Fleiri fréttir

Magnus Andersson: Japanir mjög hraðir

Austurríkismenn fengu á baukinn gegn Japan og af þeim leik þarf Ísland að læra. Fréttablaðið hitti Magnus Andersson, landsliðsþjálfara Austurríkis, í gær og spurði hann að því hvað bæri að varast hjá Japönum.

Eru PSV Eindhoven og Ajax að slást um Eið Smára?

Enska blaðið The Mirror segir frá því í morgun að hollensku liðin PSV Eindhoven og Ajax séu fremst í flokki í kapphlaupinu um að fá Eið Smára Guðjohnsen til sín en Stoke er tilbúið að selja íslenska framherjann í þessum félagsskiptaglugga.

Torres er viss um að Liverpool nái sér á strik

Spænski framherjinn Fernando Torres segir að Liverpool eigi eftir að ná sér á strik undir stjórn Kenny Dalglish. Liverpool hefur byrjað leiktíðina afar illa og er liðið 19 stigum á eftir erkifjendunum – Manchester United sem er á toppi deildarinnar með 45 stig.

Japanski "íþróttaálfurinn" er stórskytta sem Ísland þarf að gæta vel

Daisuke Miyazaki er einn áhugaverðasti leikmaður heimsmeistaramótsins hann er að mati Loga Geirssonar „japanski íþróttaálfurinn“. Logi sýndi skemmtileg myndbönd af Miyazaki í HM-þættinum Þorsteinn J. & gestir í gærkvöldi og Miyazaki er án efa einn besti alhliða íþróttamaðurinn á HM.

Guðjón Valur: Eins gott að við verðum á tánum

Guðjón Valur Sigurðsson stimplaði sig inn á HM með stæl gegn Brasilíu og það mun mikið mæða á honum gegn Japan í kvöld enda þurfa hornamenn íslenska liðsins að vera klókir gegn framliggjandi vörn Japana og Guðjón mun eflaust vera duglegur að hlaupa inn á línuna.

NBA: Clippers vann grannaslaginn gegn Lakers - fjórir sendir í "sturtu"

Það var óvenju lítið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í gær en grannaslagur LA Clippers og LA Lakers stóð upp úr. Clippers, sem ávallt hefur verið litla liðið í LA, batt enda á sjö leikja sigurhrinu meistaraliðs LA Lakers með 99-92 sigri í Staple Center.

Guðmundur: Verðum vonandi með réttu svörin

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari fagnar því að hafa fengið heilan aukadag til þess að undirbúa lið sitt fyrir leikinn gegn Japan í kvöld. Japanar hafa komið skemmtilega á óvart á HM og hreinlega pökkuðu Austurríki saman á laugardag. Það gerir ekki hvaða lið sem er.

Tólf leikir á HM í dag – tveir stórleikir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport

Það er nóg um að vera á HM í handbolta í dag þegar þriðja umferðin í riðlakeppninni fer fram. Alls fara fram 12 leikir í dag og þar á meðal er leikur Íslands og Japan í B-riðli sem hefst kl. 20.30 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Leikur Spánverja og Þjóðverja verður einnig sýndur og hefst hann 17.30 en þau eru bæði taplaus í A-riðli.

Guðjón Valur og Jae-Woo markahæstir á HM

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti leikmaður HM ásamt Lee Jae-Woo frá Suður-Kóreu en þeir hafa báðir skorað 15 mörk í tveimur leikjum. Guðjón skoraði 11 mörk gegn Brasilíu. Alexander Petersson er á meðal 10 efstu en hann er með 12 mörk, Aron Pálmarsson er með 9.

Metaregn í sundkeppni fatlaðra á Reykjavíkurleikunum

Sannkallað metaregn var í sundkeppni fatlaðra á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru um helgina. Als féllu 19 Íslandsmet og ljóst að fatlaðir íslenskir sundmenn hefja árið með glæsibrag. Í gær, sunnudag, lauk þriðja og síðasta keppnisdegi þar sem féllu sex Íslandsmet.

Hans Lindberg: „Ég get ekki talað við þig á íslensku"

„Ég get ekki talað við þig á íslensku,“ sagði Hans Lindberg, leikmaður danska landsliðsins, á ágætri íslensku þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir níu marka sigur Dana gegn Rúmenum á Heimsmeistaramótinu í handbolta í gærkvöldi. Eins og margir vita er Hans af íslenskum ættum en hefur þó ávallt spilað fyrir danska landsliðið í handknattleik. Hann var nokkuð ánægður með leik danska liðsins í gær.

Ólafur: Var miklu betri í morgun

Það lá vel á landsliðsfyrirliðanum Ólafi Stefánssyni þegar Vísir hitti á hann á hóteli íslenska landsliðsins í Linköping í dag.

Bestu atriðin úr þætti Þorsteins J., sunnudagur

Það var margt í umræðunni í þættinum Þorsteinn J. & gestir í kvöld á Stöð 2 sport þrátt fyrir að Íslandi hafi ekki átt leik á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð. Í samantekt þáttarins má finna viðtal við Kára Kristjánsson línumann en nýliðinn fann líklega upp nýyrði í handboltamálið þegar hann lýsti austurrísku vörninni í leiknum gegn Japan. „Pödduflatir,“ sagði Kári.

