Fleiri fréttir

Manchester City vann Barcelona

Kapphlaupi liðanna um 17 ára gamlan miðjumann Celta Vigo, Denis Suarez, lauk í dag þegar forseti Celta staðfesti að félagið hefði tekið tilboði frá Manchester City.

Helena Sverrisdóttir semur við Hauka

Fremsta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir, hefur skrifað undir samning við Hauka um að taka að sér þjálfun efnilegustu stúlkna Hauka í sumar ásamt að þjálfa á sumaræfingum Hauka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Jónas Guðni fór meiddur af velli

Jónas Guðni Sævarsson þurfti að fara meiddur af velli snemma leiks þegar að lið hans, Halmstad, tapaði fyrir Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Van Basten spenntur fyrir stjórastöðunni hjá Chelsea

Sky Sports News hefur heimildir fyrir því að Marco van Basten sé spenntur fyrir því að taka við Chelsea-liðinu en félagið leitar nú að eftirmanni Carlo Ancelotti sem var rekinn í gær eftir tveggja ára starf.

Perez telur ökumanninn skipta meira máli í Mónakó, en á öðrum brautum

Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu telur að ökmaðurinn skipti meira máli í keppninni í Mónakó, en á öðrum brautum í Formúlu 1. Hann keppir á brautinni um næstu helgi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi. Perez er nýliði á þessu ári í Formúlu 1 en vann keppni í Mónakó í GP2 mótaröðinni í fyrra. Margir ökumenn hafa komið úr GP2 mótaröðinni í Formúlu 1.

Tveir liðsfélagar Eiðs Smára valdir í enska landsliðið

Fabio Capello valdi í dag 26 manna hóp fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni Evrópumótsins í næsta mánuði. Wayne Rooney er í leikbanni í leiknum og Bobby Zamora kemur inn í liðið á nýjan leik en hann fótbrotnaði í ágúst.

Eyjamenn höfðu ekki unnið tvo fyrstu útileiki sína í fimmtán ár

ÍBV varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar þegar Eyjamenn fóru til Keflavíkur og unnu 2-0 sigur. Tryggvi Guðmundsson og Andri Ólafsson skoruðu mörkin á fyrstu tíu mínútunum en þetta er í fyrsta sinn síðan 1996 sem Eyjaliðið vinnur tvo fyrstu útileiki sína í úrvalsdeildinni.

Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt

Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren.

Wilshere ekki með Englandi á EM í sumar

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, mun ekki spila með Englandi í úrslitakeppni EM U-21 liða í Danmörku í sumar. Stuart Pearce, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt 23 manna lokahóp sinn.

Sunnudagsmessan gerir upp tímabilið í kvöld

Tímabilið 2010-2011 í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta verður gert upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport í kvöld – og er þátturinn því alls ekki á hefðbundnum tíma. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason munu veita fjölmörg verðlaun í þættinum í kvöld sem hefst kl. 21.00. Og helstu atriðin úr þættinum verða aðgengileg á visir.is í kvöld.

Stuðningsmaður Schalke löðrungaði Neuer í bikarfögnuðinum

Manuel Neuer endaði ferilinn hjá Schalke 04 með því að taka við þýska bikarnum eftir 5-0 sigur á Duisburg í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Hinn 25 ára gamli markvörður er nú á leiðinni til Bayern Munchen eftir tveggja áratuga veru í Schalke og einn stuðningsmaður félagsins sýndi óánægju sína í verki með að Neuer skyldi ekki endurnýja samning sinn við félagið.

Schumacher og Rosberg njóta þess að keppa í furstadæminu Mónakó

Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni.

Tevez ætlaði að skrópa á sigurhátíð Man. City í dag

Forráðamenn Manchester City vöruðu Carlos Tevez við því að hann verði sektaður ákveði hann að skrópa í sigurhátið Manchester City í dag. Tevez var í gærkvöldi búinn að bóka flug heim til Argentínu í dag.

