Enski boltinn

Drogba: Enginn ánægður hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, segir að það ríki ekki mikil gleði í búningsklefanum þessa dagana enda hefur liðinu ekki gengið vel í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu.

Chelsea hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum í deildinni og er komið niður í fimmta sæti deildarinnar. Fyrir stuttu síðan var liðið á toppnum.

„Carlo Ancelotti hefur ekki verið ánægður síðustu vikurnar og hið sama má segja um leikmenn. Við erum ekki vanir því að tapa leikjum og stemningin í búningsklefanum hefur liðið fyrir það," sagði Drogba í samtali við enska fjölmiðla.

„En tímabilið er langt og það er eðlilegt að liðið lendi í erfiðleikum. Næsti leikur okkar er gegn Wolves og ég vona að slæma tímabilinu okkar sé lokið. Við þurfum á þremur stigum að halda og það er það allra mikilvægasta."

Drogba hefur sjálfur mátt glíma við meiðsli og veikindi á tímabilinu. „Ég fékk malaríu og er ekki enn 100 prósent góður. En ég berst í hverjum leik og vona að ég geti hjálpað liðinu eitthvað."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×