Handbolti

Glandorf mun spila gegn Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holger Glandorf.
Holger Glandorf.

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, verður búinn að minnka HM-hópinn sinn í 17 leikmenn er hann kemur til Íslands í vikunni en Þjóðverjar mæta Íslandi hér á landi á föstudag og laugardag.

Örvhenta stórskyttan Holger Glandorf kemur með þýska liðinu til Íslands. Hann er á góðum batavegi þó svo hann hafi farið í aðgerð á hné fyrir fjórum vikum síðan.

"Holger mun klárlega spila gegn Íslandi," sagði Brand sem hefði gjarnan viljað fá lengri undirbúningstíma fyrir HM.

"Tíminn er mjög knappur og það er nauðsynlegt að nýta tímann vel. Við erum að reyna að bæta okkar leik og þó svo við viljum vinna Ísland skipta úrslitin þar ekki öllu máli. Við munum prófa ýmsa hluti og líta á leikinn þeim augum sem hann er, æfingaleikur," sagði Brand en hann var afar ánægður með 5-1 vörn liðsins gegn Svíum í gær en Svíar náðu aðeins að skora 23 mörk gegn Þjóðverjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×