Tryggvi þríbrotinn í andlitinu og á leið í aðgerð á fimmtudaginn

Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson bar sig ótrúlega vel í dag þegar blaðamaður Vísis heyrði í honum en hann var þá mættur til vinnu daginn eftir að hafa þríbrotnað í andlitinu í 2-0 sigri ÍBV í Keflavík. Tryggvi var fluttur í sjúkrabíl til Reykjavíkur í hálfleik.

Veiðiferðirnar eru oft misjafnar

Veiðiklúbburinn Ásbjörn fór til veiða um daginn og sendi okkur eftirfarandi frétt, við tökum það fram að það hafa ekki borist neinar fréttir af aflabrögðum frá þeim félögum. Við þökkum þeim kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg:

Öskufall leikur veiðimenn grátt fyrir austan

Það leit vel út með veiði fyrir þá sem hófu veiðar í Steinsmýrarvötnum á hádegi laugardags. Aðstæður áttu hins vegar eftir að breytast eins og gefur að skilja!

Barcelona-menn hafa áhyggjur af eldgosinu í Grímsvötnum

Eldgosið í Grímsvötnum veldur forráðamönnum Barcelona miklum áhyggjum. Á laugardag keppa Barcelona og Manchester United til úrslita í meistaradeildinni og verður leikur liðanna á Wembley vellinum í Lundúnum.

Pepsimörkin: Rauða spjaldið á Fjalar markvörð Fylkis

Fjalar Þorgeirsson markvörður Fylkis fékk rautt spjald í gær í leiknum gegn Íslandsmeistaraliði Breiðabliks á Kópavogsvelli. Fylkismenn voru ekki sáttir við dóminn en þeir fengu dæmda á sig vítaspyrnu og þeir voru tveimur leikmönnum færri síðasta hálftíma leiksins.

Pepsimörkin: Rauða spjaldið sem Valur Fannar fékk gegn Blikum

Það var nóg um að vera á Kópavogsvelli í gær þegar Breiðablik lagði Fylki, 3-1, í Pepsi-deild karla í fótbolta. Umdeild atvik áttu sér stað þar sem að tveir leikmenn Fylkis fengu rautt spjald. Í myndbrotinu má sjá atvikin sem urðu til þess að Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis fékk fékk rautt spjald - og eflaust eru skiptar skoðanir um hvort dómarinn hafi rétt fyrir sér.

Tyrknesku stelpurnar komust ekki til landsins - hætt við leikina

Handknattleikssambandið hefur orðið að hætta við heimsókn tyrkneska kvennalandsliðsins til Íslands og er það vegna eldgosins í Grímsvötnum. Leikirnir áttu að fara fram í dag, mánudag og svo á miðvikudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ.

Leikur Þórs og FH fer ekki fram fyrr 13. júní

Það verður ekkert af leik Þórs og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld því leiknum hefur verið frestað annan daginn í röð. Leiknum var frestað vegna gossins í Grímsvötnum í gær en í dag var leiknum frestað vegna slæmra vallaraðstæðna á Þórsvellinm.

Pepsimörkin: Mörk og tilþrif úr 5. umferð - Skálmöld

Fimmta umferðin í Pepsi-deild karla í fótbolta hófst í gær með fimm leikjum. Að venju voru öll helstu atvikin krufin til mergjar í þættinum Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport og í þessari samantekt eru öll mörkin og tilþrifin. Hljómsveitin Skálmöld frá Húsavík leikur einnig stórt hlutverk í þessari samantekt.

Tryggvi kinnbeinsbrotnaði í Keflavík í gær

Tryggvi Guðmundsson var fluttur burtu í sjúkrabíl í hálfleik á leik ÍBV og Keflavíkur í gær eftir samstuð við Keflvíkinginn Harald Frey Guðmundsson. Nú er komið í ljós að hann kinnbeinsbrotnaði auk þess að hann er með sprungu undir auganu. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Rauða spjaldið í gær kostar Eið og félaga líklega Evrópusætið

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Fulham gerðu 2-2 jafntefli við Arsenal í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær en það voru ekki stigin sem skiptu mestu máli í leiknum. Rauða spjaldið sem varamaðurinn Zoltan Gera fékk gæti verið Fulham afar dýrkeypt.

