Kappar í titilslagnum allir í vandræðum 3. apríl 2010 11:34 Jenson Button er aftarlega á ráslínu eftir að veðrið lék hann og fleiri toppökumenn grátt. Mynd: Getty Images Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button sem ásamt fleirum fór heldur seint inn á brautina í tímatöku þar sem vatnsflaumur eftir rignignar sett mark sitt á árangur keppenda. Button er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. Staðan í stigamótnu er sú að Alonso er með 37 stig, Massa 33 og Button 31. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu hefst kl. 07.30 á sunnudagsmorgun. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Tímatakan fyrir Malasíu kappaksturinn var í skrautlegra lagi í dag og heimsmeistarinn Jenson Button er meðal þeirra sem verður aftarlega á ráslínu, eftir brambolt í fyrstu umferð tímatökunnar. Hann er sautjándi, en keppinautar hans í titilslagnum eru enn aftar, eftir mistök í rigningarsamri tímatöku. "Við lásum þetta vitlaust, töldum að veðrinu myndi slota, en það reyndist rangt. Ég skautaði útaf brautinni og festist í malargryfju. Ég vona að ég hafi ekki skemmt neitt, þar sem ég var með vélina í gangi nokkuð lengi og vonaðist til að losna úr prísundunni", sagði Button sem ásamt fleirum fór heldur seint inn á brautina í tímatöku þar sem vatnsflaumur eftir rignignar sett mark sitt á árangur keppenda. Button er heppinn að því leyti að kapparnir sem eru honum ofar í stigamótinu eru í nítjánda, það er Fernando Alonso og Felipe Massa í tuttugasta og fyrsta sæti. Félagi Buttons, Hamilton er í tuttugasta sæti. Magnaðir kappar sem munu leggja allt í sölurnar í mótinu til að komast ofar. Staðan í stigamótnu er sú að Alonso er með 37 stig, Massa 33 og Button 31. "Við fórum of seint af stað, á svipuðum tíma og önnur topplið, en vorum óheppnir. Ég er búinn að vera fljótastur alla helgina og ég verð bara að hrista þetta af mér og keyra af hjartans list", sagði Hamilton, sem vann sig hratt upp listann í síðasta móti eftir að hafa náð ellefta sæti á ráslínu. Bein útsending frá kappakstrinum í Malasíu hefst kl. 07.30 á sunnudagsmorgun.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira