Umfjöllun: KR afgreiddi Keflavík í þriðja leikhluta Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2011 21:02 Marcus Walker lék vel í kvöld. KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira