Fleiri fréttir

Öll Íslendingaliðin unnu sína leiki í kvöld

Öll Íslendingaliðin voru á ferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringsson og Jakobs Arnar Sigurðarsonar, styrkti stöðu sína á toppnum, Uppsala Basket, lið Helga Más Magnússonar, vann stóran sigur á heimavelli en Logi Gunnarsson lék ekki með Solna Vikings sem náði að enda fjögurra leikja taphrinu sínu.

Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir

Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina.

Llorente: Liverpool reyndi að kaupa mig

Sóknarmaðurinn Fernando Llorente, leikmaður Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni, segir að Liverpool hafi reynt að kaupa sig til félagsins áður en félagaskiptaglugginn lokaði á mánudagskvöldið.

Blatter stafar engin ógn af Hayatou

Forseti afríska knattspyrnusambandsins Issa Hayatou frá Kamerún segist ekki ætla að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandins FIFA.

Mandaric græddi á Megson

Flest bendir til þess að Gary Megson taki við stjórastöðunni hjá Sheffield Wednesday sem leikur í ensku C-deildinni.

Þjálfari HSG Blomberg vanmetur ekki Fram

Í kvöld mæta bikarmeistarar Fram þýska liðinu HSG Blomberg-Lippe í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa. Leikurinn hefst klukkan 19.00 í íþróttahúsi Fram í Safamýri.

Snæfell styrkir sig

Snæfellingar hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Iceland Express-deild karla og samið við serbneska leikmanninn Zeljko Bojovic.

Benitez: Torres er 70 milljóna punda virði

Rafa Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, segir að félagið hefði átt að fara fram á meiri pening fyrir Fernando Torres en þær 50 milljónir punda sem Chelsea greiddi fyrir hann.

Þjálfari Gylfa fær langtímasamning

Marco Pezzaiuoli verður áfram þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim en hann skrifaði nýverið undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

Nolan baðst afsökunar á ummælum um Carroll

Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á þeim jákvæðu ummælum sem hann lét falla um að Andy Carroll hafi farið til Liverpool.

NÝR TÍMI: McLaren frumsýnir beint á vefnum kl. 11:00

Formúlu 1 lið McLaren frumsýnir nýtt ökutæki kl. 11:00 í dag í beinni útsendingu á vefnum. Lewis Hamilton og Jenson Button svipta hulunni af bílnum í Berlín á sérstakri athöfn, en flest lið kusu að frumsýna bíla sína á Valencia brautinni í vikunni án mikils tilkostnaðar.

Sex silfurstrákar í besta handboltaliði Íslands frá upphafi

Núverandi leikmenn íslenska handboltalandsliðsins voru áberandi í kosningu RÚV á besta handboltaliði Íslands frá upphafi en sex af átta leikmönnum liðsins voru að spila á nýloknu Heimsmeistaramóti í Svíþjóð og tóku þátt í að vinna silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki 2010.

Ótrúleg mennsk troðsla

Ungur drengur gerði sér lítið fyrir og tróð bæði boltanum og sjálfum sér í gegnum körfuna þegar hann sýndi listir sínar í hálfleik á leik í NBA-deildinni fyrir stuttu.

Gerrard ráðlagði Guðlaugi Victori að fara til Hibs

Guðlaugur Victor Pálsson sagði frá því í viðtali við The Scotsman að hann leitað ráða hjá Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool, um hvort að hann ætti að fara til skoska liðsins Hibernian eða ekki. Guðlaugur Victor fór til Hibernian og hefur þegar spilað tvo leiki með liðinu. Hann hafði verið í tvö ár hjá Liverpool en ekki fengið tækifæri með aðalliðinu fyrir utan það að hann fór með í æfingaferð síðasta haust.

Inter upp í þriðja sætið eftir 3-0 sigur á Bari

Internazionale frá Milan komst upp í þriðja sæti ítölsku deildarinnar með 3-0 útisigri á Bari í A-deildinni í kvöld. Nýju mennirnir í liðinu skoruðu tvö fyrstu mörkin en öll mörk liðsins komu á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Brynjar Þór: Frjálsíþróttasambandið ætti að kíkja á Marcus

„Ég er ekki frá því að þetta hafi verið Íslandsmet í varnarleik hjá okkur í þriðja leikhluta og hann skóp sigurinn hjá okkur í kvöld. Við hefðum getað unnið þennan leik miklu stærra en það er mikilvægur leikur hjá okkur um helgina spöruðum okkur á lokamínútunum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson eftir frábæran sigur KR gegn Keflavík í kvöld í Iceland Express deild karla, 99-85.

Jón Norðdal: Drápu okkur í þriðja leikhluta

„Það hreinlega gerðist ekkert hjá okkur í þriðja leikhluta. Við gerðum ekki það sem var lagt upp með og það var ekkert flæði í sókninni. Þetta var leikhlutinn þar sem þeir drápu okkur,“ sagði Jón Norðdal Hafsteinsson óhress í leiklok eftir tap sinna manna í Keflavík gegn KR í kvöld, 99-85.

HK og Selfoss enduðu bæði langar taphrinur

HK og Selfoss fóru inn í HM-fríið með mörg töp í röð á bakinu en byrjuðu bæði á að ná í stigi úr leikjum sínum þegar N1 deildar karla í handbolta fór aftur af stað í kvöld.

Einar: Aðrir munu stíga upp

Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, líst vel á síðari hluta tímabilsins en FH-ingar gerðu í kvöld jafntefli við sterkt lið Fram, 26-26, á útivelli.

Reynir: Meiri áræðni í sóknarleikinn

Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, segir að sínir menn þurfi meiri tíma til að slípa sig aftur saman eftir langt vetrarfrí. Fram og FH gerðu í kvöld jafntefli, 26-26, í N1-deild karla.

Róbert: Sjálfum okkur að kenna

Framarinn Róbert Aron Hostert sagði margt jákvætt við leik sinna manna gegn FH í kvöld en liðin gerðu jafntefli, 26-26, í fyrstu umferð N1-deildar karla eftir frí.

Sveinbjörn: Liðugari í stuttbuxum

Sveinbjörn Pétursson skartaði forláta stuttbuxum í leiknum gegn Val í N1-deildinni í kvöld. Hann bætti þar með enn á sjálfspíningarhvatarkenningar um markmenn. Sveinbjörn varði þó vel en hann segist vera sem nýr maður á nýju ári.

Guðlaugur: Allur úti í boltaförum

Guðlaugur Arnarsson, Öxlin, var frábær í liði Akureyrar sem vann Val í N1-deild karla í kvöld. Hann varði ófá skot í vörninni og batt hana saman.

Snæfell áfram taplaust í Hólminum og tveir í röð hjá Njarðvík

Snæfellingar eru áfram í toppsæti Iceland Express deild karla og Njarðvíkingar eru sloppnir úr fallsæti eftir sinn annan sigur í röð. Snæfell vann 14 stiga sigur á Tindastól en Njarðvík vann nauman eins stigs sigur í Hveragerði og sendi Hamarsmenn með því niður í fallsæti. Stjarnan og Haukar unnu bæði góða heimasigra í sínum leikjum.

Umfjöllun: Stórleikur Ólafs dugði ekki til

Ólafur Guðmundsson lét mikið af sér kveða með FH-liðinu í kvöld er hann skoraði alls ellefu mörk gegn Fram í N1-deild karla. Það dugði þó ekki til þar sem að liðin skildu jöfn, 26-26.

Umfjöllun: KR afgreiddi Keflavík í þriðja leikhluta

KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell.

Annar skellur Grindvíkinga í röð

Grindvíkingar töpuðu sínum öðrum leik í röð í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið tapaði með 23 stiga mun á móti ÍR-ingum í Seljaskóla, 92-69. ÍR-ingar unnu aðeins 2 af fyrstu 10 leikjum sínum en unnu þarna sinn fjórða sigur í síðustu sex leikjum.

Capello: Rooney betri í kollinum

Fabio Capello fagnar því að Wayne Rooney sé byrjaður að spila vel á ný og telur að betra hugarástand hans hafi þar mikið að segja.

Nolan ánægður fyrir hönd Carroll

Kevin Nolan, fyrirliði Newcastle og góðvinur Andy Carroll, segist ánægður fyrir hönd vinar síns sem nú er genginn í raðir Liverpool.

Umfjöllun: Góður sigur Norðlendinga

Akureyri vann góðan tveggja marka sigur á Val í N1-deild karla í kvöld, lokatölur voru 28-26. Akureyri var frábært í fyrri hálfleik en skoraði aðeins ellefu mörk í þeim síðari.

Sjá næstu 50 fréttir