Ancelotti var rekinn í ganginum á Goodison Park

Chelsea-menn voru ekkert að bíða með það að reka Carlo Ancelotti eftir tapleikinn á móti Everton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Mörgum finnst framkoma Chelsea gagnvart stjóra sínum vera afar harðbrjósta þó svo að enginn titill hafi komið í hús á þessu tímabili.

Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar

Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is.

NBA: Bosh í stuði þegar Miami komst í 2-1 á móti Chicago

Miami Heat hélt sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið vann 98-85 sigur á Chicago Bulls í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Miami er komið í 2-1 og vantar tvo sigra til viðbótar til þess að komast í lokaúrslitin.

Fyrirliði Fram hrinti starfsmanni Vals

Tap Fram gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld fór í skapið á leikmönnum Fram og einhverjir þeirra tóku reiði sína út á hurðum Vodafonevallarins eftir leikinn.

Rúnar: Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig

Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur með eitt stig í leikslok." Já ég held ég verði að vera það. Þetta var mjög erfiður leikur. Stjörnumenn voru mjög grimmir og léku fínan leik og við áttum í mesta basli með þá. Það var svo sem vitað fyrir fram að þetta yrði erfitt. Ég held ég verði að vera sáttur með eitt stig."

Daníel Laxdal: Veit ekki einu sinni hvort hinir voru mættir

Daníel Laxdal fyrirliði Stjörnunnar var sáttur við jafnteflið í leikslok. "Við áttum klárlega að taka þessi þrjú stig. En það var svolítið erfitt eftir að við urðum manni færi, þá sóttu þeir stíft og þá var jafntefli kannski ágætt úr því sem var komið.“

Andri: Þetta var bara leiðinlegur leikur

Andri Marteinsson þótti rétt eins og flestum áhorfendum í Víkinni leikur Víkings og Grindavíkur leiðinlegur til áhorfs. Hann sætti sig vel við 0-0 jaftefli og vildi meina að einhvern neista hafi vantað í bæði lið.

Kristján: Áttum von á svona leik

Kristján Guðmundsson þjálfari Vals var búinn að undirbúa lið sitt undir varnarsinnað leikskipulag Fram og var mjög sáttur við þá þolinmæði sem leikmenn hans sýndu til að búa til það færi sem þurfti til að sækja stigin þrjú í kvöld.

Dylan: Ég mun skora fyrir Breiðablik

„Ég er virkilega ánægður með þennan sigur, það er alltaf mikilvægt að vinna á heimavelli,“ sagði Dylan Jacob MacAllister, nýr leikmaður Breiðabliks, eftir sigurinn í kvöld.

Þorvaldur: Eitt stig í fimm leikjum mikil vonbrigði

Það var allt annað en sáttur Þorvaldur Örlygsson sem ræddi við blaðamann Vísis eftir tapið gegn Val í kvöld en engu að síður var hann sáttur við margt í leik síns liðs og brást hinn versti við gagnrýni og varði leikskipulag sitt af krafti.

Haukur Páll: Eina færið dugði

Haukur Páll Sigurðsson var að vonum sáttur í leikslok þrátt fyrir að vera þreyttur eftir harðan barning á miðjunni í sigri Vals á Fram í kvöld.

Guðmundur: Mikill stígandi í liðinu

„Fylkismenn börðust af krafti hér í kvöld og það var erfitt að eiga við þá framan af, en þegar þeir missa mennina af velli þá var sigur okkar ekki í hættu,“ sagði Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Blika, eftir 3-1 sigur gegn Fylki á Kópavogsvelli í kvöld.

Ólafur Örn: Mjög daufur leikur

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var sæmilega sáttur með leik sinna manna eftir 0-0 jafntefli í Víkinni.

Sjá næstu 50 fréttir