Enski boltinn

Liverpool vill líka fá Adebayor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það bendir flest til þess að Emmanuel Adebayor muni yfirgefa herbúðir Man. City í þessum mánuði. Hann er ekki sáttur í herbúðum City og ekki vantar áhuga annarra liða á honum. Koma Edin Dzeko til City hefur ekki styrkt stöðu leikmannsins.

Real Madrid er sagt vera áhugasamt og sérstaklega þar sem Gonzalo Higuain mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð.

Nú hefur Sky-fréttastofan greint frá því að Liverpool hafi einnig áhuga á leikmanninum.

Liverpool myndi líklegast helst vilja fá Adebayor að láni enda ekki talið líklegt að Hodgson, stjóri Liverpool, fái rúmar 20 milljónir punda til þess að kaupa leikmann í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×