Hlynur vill að strákarnir vinni gull

HM-teymi Vísis í Svíþjóð skellti sér á körfuboltaleik í Norrköping í dag og sá þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila með Sundsvall Dragons gegn Norrköping Dolphins.

Dalglish heimtar ekki nýja leikmenn

Kenny Dalglish ætlar ekki að heimta peninga til leikmannaupa í janúar. Liverpool gerði jafntefli við Everton í dag og er sem fyrr um miðja deild.

Börsungar samir við sig

Barcelona vann enn einn leikinn í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Nú var það Malaga sem lá í valnum fyrir Börsungum, lokatölur 4-1.

Redknapp og Ferguson sáttir

Harry Redknapp og Sir Alex Ferguson voru báðir nokkuð sáttir með stigið eftir viðureign Tottenham og Manchester United í dag. Leiknum lauk með markalausu jafntefli.

Real Madrid mistókst að vinna botnliðið

Real Madrid mistókst að komast á topp La Liga á Spáni eftir 1-1 jafntefli við Almeria í kvöld. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir félagið en Almeria er neðsta lið deildarinnar.

Hlynur og Jakob sterkir í naumi tapi

Sænska liðið Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Sigurðarson innanborðs, tapaði naumlega fyrir ríkjandi meisturum í Norrköpping Dolphins í stórskemmtilegum leik í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Barton: Enginn að leika betur en ég

Joey Barton, miðjumaður Newcastle, telur sig eiga skilið sæti í enska landsliðinu. Barton hefur verið í frábæru formi með nýliðum Newcastle og á stóran þátt í fínu gengi þeirra röndóttu í deildinni í vetur.

Tilþrifalítið á White Hart Lane

Tottenham og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað.

Naumur sigur Spánverja á Túnis

Spánverjar unnu ósannfærandi sigur á Túnis á HM í handbolta í dag. Þeir voru lengi að slíta ferska Túnusmenn frá sér og voru undir um miðjan seinni hálfleik. Lokatölur voru 18-21.

Tilboði Chelsea í Pienaar samþykkt

Steven Pienaar er á leiðinni frá Everton en samningur hans rennur út í sumar. Tvö tilboð hafa borist í leikmanninn, frá Chelsea og Tottenham.

Jafnt í Merseyside-slagnum

Liverpool og Everton skildu jöfn í grannaslagnum á Anfield í dag. Bæði lið skoruðu tvö mörk í hörku leik.

Mótmæli á White Hart Lane

Stuðningsmenn Tottenham sameinuðust í mótmælum fyrir utan White Hart Lane í dag. Ástæðan er möguleikinn á því að félagið flytji sig yfir á Ólympíuleikvang Lundúna.

Owen á óskalista Sunderland

Michael Owen er efstur á óskalista Sunderland í janúar. Steve Bruce vonast til að hreppa Owen að láni út tímabilið og gefa honum meiri tíma á vellinum en Sir Alex Ferguson.

Sunderland jafnaði á ögurstundu

Það var boðið upp á dramatík í baráttunni um norðrið í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sunderland og Newcastle gerðu þá 1-1 jafntefli í hörku leik.

Jafnt í hörku grannaslag í Birmingham

Birmingham og Aston Villa skildu jöfn í fyrsta grannaslag dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það voru sanngörn úrslit en leikurinn var fjörugur og skemmtilegur á að horfa.

Ólafur æfir í kvöld

Ólafur Stefánsson segist vera orðinn betri í hnénu og það kemur líklega í ljós í kvöld hvort hann geti spilað gegn Japan á morgun.

Stöð 2 sport: Samantekt úr leik Íslands og Brasilíu

Íslendingar eru efstir í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta eftir að hafa unnið fyrstu tvo leikina gegn Ungverjum og Brasilíu. Byrjunin lofar góðu en á morgun, mánudag, verður leikið gegn Japan sem kom á óvart með 33-30 sigri gegn Austurríki í gær. Á Stöð 2 sport er ítarleg umfjöllun bæði fyrir og eftir leik í þætti Þorsteins J. & gestir og í myndbandinu er samantekt úr leiknum gegn Brasilíu. Góða skemmtun.

NBA: Bulls vann LeBron-laust Miami

Chicago Bulls vann góðan þriggja stiga sigur á Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Bulls batt þar með endi á sjö leikja sigurhrinu Miami.

Dalglish: Verður tilfinningaþrungið

"Þetta verður rómantískt og allt það, en staðreyndin er sú að við verðum að fara að vinna leiki," segir Kenny Dalglish sem stýrir Liverpool í fyrsta sinn á Anfield síðan hann tók við liðinu á nýjan leik.

600 deildarleikir hjá Giggs - Jóga hjálpar

Ryan Giggs spilar sinn 600. leik í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United í dag, eða næst þegar hann tekur þátt í deildarleik. Hann hrósar jóga í hástert.

Nistelrooy aftur til Real Madrid?

Þýska tímaritið Kicker segir frá því um helgina að Real Madrid vilji fá Ruud van Nistelrooy aftur til félagsins. Hollenski markahrókurinn er meira en til í það.

Guðmundur: Vonum það besta með Ólaf

Guðmundur Guðmundsson var ánægður að hafa landað tveimur stigum gegn Brasilíu en honum finnst alltaf erfitt að glíma við þessu svokölluðu skylduverkefni.

Sjá næstu 50 fréttir