Handbolti

Wilbek: Svíar verða aldrei heimsmeistarar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ulrik Wilbek.
Ulrik Wilbek.

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, í handbolta er búinn að leggja línurnar fyrir HM í Svíþjóð og segir að markmið Dana sé að vera á meðal sjö efstu í mótinu.

"Okkar markmið er að vera á meðal sjö efstu. Þá erum við komnir í undankeppni Ólympíuleikanna. Auðvitað er stutt í undanúrslit þegar lið er á meðal sjö efstu en Pólland og Króatía eru á pappírunum sterkari en við og því eru þær þjóðir líklegri til að komast í undanúrslit," sagði Wilbek sem reynir að halda væntingum Dana fyrir mótið niðri.

Hann hefur ekki mikla trú á heimamönnum sem hann segir aldrei geta orðið heimsmeistara.

"Svíþjóð er ekki með lið sem getur orðið heimsmeistari. Sænsku leikmennirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir," sagði Wilbek og bætir við um önnur lið.

"Spánverjar eru með virkilega gott lið. Frakkar eru sem fyrr með sterkt lið en þeir munu finna fyrir því að vera án Daniel Narcisse."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×