Fleiri fréttir

Staða West Ham versnar enn eftir tap gegn Birmingham

West Ham er dottið niður í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á markatölu eftir að hafa tapað 0-1 fyrir Birmingham í botnbaráttuslag í dag. Birmingham er einu stigi fyrir ofan fallsæti eftir þessi úrslit.

Torres í byrjunarliði Chelsea gegn Liverpool

Carlo Ancelotti er ekkert að hika við hlutina og hefur ákveðið að skella Fernando Torres í byrjunarlið Chelsea gegn Liverpool. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Sky segir Kolbein vera á leið á toppinn

Kolbeinn Sigþórsson er heldur betur búinn að stimpla sig inn i Evrópuboltann á síðustu vikum. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í einum leik á dögunum og slíkt gerist ekki á hverjum degi.

Ancelotti: Torres var engin gjöf frá Roman

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hafi keypt Fernando Torres án þess að tala við sig. Þar af leiðandi eigi þessi kaup ekkert skylt við kaupin á Andrei Shevchenko á sínum tíma.

Di Matteo rekinn frá WBA

West Bromwich Albion hefur sparkað knattspyrnustjóranum Roberto Di Matteo en liðinu hefur vegnað illa að undanförnu. WBA tapaði 3-0 fyrir Manchester City í gær en það var þrettánda tap liðsins í 18 leikjum í öllum keppnum.

Obama býður Jennifer Lopez í partý í kvöld

Þó svo uppáhaldslið Barack Obama Bandaríkjaforset hafi ekki komist í Super Bowl ætlar forsetinn samt að vera með partý í kvöld. Obama styður Chicago Bears sem var einu skrefi frá því að komast í úrslit en Green Bay vann Bears í undanúrslitunum.

Torres: Eigendurnir sviku loforð

Fernando Torres er smám saman að opna sig um ástæður þess af hverju hann ákvað að yfirgefa Liverpool. Hann segir nú að brotin loforð eigenda félagsins sé ein af ástæðunum.

Walker og Stockdale í enska landsliðinu

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt hóp sinn fyrir vináttulandsleik gegn Danmörku í næstu viku. Tveir nýliðar eru í enska hópnum að þessu sinni.

Cleveland setti vafasamt met í NBA-deildinni

Hversu mikið saknar Cleveland LeBron James? Ansi mikið því liðið getur nákvæmlega ekki neitt án hans og setti í nótt vafasamt met er það tapaði 24 leik sínum í röð. Það hefur engu öðru liði í NBA-deildinni tekist áður.

Totti ekki með gegn Inter í kvöld

Það er stórleikur í ítalska boltanum í kvöld er Roma sækir Ítalíumeistara Inter heim en meistararnir hafa verið heitir síðan þeir losnuðu við Benitez.

Keflavík vann fótbolti.net-mótið

Keflavík tryggði sér í gær sigur á fótbolta.net-mótinu sem haldið var í fyrsta skipti. Keflavík lagði ÍBV í úrslitaleik.

Ferguson: Þetta eru mikil vonbrigði

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Úlfunum í kvöld en þetta var fyrsta deildartap United í 30 leikjum.

Úlfarnir stöðvuðu sigurgöngu Man. Utd

Eftir 29 leiki án taps í ensku úrvalsdeildinni tók Man. Utd upp á því að tapa fyrir neðsta liði deildarinnar, Wolves. Dagurinn í enska boltanum var skrautlegur en þessi ótrúlegu úrslit toppuðu allt.

Fólk í lífshættu við Cowboys Stadium

Það gengur á ýmsu í Dallas þar sem SuperBowl-leikurinn fer fram annað kvöld. Veðrið í Dallas hefur verið hræðilegt síðustu daga og nú eru áhorfendur farnir að slasa sig.

Matri sá um Cagliari

Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag. Udinese vann fínan heimasigur, 2-0, á Sampdoria og Juventus vann sterkan útisigur á Cagliari, 1-3.

Kolbeinn skoraði í tapleik

Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er hreinlega óstöðvandi þessa dagana. Hann skoraði fimm mörk um daginn og í kvöld skoraði hann aftur fyrir AZ Alkmaar er það sótti Excelsior heim.

Wenger: Erfitt að kyngja þessu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi að halda andlitinu og líta á það jákvæða eftir að lið hans hafði glutrað niður fjögurra marka forskoti gegn Newcastle í dag.

KR-karlar komust líka í Höllina

KR-ingar verða áberandi í Laugardalshöll þegar bikarúrslitin í körfunni fara fram því bæði karla og kvennalið félagsins eru komin í úrslit. Karlaliðið tryggði sér í dag sæti í bikarúrslitunum er liðið lagði Tindastól, 81-67, í frekar illa spiluðum leik.

Fram úr leik í Evrópukeppninni

Kvennalið Fram er úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir tap, 29-30, fyrir þýska liðinu Blomberg-Lippe í dag. Fram tapaði fyrri leik liðanna með tveggja marka mun.

N1-deild kvenna: Valur upp að hlið Fram

Valur og Fram sitja efst og jöfn á toppi N1-deildar kvenna eftir leiki dagsins. Fram var reyndar ekki að spila deildarleik enda eru Framstelpur á ferðinni í Evrópukeppninni í dag. Liðin hafa þó spilað jafn marga leiki í deildinni.

KR fyrst til að leggja Hamar

Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitum Poweradebikars kvenna í ár. Það varð ljóst eftir að KR lagði Hamar í Vesturbænum í dag. Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum í gær.

Love tók sæti Yao Ming í stjörnuleiknum

Frákastakóngurinn Kevin Love er á leið í stjörnuleik NBA-deildarinnar. David Stern, yfirmaður deildarinnar, ákvað að gefa Love sæti Yao Ming í Vesturstrandarliðinu en Ming er meiddur og getur ekki spilað.

Tevez: Okkur vantar stöðugleika

Carlos Tevez, leikmaður Man. City, er allt annað en ánægður með síðustu tvo leiki liðsins og óttast að þeir hafi eyðilagt tímabilið fyrir liðinu.

Huth sá um Sunderland

Stoke vann ótrúlegan sigur, 3-2, á Sunderland í dag. Stoke var marki undir er átta mínútur lifðu leiks en þá tók Robert Huth yfir og kláraði leikinn.

Moyes ætlar ekki að hætta hjá Everton

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir það ekki koma til greina að hætta sem stjóri liðsins og hann segir ekkert hæft í þeim orðrómi að hann sé til í að yfirgefa skútuna.

Myljandi hagnaður hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, heldur áfram að gera það gott og enn eitt árið skilar sambandið myljandi hagnaði. Að þessu sinni skilaði sambandið hagnaði upp á 67 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 32 milljón króna hagnaði.

Neville hissa á öllu hrósinu

Gary Neville segir að allt hrósið sem hann sé að fá þessa dagana komi honum á óvart. Hann er þrátt fyrir það afar þakklátur fyrir allt hrósið.

Ferguson: 84 stig duga til sigurs

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur sett liði sínu það markmið að ná 84 stigum í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Sá stigafjöldi ætti að duga United til þess að verða meistari að því er Ferguson telur.

Kidd afgreiddi Boston

Það fóru tólf leikir fram í NBA-körfuboltanum í nótt og þar bar hæst góður útisigur Dallas á Boston Celtics. Jason Kidd skoraði sigurkörfuna þegar 2,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Dallas var þá á 10-0 siglingu sem sökkti Celtics.

27.39% hlutur í Williams seldur á opnum hlutabréfamarkaði

Williams liðið hefur opnað fyrir þann möguleika að almenningur geti keypt hlut í liðinu á hlutabréfamarkaðnum í Frankfurt og verða 27.39% í boði. Það er svissneskur banki sem mun sjá um aðgerðina. Frank Williams verður eftir sem áður meirihlutaeigandi í liðinu, sem hefur verið starfrækt síðan 1977.

Mark Hughes: Eiður leit vel út á æfingum

Eiður Smári verður í leikmannahópi Fulham á móti Aston Villa á Villa Park í ensku úrvalsdeildinni í dag en það staðfesti stjórinn Mark Hughes á heimasíðu félagsins í gær. Eiður Smári hefur ekki spilað síðan í október og Hughes segir að hann fái tækifæri til að spila sig í form á næstu vikum.

Engar klappstýrur í Super Bowl á sunnudaginn

Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum fer fram í Dallas á sunnudaginn þar sem mætast Green Bay Packers og Pittsburgh Steelers. Þetta verður sögulegur leikur því engar klappstýrur verða á þessum leik sem hefur ekki gerst áður í 45 ára sögu Super Bowl.

Redknapp: Við verðum að halda Gareth Bale

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að félagið haldi áfram að hafna tilboðum evrópsku stórliðanna í Gareth Bale því það sé lykilatriði fyrir framtíðaruppbyggingu Tottenham að halda velska landsliðsmanninum á White Hart Lane.

Van Persie: Manchester United mun tapa stigum

Robin van Persie, hollenski framherjinn hjá Arsenal, er sannfærður um að Manchester United muni misstíga sig á lokasprettinum í baráttunni um enska meistaratitilinn. Arsenal hefur unnið Everton og Aston Villa í síðustu leikjum en er fimm stigum á eftir toppliði Manchester United.

Stella: Við eigum fullt erindi í þetta lið

„Við byrjuðum alveg hræðilega í kvöld en sýndum síðan þegar leið á leikinn að við erum með ekkert verra lið en þær,“ sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Framara, eftir leikinn í kvöld.

Keflvíkingar skiluðu sextán dögum of snemma og settu met

Keflavík hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum inn á KSÍ, fyrst félaga í Pepsi-deild. Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Einar: Spiluðum virkilega vel síðustu 45 mínúturnar

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var eftir allt saman nokkuð ánægður með leikinn í kvöld. Framarar þurftu að sætta sig við tveggja marka tap gegn Blomberg-Lippe í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Fram var á tímabili tíu mörkum undir í leiknum en náðu með harðfylgni að komast aftur inn í leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir