Fleiri fréttir Flugvél með NBA-liðinu Miami Heat innanborðs þurfti að nauðlenda Liðsmenn NBA-liðsins Miami Heat lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í nótt á leiðinni heim frá 97-84 sigurleik á móti Minnesota Timberwolves. Starfsmaður vélarinnar missti þá meðvitund og af þeim sökum varð að nauðlenda vélinni á O’Hare International Airport í Chicago. 4.4.2010 14:00 Redknapp: Við þurfum að fá meiddu mennina okkar til baka Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi að úrslit gærdagsins hafi galopnað baráttuna um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham missti þá fjórða sætið til Manchester City eftir 1-3 tap fyrir Sunderland. 4.4.2010 13:30 Florent Malouda: Hvíldin hjálpaði Chelsea á Old Trafford Florent Malouda átti flottan leik í gær þegar Chelsea endurheimti toppsætið með 2-1 sigri á Manchester United á Old Trafford. Malouda lagði meðal annars upp fyrsta mark leiksins eftir glæsilegan sprett í gegnum United-vörnina. 4.4.2010 13:00 Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn. 4.4.2010 12:30 Ron Artest ætlar að búa til raunveruleikaþátt um sjálfan sig Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, er búinn að ákveða að skella sér á fullu í sjónvarpið og setja á laggirnar nýjan sjónvarpsþátt um sjálfan sig. 4.4.2010 12:00 Stuðningsmenn Heerenveen vilja alls ekki missa Arnór Smárason Framtíð Arnórs Smárasonar hefur verið mikið í umræðunni á hollensku netmiðlunum um helgina en Heerenveen ætlar ekki að gera nýjan samning við íslenska landsliðsmanninn sem hefur verið að glíma við meiðsli síðustu níu mánuði. 4.4.2010 11:30 NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki. 4.4.2010 11:00 Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. 4.4.2010 10:30 Ágúst: Besti körfuboltaleikurinn í úrslitaeinvíginu Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ánægður eftir 81-75 sigur sinna stelpna í fjórða leik úrslitaeinvígisins á móti með KR í Hveragerði í gær en með honum tryggði Hamarsliðið sér oddaleik. 4.4.2010 10:00 Benedikt: Menn gleyma því oft hvað þetta Hamarslið er hrikalega gott Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tókst ekki að gera kvennalið að Íslandsmeisturum í Hveragerði í gær en KR-liðið fær annan möguleika á því í oddaleik á þriðjudaginn sem fram fer í DHL-höllinni. 4.4.2010 09:00 Zlatan Ibrahimovic meiddur á kálfa - verður ekki með á móti Arsenal Svíinn Zlatan Ibrahimovic getur ekki spilað með Barcelona á móti Arsenal í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla. Zlatan er einnig tæpur að ná El Clasico leiknum á móti Real Madrid um næstu helgi. 4.4.2010 08:00 Enn meiðast íslenskir landsliðsmenn - Emil ristarbrotinn Emil Hallfreðsson verður ekkert meira með Barnsley á þessu tímabili eftir að hann ristarbrotnaði í leik Barnsley á móti Sheffield United í ensku b-deildinni í gær. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net. 4.4.2010 07:00 Bayern endurheimti efsta sætið með sigri á Schalke Bayern Munchen liðið er í góðum gír þessa daganna því liðið fylgdi eftir sigri á Manchester United í Meistaradeildinni í síðustu viku með því að vinna toppslaginn á móti Schalke í gær. 4.4.2010 06:00 Hanna Guðrún með 31 mark í sigrunum tveimur á Bretum Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór heldur betur á kostum í tveimur leikjum íslenska kvennalandsliðsins á móti Bretum í undankeppni Evrópumótsins í handbolta. 3.4.2010 23:00 Brian Laws: Fyrstu 6 mínúturnar voru bæði ótrúlegar og vandræðalegar Brian Laws, stjóri Burnley, horfði upp á sína menn tapa 1-6 fyrir Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. City var komið í 3-0 eftir aðeins sex mínútna leik. 3.4.2010 22:00 Mancini: Góðir möguleikar á 4. sætinu ef Adebayor og Tevez ná vel saman Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sá sína menn fara illa með heimamenn í Burnley á Turf Moor í kvöld og var að sjálfsögðu sáttur með leik sinna manna sem unnu 6-1 sigur. 3.4.2010 21:30 Íris: Ekki alveg tilbúnar að fara í sumarfrí strax Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði Hamars, brosti út að eyrum eftir 81-75 sigur á KR í Hveragerði í dag en Hamar náði þar með að jafna úrslitaeinvígið í 2-2 og tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 3.4.2010 21:00 Aaron Ramsey farinn að stíga í fótinn aðeins mánuði eftir fótbrot Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal sem tvífótbrotnaði í leik á móti Stoke City fyrir mánuði síðan er á góðum batavegi. Ramsey er búinn að leggja hækjunum og farinn að stíga í fótinn á nýjan leik. 3.4.2010 20:30 Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 3.4.2010 20:16 Bojan með tvö mörk í öruggum sigri Barcelona Barcelona náði þriggja stiga forskoti á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld. Bojan Krkic skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin gerðu Lionel Messi og Jeffrén Suárez. 3.4.2010 19:52 Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - myndasyrpa Það verður oddaleikur um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir 81-75 sigur Hamar á KR í frábærum fjórða leik í Hveragerði í dag. 3.4.2010 19:30 Toppliðin unnu öll á Ítalíu - Inter heldur eins stigs forustu Thiago Motta skoraði tvö mörk þegar Inter Milan vann 3-0 heimasigur á Bologna í ítölsku deildinni í dag og hélt því toppsætinu. Roma og AC Milan unnu bæði sína leiki og fylgja meisturunum eftir. 3.4.2010 19:00 Aftaka á Turf Moor Manchester City skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ótrúlegum, og afar auðveldum, 1-6 sigri á Burnley á Turf Moor. 3.4.2010 18:25 Hildur: Villuvandræðin slógu okkur út af laginu KR-konum tókst ekki að verða Íslandsmeistarar í Hveragerði og liðsins bíður nú oddaleikur á heimavelli í þriðjudaginn. Hildur Sigurðardóttir lék vel í dag og var með 18 stig og 7 stoðsendingar. 3.4.2010 18:24 Julia Demirer: Vitum að við erum sterkari í jöfnu leikjunum „Ég er alveg dofinn í hnénu en ég finn hvort sem ekkert til þegar við vinnum," sagði Hamarskonan Julia Demirer, eftir 81-75 sigur Hamars á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag. 3.4.2010 18:11 Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - unnu KR 81-75 Hamar tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir 81-75 sigur í fjórða leiknum við KR sem fram fór í Hveragerði í dag. Oddaleikurinn verður í DHl-höllinni á þriðjudaginn. 3.4.2010 17:35 Webber ánægður með klókindi aðstoðarmanns Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. 3.4.2010 17:32 Benítez farinn að efast um andlegu hliðina hjá Aquilani Rafael Benítez, stjóri Liverpool, virðist vera farinn að missa þolinmæðina gagnvart Ítalanum Alberto Aquilani sem hann keypti á 20 milljónir punda frá Roma síðasta haust. Alberto Aquilani er enn á ný meiddur á ökkla en hann hefur aðeins byrjað átta leiki Liverpool-liðsins á tímabilinu. 3.4.2010 17:00 Guardiola: Ég vil frekar vinna alla hina leikina en Real-leikinn Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að stórsókn liðsins á upphafsmínútunum í Meistaradeildarleiknum á móti Arsenal sé eitthvað sem sjáist bara aðeins einu sinni á ævi hvers manns. 3.4.2010 16:30 Enn skorar Gylfi fyrir Reading Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Reading en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Ipswich Town í dag. Mark Gylfa kom á 90. mínútu. 3.4.2010 16:09 Bendtner hélt lífi í titilvonum Arsenal - Bent fór illa með Spurs Arsenal virðist vera búið að fullkomna þá list að vinna leiki á ögurstundu því liðið vann enn leikinn á dramatískan hátt. Í dag kom sigurmarkið á 94. mínútu gegn Wolves. 3.4.2010 15:58 Tuttugu marka sigur á Bretum Hann var afar ójafn leikur kvennaliða Íslands og Bretlands í undankeppni EM í handbolta í dag. Ísland vann yfirburðasigur, 40-20. 3.4.2010 15:19 Rangstöðumark Drogba - myndband Sigurmark Chelsea gegn Man. Utd á Old Trafford í dag var í meira lagi umdeilt enda var Didier Drogba rangstæður er hann fékk boltann og skoraði. 3.4.2010 14:57 Ancelotti: Erum í bílstjórasætinu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur við sigur sinna manna á Old Trafford í dag enda er Chelsea komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. 3.4.2010 14:48 Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann Það sauð á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, eftir tapið gegn Chelsea í dag. Seinna mark Chelsea í leiknum var augljóst rangstöðumark en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lyfti aðstoðardómarinn ekki flaggi sínu. 3.4.2010 14:40 Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku b-deildinni Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn besti leikmaður ensku b-deildarinnar í fótbolta fyrir marsmánuð en hann hefur spilað frábærlega með Reading að undanförnu. 3.4.2010 14:15 Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú. 3.4.2010 13:34 Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum. 3.4.2010 13:00 Mancini tilbúinn að fara aftur til Ítalíu - orðaður við Juventus Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er farinn að horfa aftur til heimalandsins, samkvæmt nýjustu fréttum af ítalska stjóranum en hann opnaði sig í viðtali við ítalska blaðið La Nazione. Mancini hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus. 3.4.2010 12:30 Wenger neitar því að Fabregas hafi spilað fótbrotinn á móti Barcelona Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað þeim sögusögnum að fyrirliðinn Cesc Fabregas hafi þegar verið fótbrotinn þegar hann spilaði leikinn á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunnu. Cesc Fabregas mun ekkert spila meira með á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann er með sprungu í dálknum. 3.4.2010 12:00 Kappar í titilslagnum allir í vandræðum Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button. Hann er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. . 3.4.2010 11:34 Hafa ekki unnið á Old Trafford síðan að Eiður skoraði eitt markanna Það styttist óðum í stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford en leikurinn hefst á Old Trafford eftir fimmtán mínútur. Chelsea hefur farið heima stiga- og markalaust eftir síðustu tvo deildarleiki sína á Old Trafford og það eru liðin tæp fimm ár síðan að liðið vann síðasta sigur í Leikhúsi draumanna. 3.4.2010 11:30 Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag. 3.4.2010 11:12 NBA: Ginobili skoraði 43 stig í sigri San Antonio á Orlando Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn á síðustu vikum þegar hann skoraði 43 stig í 112-100 sigri San Antonio Spurs á Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar 30 stig eða meira í leik síðan að Tony Parker meiddist og Ginobili tók stöðu hans í byrjunarliðinu. 3.4.2010 11:00 Webber fyrstur í stormasamri tímatöku Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. 3.4.2010 09:59 Sjá næstu 50 fréttir
Flugvél með NBA-liðinu Miami Heat innanborðs þurfti að nauðlenda Liðsmenn NBA-liðsins Miami Heat lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í nótt á leiðinni heim frá 97-84 sigurleik á móti Minnesota Timberwolves. Starfsmaður vélarinnar missti þá meðvitund og af þeim sökum varð að nauðlenda vélinni á O’Hare International Airport í Chicago. 4.4.2010 14:00
Redknapp: Við þurfum að fá meiddu mennina okkar til baka Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi að úrslit gærdagsins hafi galopnað baráttuna um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni en Tottenham missti þá fjórða sætið til Manchester City eftir 1-3 tap fyrir Sunderland. 4.4.2010 13:30
Florent Malouda: Hvíldin hjálpaði Chelsea á Old Trafford Florent Malouda átti flottan leik í gær þegar Chelsea endurheimti toppsætið með 2-1 sigri á Manchester United á Old Trafford. Malouda lagði meðal annars upp fyrsta mark leiksins eftir glæsilegan sprett í gegnum United-vörnina. 4.4.2010 13:00
Duke og Butler mætast í úrslitaleiknum í NCAA-deildinni Duke og Butler tryggðu sér sæti í úrslitaleik NCAA háskólaboltans í nótt en þá fóru fram undanúrslitaleikirnir í fram í Lucas Oil-leikvanginum í Indianapolis í Indiana. Butler er komið í fyrsta sinn í úrslitaleikinn eftir 52-50 sigur á Michigan State en Duke vann sannfærandi 78-57 sigur á West Virginia og er komið í úrslitaleikinn í tíunda sinn. 4.4.2010 12:30
Ron Artest ætlar að búa til raunveruleikaþátt um sjálfan sig Ron Artest, leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, er búinn að ákveða að skella sér á fullu í sjónvarpið og setja á laggirnar nýjan sjónvarpsþátt um sjálfan sig. 4.4.2010 12:00
Stuðningsmenn Heerenveen vilja alls ekki missa Arnór Smárason Framtíð Arnórs Smárasonar hefur verið mikið í umræðunni á hollensku netmiðlunum um helgina en Heerenveen ætlar ekki að gera nýjan samning við íslenska landsliðsmanninn sem hefur verið að glíma við meiðsli síðustu níu mánuði. 4.4.2010 11:30
NBA: Oklahoma City vann Dallas og tryggði sig inn í úrslitakeppnina Ungu strákarnir í Oklahoma City Thunder hafa vakið mikla hrifningu fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni í vetur og í nótt tryggði liðið sér sæti í úrslitakeppninni með 121-116 útisigri á Dallas Mavericks. Oklahoma City er þegar búið að tvöfalda sigra sína frá því á síðasta tímabili þegar liðið vann aðeins 23 leiki. 4.4.2010 11:00
Sebastian Vettel vann malaíska kappaksturinn - tvöfalt hjá Red Bull Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull vann malaíska kappaksturinn í formúlu eitt í morgun en þetta var fyrsti sigur hans á tímabilinu. Þetta var góður dagur fyrir Red Bull liðið því félagi Vettel, Mark Webber, varð í 2. sæti eftir að hafa byrjað á ráspólnum en missti Vettel fram úr sér í byrjun. 4.4.2010 10:30
Ágúst: Besti körfuboltaleikurinn í úrslitaeinvíginu Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ánægður eftir 81-75 sigur sinna stelpna í fjórða leik úrslitaeinvígisins á móti með KR í Hveragerði í gær en með honum tryggði Hamarsliðið sér oddaleik. 4.4.2010 10:00
Benedikt: Menn gleyma því oft hvað þetta Hamarslið er hrikalega gott Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tókst ekki að gera kvennalið að Íslandsmeisturum í Hveragerði í gær en KR-liðið fær annan möguleika á því í oddaleik á þriðjudaginn sem fram fer í DHL-höllinni. 4.4.2010 09:00
Zlatan Ibrahimovic meiddur á kálfa - verður ekki með á móti Arsenal Svíinn Zlatan Ibrahimovic getur ekki spilað með Barcelona á móti Arsenal í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla. Zlatan er einnig tæpur að ná El Clasico leiknum á móti Real Madrid um næstu helgi. 4.4.2010 08:00
Enn meiðast íslenskir landsliðsmenn - Emil ristarbrotinn Emil Hallfreðsson verður ekkert meira með Barnsley á þessu tímabili eftir að hann ristarbrotnaði í leik Barnsley á móti Sheffield United í ensku b-deildinni í gær. Þetta kemur fram á vefsíðunni fotbolti.net. 4.4.2010 07:00
Bayern endurheimti efsta sætið með sigri á Schalke Bayern Munchen liðið er í góðum gír þessa daganna því liðið fylgdi eftir sigri á Manchester United í Meistaradeildinni í síðustu viku með því að vinna toppslaginn á móti Schalke í gær. 4.4.2010 06:00
Hanna Guðrún með 31 mark í sigrunum tveimur á Bretum Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór heldur betur á kostum í tveimur leikjum íslenska kvennalandsliðsins á móti Bretum í undankeppni Evrópumótsins í handbolta. 3.4.2010 23:00
Brian Laws: Fyrstu 6 mínúturnar voru bæði ótrúlegar og vandræðalegar Brian Laws, stjóri Burnley, horfði upp á sína menn tapa 1-6 fyrir Manchester City á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. City var komið í 3-0 eftir aðeins sex mínútna leik. 3.4.2010 22:00
Mancini: Góðir möguleikar á 4. sætinu ef Adebayor og Tevez ná vel saman Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sá sína menn fara illa með heimamenn í Burnley á Turf Moor í kvöld og var að sjálfsögðu sáttur með leik sinna manna sem unnu 6-1 sigur. 3.4.2010 21:30
Íris: Ekki alveg tilbúnar að fara í sumarfrí strax Íris Ásgeirsdóttir, fyrirliði Hamars, brosti út að eyrum eftir 81-75 sigur á KR í Hveragerði í dag en Hamar náði þar með að jafna úrslitaeinvígið í 2-2 og tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 3.4.2010 21:00
