vallar. Það sé gert „með sorg í hjarta“ en hann muni gefa aftur kost á sér í liðið eftir áramót.

Helga Margrét: Fer bara í réttirnar í staðinn

Helga Margrét Þorsteinsdóttir er ekki enn komin af stað eftir meiðslin sem hún varð fyrir á EM unglinga á dögunum. Hún er búin að afskrifa það að ná lágmörkum fyrir HM í Kóreu og leggur nú áherslu á að losna alveg við meiðslin sem hafa hrjáð hana.

Draumamark hjá Gunnari Heiðari

Eyjapeyinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Norrköping á útivelli gegn Halmstad um helgina. Gunnar Heiðar tók boltann á lofti fyrir utan teig og klippti hann í netið.

Beckenbauer: Mario Götze er okkar Messi

Þýska goðsögnin Franz Beckenbauer er yfir sig hrifinn af Mario Götze hjá þýsku meisturunum í Borussia Dortmund. Götze er 19 ára gamall og er í landsliðshóp Þjóðverja í vináttulandsleiknum á móti Brasilíu í vikunni.

Daily Mail: Carlos Tevez búinn að missa fyrirliðabandið hjá City

Carlos Tevez mætti í fyrsta sinn á æfingu hjá Manchester City í dag eftir að hafa fengið 21 dags frí hjá Roberto Mancini eftir Copa America keppnina. Framtíð Argentínumannsins hjá félaginu hefur verið í miklu uppnámi allt þetta ár eftir að hann lét óánægju sína í ljós og heimtaði það að vera seldur.

Búið að fresta tveimur leikjum vegna óeirðanna í London

Óeirðirnar í London eru farnar að hafa áhrif á enska fótboltann því það er búið að fresta tveimur leikjum í enska deildarbikarnum sem áttu að fara fram í London annað kvöld. Lundúnarlögreglan óskaði eftir því að leikirnir færu ekki fram.

AG ætlar að spila Meistaradeildarleiki í Parken í vetur

Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vakti mikla athygli í vor þegar liðið spilaði úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta á fótboltavellinum í Parken. Framundan eru leikir í Meistaradeild Evrópu og það hefur verið ákveðið að "flottustu" heimaleikirnir fari fram í Parken.

Henderson hjá Liverpool: Ætla að komast á sama stall og Wilshere

Jordan Henderson er mjög spenntur fyrir fyrsta tímabilinu sínu með Liverpool og er staðráðinn að reyna fara sömu leið upp metorðastigann og Jack Wilshere gerði hjá Arsenal á síðustu tímabilum. Liverpool keypti Henderson á 16 milljónir punda frá Sunderland í sumar.

Blikastaðaós í Korpu er pakkaður af laxi

Ágæt veiði hefur verið í Korpu/Úlfarsá að undanförnu. Vatnsmagn er með besta móti og gríðarlegt magn af laxi sést í árósnum við Blikastaðavog á hverju flóði. Að sögn Júlíusar Ásbjörnssonar veiðivarðar er það mikið sjónarspil að fylgjast með laxatorfunum á vognum, stökkvandi laxar út um allt og oftar en ekki eru það þaulsetnir veiðimenn á neðsta veiðistaðnum sem fæla laxinn frá því að ganga upp í ána.

Dawson: Stefnum á fjögur efstu sætin

Michael Dawson miðvörður Tottenham í ensku úrvalsdeildinni segir Tottenham setja markið á fjögur efstu sætin í deildinni. Leikmenn sem stuðningsmenn vilji komast aftur í Meistaradeildina.

Lampard með sýkingu í hálsi - missir af Hollandsleiknum

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, hefur bæst í hóp miðjumanna enska landsliðsins sem missa af vináttulandsleiknum á móti Hollandi á Wembley á miðvikudaginn. Hann er veikur, glímir við sýkingu í hálsi, og hefur yfirgefið herbúðir enska landsliðsins.

Rooney: Við tókum City-liðið í kennslustund

Wayne Rooney, framherji Mancehester United, var ánægður með ungu strákana á móti Manchester City í gær og er á því að Manchester United hafi gefið, nágrönnum sínum og væntanlegum erkifjendum á komandi tímabili, skýr skilboð með því að vinna 3-2 sigur í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn á Wembley.

Aftur stórsigur hjá Andrési Má og félögum í Haugesund

Andrés Már Jóhannesson hefur byrjað vel með Haugesund í norsku úrvalsdeildinni en liðið vann 4-1 útisigur á Start í kvöld. Haugesund keypti Andrés frá Fylki á dögunum og hann fór beint inn í byrjunarlið liðsins með góðum árangri.

Fjórar íslenskar stelpur í byrjunarliðinu í tapi Kristianstad

Elísabet Gunnarsdóttir og liðsmenn hennar í Kristianstad töpuðu 1-3 á útivelli á móti Linköping í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Liðin höfðu gert markalaust jafntefli á heimavelli Kristianstad fyrir átta dögum. Kristianstad er áfram í sjötta sæti deildarinnar en er nú aðeins einu stigi á undan Linköping.

Cleverley í enska landsliðið - Carrick og Wilshere meiddir

Tom Cleverley hefur verið valinn í enska landsliðið í knattspyrnu sem mætir Hollandi í æfingaleik á miðvikudagskvöld. Jack Wilshere og Michael Carrick hafa báðir þurft að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla.

Joe Hart þrefaldar launin sín hjá Man City

Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Manchester City. Talið er að Hart þreföldi vikulaun sín með nýjum samningi.

