Handbolti

Danir lögðu Rúmena sem sprungu aftur á limminu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mikkel Hansen stöðvar einn Rúmenann í leiknum í kvöld.
Mikkel Hansen stöðvar einn Rúmenann í leiknum í kvöld. AFP
Danir unnu góðan sigur á Rúmenum í C-riðli Heimsmeistarakeppninnar í Svíþjóð í kvöld. Danir lentu í miklu basli en lönduðu fínum sigri, 39-30.

Rúmenar höfðu áður gert Króötum lífið leitt en virtust þá eins og í dag springa algjörlega í seinni hálfleik.

Gegn Dönum í kvöld var liðið meðal annars 12-8 yfir en Danir skoruðu þá sjö mörk gegn einu og leiddu í hálfleik 17-16.

Eftir jafna byrjun í seinni hálfleik sigu Danir fram úr og unnu að lokum örugglega 39-30.

Í sama riðli vann Króatía öruggan sigur á Alsír eftir að staðan var jöfn í hálfleik. Lokatölur voru 26-15 og skoraði Alsír aðeins fjögur mörk í seinni hálfleik. Eins og við sögðum frá í dag þá unnu Þjóðverjar 38-18 sigur á Bahrain.

Í A-riðli lögðu Spánverjar lið Túnis 21-18 eins og við sögðum frá í dag, Frakkar unnu svo Egypta nú í kvöld, 28-19 og Serbar burstuðu Ástrali 35-18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×