Aaron Ramsey farinn að stíga í fótinn aðeins mánuði eftir fótbrot Aaron Ramsey, miðjumaður Arsenal sem tvífótbrotnaði í leik á móti Stoke City fyrir mánuði síðan er á góðum batavegi. Ramsey er búinn að leggja hækjunum og farinn að stíga í fótinn á nýjan leik. 3.4.2010 20:30
Umfjöllun: Tröllatvenna Juliu vó þungt er Hamar tryggði sér oddaleik Hamar vann 81-75 sigur á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í frábærum leik í Hveragerði í dag. KR gat orðið Íslandsmeistari með sigri en nú fer Íslandsbikarinn örugglega á loft á þriðjudaginn þar sem liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. 3.4.2010 20:16
Bojan með tvö mörk í öruggum sigri Barcelona Barcelona náði þriggja stiga forskoti á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 4-1 sigur á Athletic Bilbao á heimavelli í kvöld. Bojan Krkic skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en hin mörkin gerðu Lionel Messi og Jeffrén Suárez. 3.4.2010 19:52
Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - myndasyrpa Það verður oddaleikur um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir 81-75 sigur Hamar á KR í frábærum fjórða leik í Hveragerði í dag. 3.4.2010 19:30
Toppliðin unnu öll á Ítalíu - Inter heldur eins stigs forustu Thiago Motta skoraði tvö mörk þegar Inter Milan vann 3-0 heimasigur á Bologna í ítölsku deildinni í dag og hélt því toppsætinu. Roma og AC Milan unnu bæði sína leiki og fylgja meisturunum eftir. 3.4.2010 19:00
Aftaka á Turf Moor Manchester City skaust upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með ótrúlegum, og afar auðveldum, 1-6 sigri á Burnley á Turf Moor. 3.4.2010 18:25
Hildur: Villuvandræðin slógu okkur út af laginu KR-konum tókst ekki að verða Íslandsmeistarar í Hveragerði og liðsins bíður nú oddaleikur á heimavelli í þriðjudaginn. Hildur Sigurðardóttir lék vel í dag og var með 18 stig og 7 stoðsendingar. 3.4.2010 18:24
Julia Demirer: Vitum að við erum sterkari í jöfnu leikjunum „Ég er alveg dofinn í hnénu en ég finn hvort sem ekkert til þegar við vinnum," sagði Hamarskonan Julia Demirer, eftir 81-75 sigur Hamars á KR í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í dag. 3.4.2010 18:11
Hamarskonur tryggðu sér oddaleik - unnu KR 81-75 Hamar tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir 81-75 sigur í fjórða leiknum við KR sem fram fór í Hveragerði í dag. Oddaleikurinn verður í DHl-höllinni á þriðjudaginn. 3.4.2010 17:35
Webber ánægður með klókindi aðstoðarmanns Mark Webber og Ciaron tæknilegur aðstoðarmaður hans voru að vonum ánægðir með besta tíma í tímatökum í dag, en klókindi þeirra sameiginlega urðu til þess að Webber var einn manna á milligerð af regndekkjum í lokaumferðinni. 3.4.2010 17:32
Benítez farinn að efast um andlegu hliðina hjá Aquilani Rafael Benítez, stjóri Liverpool, virðist vera farinn að missa þolinmæðina gagnvart Ítalanum Alberto Aquilani sem hann keypti á 20 milljónir punda frá Roma síðasta haust. Alberto Aquilani er enn á ný meiddur á ökkla en hann hefur aðeins byrjað átta leiki Liverpool-liðsins á tímabilinu. 3.4.2010 17:00
Guardiola: Ég vil frekar vinna alla hina leikina en Real-leikinn Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að stórsókn liðsins á upphafsmínútunum í Meistaradeildarleiknum á móti Arsenal sé eitthvað sem sjáist bara aðeins einu sinni á ævi hvers manns. 3.4.2010 16:30
Enn skorar Gylfi fyrir Reading Gylfi Þór Sigurðsson heldur áfram að gera það gott með Reading en hann skoraði mark liðsins í 2-1 tapi gegn Ipswich Town í dag. Mark Gylfa kom á 90. mínútu. 3.4.2010 16:09
Bendtner hélt lífi í titilvonum Arsenal - Bent fór illa með Spurs Arsenal virðist vera búið að fullkomna þá list að vinna leiki á ögurstundu því liðið vann enn leikinn á dramatískan hátt. Í dag kom sigurmarkið á 94. mínútu gegn Wolves. 3.4.2010 15:58
Tuttugu marka sigur á Bretum Hann var afar ójafn leikur kvennaliða Íslands og Bretlands í undankeppni EM í handbolta í dag. Ísland vann yfirburðasigur, 40-20. 3.4.2010 15:19
Rangstöðumark Drogba - myndband Sigurmark Chelsea gegn Man. Utd á Old Trafford í dag var í meira lagi umdeilt enda var Didier Drogba rangstæður er hann fékk boltann og skoraði. 3.4.2010 14:57