Táningur til Arsenal á 12 milljónir punda

Alex Oxlade-Chamberlain, 17 ára leikmaður Southamption í ensku C-deildinni, er í læknisskoðun hjá Arsenal. Breskir fjölmiðlar greina frá þessu og er kaupverðið talið vera tólf milljónir punda eða sem nemur um 2,2 milljörðum íslenskra króna.

Markvarðavandræði hjá KR-ingum

Hannes Þór Halldórsson markvörður KR-inga var einn fimm leikmanna sem dró sig út úr landsliðshópi Íslands sem leikur æfingaleik gegn Ungverjum ytra á miðvikudag. Hannes glímir við meiðsli á hendi.

Gaupahornið - Guðmundur rússneski

Guðjón Guðmundsson hitti einn heitasta stuðningsmann KR-inga, Guðmund Kr. Kristjánsson, á KR-vellinum. Guðmundur skoðar ættartré allra leikmanna KR og snýr einnig nöfnum leikmanna yfir á rússnesku.

Markasyrpa úr 14. umferð Pepsi-deildar karla

Pepsi-mörkin á Stöð2 Sport í gærkvöldi voru gerð upp með markasamantekt í takt við „Stick'em up“, eitt af vinsælustu lögum íslensku rappsveitarinnar Quarashi.

Upplýsingar um laun leikmanna Blackburn láku út

Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn Rovers vill losna við nokkra leikmenn af launaskrá félagins. Upplýsingar um laun leikmannanna umræddu voru tekin saman í skjal til upplýsinga fyrir áhugasöm félög en hefur lekið út.

Ólafur Kristjánsson og skilgreining á krísu

Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks hefur hvatt tvo íþróttafréttamenn til þess að fletta upp orðinu krísa í íslenskri orðabók undanfarnar vikur. Hörður Magnússon tók hann á orðinu og fletti því upp í Pepsi-mörkunum á Stöð2 Sport í gærkvöldi.

Sjöberg viðurkennir kókaínneyslu

Svíinn Patrick Sjöberg, fyrrum heimsmethafi í hástökki, hefur viðurkennt að hafa greinst með kókaín í lyfjaprófi. Prófið var ekki framkvæmt í tengslum við keppni og fór Sjöberg ekki í keppnisbann af þeim sökum.

Sigrún komin heim og búin að semja við KR

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skrifaði í hádeginu undir samning við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og mun spila með liðinu í vetur. Sigrún lék síðasta vetur með franska liðinu Olympique Sannois Saint-Gratien en var síðast í Hamar þegar hún spilaði síðast heima veturinn 2009-2010.

Sneijder segist til sölu fyrir rétta upphæð

Hollenskir fjölmiðlar hafa eftir Wesley Sneijder leikmanni Inter í Mílanó að hann sé til sölu fyrir rétta upphæð. Sneijder hefur þrálátlega verið orðaður við Manchester-félögin City og United undanfarið.

Reykvískir unglingar stóðu sig vel í Skotlandi

Reykvískir unglingar stóðu sig vel í frjálsíþróttakeppni á stóru íþróttamóti í Skotlandi sem lauk um helgina. Reykjavík vann til verðlauna í frjálsum íþróttum, júdó og sundi.

Dein um Wenger: Auðvelt að reka en erfiðara að ráða einhver betri

David Dein, fyrrum stjórnarformaður Arsenal, segir Arsene Wenger enn hafa mikinn metnað og sigurvilja. Wenger hefur legið undir gagnrýni undanfarin misseri vegna titlaleysis. Dein bendir á að auðvelt sé að reka knattspyrnustjóra en erfiðara að finna betri mann í starfið.

Fyrrum Liverpool stjarna tekur við landsliði Makedóníu

Walesverjinn John Toshack hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari landsliðs Makedóníu í knattspyrnu. Toshack, sem er 62 ára gamall, hefur komið víða við og meðal annars þjálfað Real Madrid og landslið Wales.

Fimm stjörnu Stjörnumenn - myndir

Stjarnan vann í gær 5-1 sigur á Þór þrátt fyrir að hafa leikið manni færri í rúman hálfleik. Garðar Jóhannsson skoraði þrennu.

Frábært í Hítará

Um miðjan júlí var útlitið ekkert sérlega bjart á Hítarárbökkum. Upp úr 20. júlí komu hins vegar stórar göngur í ána sem breyttu stöðunni heldur betur.

Veiðin gengur vel í Mýrarkvísl

Veiðin er búin að góð í Mýrarkvísl í sumar. Seinasta holl var með 18 laxa á þremur dögum sem er bara stórfínt. Þar af voru 5 stórlaxar og eru þá búnir að veiðast sennilega um 15-20 stórlaxar úr ánni af 49 löxum sem er alveg ótrúlegt flott hlutfall. Þar af hefur einn 97 cm veiðst ásam einum 96 cm maríulaxi og einum 90 cm svo eru alveg hrikalegir drekar að sveima up gljúfrin á svæði 2 þarf af einn sem eru ekki undir 25 pundum sem hefur legið í veiðistaðnum Stokk í allt sumar. Hann kemur reglulega upp og kíkir á veiðimennina sem alla jafna taka andköf.

Annar 1-0 sigur FH í röð - myndir

FH er komið upp í þriðja sæti Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á Keflavík í miklum baráttuleik á Kaplakrikavelli í gær.

Sjá næstu 50 fréttir