Handbolti

Léttleikandi Japanar bíða strákanna okkar annað kvöld (myndband)

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Ingimundur Ingimundarson er í markaham á HM. Hér er hann í leiknum gegn Brasilíu.
Ingimundur Ingimundarson er í markaham á HM. Hér er hann í leiknum gegn Brasilíu. Fréttablaðið/Valli
Næsti leikur Íslands á HM er annað kvöld gegn Japan. Ísland er efst í riðlinum og er svo gott sem komið áfram með sigri annað kvöld.

Japan er með léttleikandi og skemmtilegt lið. Þeir eru með kvika sóknarmenn sem spila vel saman og leikgleðin er í fyrirrúmi.

Þeir náðu mest sjö marka forystu gegn Austurríki sem þeir unnu með þremur mörkum og stóðu í hárinu á Kjelling og félögum í norska liðinu allan leikinn.

Vörnin þeirra er athyglisverð, þeir spila gjarnan 3-3 framliggjandi vörn en gera má ráð fyrir að íslenska liðið undirbúi sig vel undir slíka vörn í dag og á morgun.

Hér má sjá samantekt af sigri Japan gegn Austurríki.

Leikurinn hefst klukkan 20.30 annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×