Ancelotti: Erum í bílstjórasætinu Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur við sigur sinna manna á Old Trafford í dag enda er Chelsea komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni. 3.4.2010 14:48
Ferguson brjálaður út í aðstoðardómarann Það sauð á Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, eftir tapið gegn Chelsea í dag. Seinna mark Chelsea í leiknum var augljóst rangstöðumark en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum lyfti aðstoðardómarinn ekki flaggi sínu. 3.4.2010 14:40
Gylfi valinn besti leikmaður marsmánaðar í ensku b-deildinni Gylfi Þór Sigurðsson var í dag valinn besti leikmaður ensku b-deildarinnar í fótbolta fyrir marsmánuð en hann hefur spilað frábærlega með Reading að undanförnu. 3.4.2010 14:15
Chelsea tók toppsætið af United með 2-1 sigri á Old Trafford Chelsea vann 2-1 útisigur á Manchester United í uppgjöri toppliða ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í Manchester. Chelsea-maðurinn Joe Cole skoraði eina mark fyrri hálfleiks og varamennirnir Didier Drogba (Chelsea) og Federico Macheda (United) skoruðu síðan sitthvort ólöglega markið í seinni hálfleiknum. Manchester pressaði mikið í lokin en Chelsea-vörnin hélt út og fór heim með öll stigin þrjú. 3.4.2010 13:34
Cristiano Ronaldo getur ekki horft á Meistaradeildina Það var mjög sár tilfinning fyrir Portúgalann Cristiano Ronaldo þegar Real Madrid datt út úr Meistaradeildinni á dögunum. Cristiano Ronaldo hafði farið alla leið í úrslitaleikinn með Manchester United undanfarin tvö ár en var nú úr leik strax í sextán liða úrslitunum. 3.4.2010 13:00
Mancini tilbúinn að fara aftur til Ítalíu - orðaður við Juventus Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er farinn að horfa aftur til heimalandsins, samkvæmt nýjustu fréttum af ítalska stjóranum en hann opnaði sig í viðtali við ítalska blaðið La Nazione. Mancini hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Juventus. 3.4.2010 12:30
Wenger neitar því að Fabregas hafi spilað fótbrotinn á móti Barcelona Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur hafnað þeim sögusögnum að fyrirliðinn Cesc Fabregas hafi þegar verið fótbrotinn þegar hann spilaði leikinn á móti Barcelona í Meistaradeildinni í vikunnu. Cesc Fabregas mun ekkert spila meira með á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann er með sprungu í dálknum. 3.4.2010 12:00
Kappar í titilslagnum allir í vandræðum Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button. Hann er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. . 3.4.2010 11:34
Hafa ekki unnið á Old Trafford síðan að Eiður skoraði eitt markanna Það styttist óðum í stórleik Manchester United og Chelsea á Old Trafford en leikurinn hefst á Old Trafford eftir fimmtán mínútur. Chelsea hefur farið heima stiga- og markalaust eftir síðustu tvo deildarleiki sína á Old Trafford og það eru liðin tæp fimm ár síðan að liðið vann síðasta sigur í Leikhúsi draumanna. 3.4.2010 11:30
Didier Drogba er á bekknum hjá Chelsea á móti United Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki með Didier Drogba í byrjunarliði Chelsea í toppslagnum á móti Manchester United sem hefst klukkan 11.45 á Old Trafford í Manchester. Joe Cole, Deco, Florent Malouda og Nicolas Anelka eru fremstu menn liðsins í leiknum í dag. 3.4.2010 11:12
NBA: Ginobili skoraði 43 stig í sigri San Antonio á Orlando Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn á síðustu vikum þegar hann skoraði 43 stig í 112-100 sigri San Antonio Spurs á Orlando Magic í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var í fjórða sinn sem hann skorar 30 stig eða meira í leik síðan að Tony Parker meiddist og Ginobili tók stöðu hans í byrjunarliðinu. 3.4.2010 11:00
Webber fyrstur í stormasamri tímatöku Ástralinn Mark Webber á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir malasíska kappaksturinn, eftir að skýfall og eldingar ruglaði þvi sem kalla má hefðbundinni uppröðun fremstu liða á ráslínu. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull þriðji. 3.4.2010 09:59