Handbolti

Knudsen líklega með á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Knudsen í leik með Dönum.
Knudsen í leik með Dönum.

Það bendir flest til þess að línumaðurinn sterki, Michael Knudsen, spili með Dönum á HM eftir allt saman en hann var nánast afskrifaður fyrir jól.

Hann náði aftur á móti að spila með Flensburg fyrir áramót og hnéð á honum er betra en hann sjálfur þorði að vona.

"Ég held ég geti hjálpað á HM. Ég er betri en ég átti von á og þar af leiðandi bjartsýnn," sagði Knudsen.

Ulrik Wilbek, þjálfari Dana, mun gefa Knudsen lengri tíma áður en hann tekur endanlega ákvörðun um hvort hann taki línumanninn með til Svíþjóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×