Enski boltinn

Eiður ekki í hópnum í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos / Getty Images

Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í leikmannahópi Stoke þegar að liðið mætir Manchester United í kvöld. Þetta herma heimildir Vísis.

Haft var eftir yfirmanni almannatengsla hjá Stoke í hádegsifréttum Bylgjunnar að Eiður Smári yrði í leikmannahópi Stoke sem mætir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Eiður æfði hins vegar í morgun með varaliði félagsins og þeim leikmönnum sem ekki verða í hópnum í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis mun hann ekki vera á skýrslu hjá Stoke að þessu sinni.

Hann hefur ekkert spilað með félaginu síðan í lok október og vill kaupa upp eigin samning við félagið. Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur staðfest að til greina komi að selja leikmanninn en engin hreyfing hefur verið í máli Eiðs Smára síðustu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×