Fleiri fréttir

Arnar Þór: Stemningin var þeirra megin

"Það sem skildi að var stemningin hjá þeim, hún var mun meiri hjá þeim núna og þeir fengu húsið með sér," sagði Akureyringurinn Arnar Þór Gunnarsson, sem lék með Val gegn Akureyri í kvöld.

IE-deild karla: Úrslit og stigaskor

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla. Snæfell lagði Njarðvík í háspennuleik, KR lagði Keflavík og Breiðablik marði Fjölni.

Aðgerðin á Van Persie heppnaðist vel

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að aðgerð Hollendingsins Robin Van Persie hafi heppnast vel. Þess er samt langt að bíða að hann snúi aftur út á völlinn.

Stelpurnar hans Þóris: Naumur sigur í síðasta leik fyrir HM

Norska kvennalandsliðið vann 25-24 sigur á Brasilíu í æfingaleik í Kína í dag en þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir HM í Kína sem hefst með leik við Japana á laugardaginn. Þetta er fyrsta stórmót norska gull-liðsins síðan að Íslendingurinn Þórir Hergeirsson tók við liðinu af Marit Breivik í sumar.

Sauber fær sæti BMW í Formúlu 1

Peter Sauber fær rásleyfi fyriir keppnislið sitt í Formúlu 1 á næsta ári, en FIA tilkynnti þetta í dag. Sauber keypti búnað BMW liðsins í Sviss og mun nota Ferrari vélar á næsta ári.

Carvalho: Við erum betri en við vorum 2005

Ricardo Carvalho, portúgalski miðvörðurinn hjá Chelsea, segir Chelsea-liðið í dag vera betra en það sem vann enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fimmtíu ár vorið 2005. Chelsea er með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í fjórtán deildarleikjum.

Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leik Snæfells og Hamars

Leikur Snæfells og Hamars í Subwaybikar karla fer fram í Stykkishólmi klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið kemur þrátt fyrir að bæði félög hafi óskað eftir því að leikurinn yrði færður yfir á mánudaginn. Mótanefnd KKÍ leyfir ekki að færa leikinn um einn sólarhring.

Jón Arnór byrjaður að æfa aftur með Granada

Jón Arnór Stefánsson er byrjaður að æfa á nýjan leik með spænska körfuboltaliðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki á undirbúningstímabilinu.Jón Arnór mætti á sín fyrstu æfingu á mánudaginn en hann mun æfa með liðinu annaðhvorn dag auk þess að hann mun ekki taka þátt í nema hlut af æfingunum fyrst um sinn.

Vinna Njarðvíkingar sinn fyrsta deildarsigur í Hólminum frá 2003?

Topplið Njarðvíkur í Iceland Express deild karla heimsækir Snæfellinga í Stykkishólm í kvöld en Njarðvíkingum hefur ekki gengið vel í deildarleikjum sínum í Hólminum síðustu sex tímabil. Snæfell er nefnilega búið að vinna sjö síðustu deildarleiki liðanna í Fjárhúsinu.

Hvernig koma kanalausir Keflvíkingar til baka á móti KR?

Keflvíkingar fengu slæman skell á móti nágrönnum sínum í Njarðvík í síðasta leik sínum í Iceland Express deild karla og ráku í kjölfarið kanann sinn Rashon Clark. Keflvíkingar fá tækifæri til að endurvekja stoltið þegar þeir taka á móti Íslandsmeisturum KR í Toyota-höllinni í Keflavík klukkan 19.15 í kvöld.

Koma Akureyringar sér inn í toppbaráttuna?

Fjórir leikir fara fram í N1 deild karla í kvöld og stórleikur kvöldsins er á Akureyri þar sem heimamenn taka á móti toppliði Valsmanna. Akureyringar hafa unnið fjóra leiki í röð og geta komist upp að hlið Vals á toppnum með sigri.

Danir verða með tvö lið í Meistaradeildinni frá 2011

Danir fögnuðu í gær úrslitunum úr leik Hamburger SV og Rapid Vín í Evrópudeild UEFA en þó af óvenjulegri ástæðu. Hamburger SV vann leikinn 2-0 sem þýddi að skoska liðið Celtic var úr leik í keppninni og Skotar missa annað Meistaradeildarsæti sitt til Dana.

Fernando Torres að verða hundrað prósent maður

Fernando Torres spilar kannski með Liverpool á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Rafael Benítez, stjóri Liverpool, hefur staðfest að spænski framherjinn sem að komast á fulla ferð eftir að hafa verið frá síðan í byrjun nóvember.

Manchester United hætt við að kaupa "Litla Kaka"

Manchester United hefur ákveðið að hætta við að kaupa hinn 18 ára Adem Ljajic frá Partizan Belgrad en kaupin voru tengd því þegar Manchester keypti Zoran Tosic frá Partizan fyrir ári síðan.

Ingibjörg með slitin krossbönd

Ingibjörg Jakobsdóttir, bakvörður Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna, verður ekkert meira með á tímabilinu eftir að ljóst varð að hún hafði slitið krossbönd í leik á móti Haukum á dögunum. Ingibjörg hafði ekkert verið með í síðustu tveimur leikjum vegna meiðslanna.

West Ham að vinna í því að fá Luca Toni

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham hefur hafið viðræður við þýska liðið Bayern Munchen um að fá Luca Toni til Upton park þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuðina. Luca Toni fær engin tækifæri hjá Louis van Gaal og vill fara frá liðinu.

Ancelotti: Gott fyrir tímabilið að nota ungu strákana

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sá ekki eftir því að hafa hvílt lykilmenn liðsins og mætt með hálfgert varalið í leikinn á móti Blackburn í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í gær. Chelsea tapaði 3-4 í vítakeppni og er úr leik.

Guardiola, þjálfari Barcelona: Við vorum í vandræðum með Xerez

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, viðurkenndi að liðið sitt hafi verið langt frá sínu besta á móti fallbaráttuliði Xerez í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Barcelona vann leikinn 2-0 með marki frá Thierry Henry í upphafi seinni hálfleiks og marki frá Zlatan Ibrahimovic í uppbótartíma.

Mark Hughes: Arsene Wenger kann ekki að tapa

Mark Hughes, stjóri Manchester City, var ekkert alltof sáttur með Arsene Wenger, stjóra Arsenal eftir að sá síðarnefndi neitaði að taka í höndina á honum eftir 3-0 sigur City á Arsenal í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins í gær.

Cleveland vann Phoenix örugglega með 17 stigum

LeBron James gældi við þrefalda tvennu og Shaquille O’Neal skoraði tólf stig á móti sínum gömlu félögum í öruggum 107-90 sigri Cleveland Cavaliers á Phoenix Suns sem tapaði sínum öðrum leik í röð á ferð sinni um austurströndina.

New Jersey tapaði átjánda leiknum og setti vafasamt met

New Jersey Nets setti nýtt met yfir verstu byrjun í sögu NBA-deildarinnar þegar liðið tapaði sínum átjánda leik á tímabilinu í nótt. New Jersey tapaði þá 101-117 fyrir Dallas Mavericks sem þýðir að ekkert lið hefur byrjað tímabilið jafn illa.

Artest fékk sér koníak í hálfleik

Ron Artest er ekki hættur að ganga fram af fólki en hann hefur nú viðurkennt að hafa neytt áfengis í miðjum leik á meðan hann spilaði með Chicago Bulls en það var á árunum 1999-2002.

Blackburn vann Chelsea eftir vítaspyrnukeppni

Blackburn varð seint í kvöld síðasta liðið til þess að komast í undanúrslit enska deildabikarsins. Liðið lagði þá Chelsea í hörkuleik en vítaspyrnukeppni þurfti til að fá sigurvegara í leiknum.

Wenger neitaði að taka í hendina á Hughes

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ekki í neinu jólaskapi eftir að hans menn höfðu tapað gegn Man. City í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Benedikt: Enn nóg eftir af tímabilinu

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, fór varlega í yfirlýsingarnar eftir að hans lið vann sinn tíunda sigur í röð í Iceland Express-deild kvenna.

Man. City sló út Arsenal

Manchester City varð í kvöld þriðja liðið til þess að tryggja sig inn í undanúrslitin í enska deildabikarnum.

IE-deild kvenna: Úrslit og stigaskor

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. KR vann stórleikinn vestur í bæ, Hamar lagði Njarðvík og Keflavík valtaði yfir Val.

Robinho væri fínn í sirkus

Þjóðverjinn Franz Benckenbauer er ekki beint þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og hann hefur viðrað þær aðeins fyrir HM-dráttinn í Suður-Afríku.

Umfjöllun: KR enn ósigrað

KR er enn ósigrað í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld, 81-56.

Drogba vonast eftir léttari riðli en á síðasta HM

Didier Drogba, framherji Chelsea og Fílabeinsstrandarinn vonast til þess að Fílabeinsströndin verði heppnari með riðli en á HM í Þýskalandi 2006. Fílabeinsströndin lenti þá í riðli með Argentínu, Hollandi og Serbíu/Svartfjallalandi.

Henry gæti byrjað HM í leikbanni

Máli franska landsliðsmannsins Thierry Henry er hvergi nærri lokið en nýjasta nýtt er að FIFA íhugar að setja hann í bann í upphafi HM vegna handarinnar frægu gegn Írum.

Ekkert gengur hjá Maríu Ben og félögum í UTPA

Körfuboltalið The University of Texas-Pan American með íslenska miðherjann Maríu Ben Erlingsdóttir innanborðs tapaði í nótt sínum sjöunda leik í röð í bandaríska háskólaboltanum þegar liðið lá 69-58 fyrir Arkansas-Pine Bluff skólanum.

Ferguson sér eftir því að hafa sleppt enska bikarnum árið 2000

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann sjái eftir því að hafa dregið lið sitt út úr ensku bikarkeppninni fyrir tíu árum síðan. Manchester United var ekki með í ensku bikarkeppninni 1999-2000 þar sem félagið valdi frekar að taka þá í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem fram fór í Brasilíu.

Tiger: Ég brást fjölskyldu minni

Tiger Woods segir á heimasíðu sinni að hann hafi brugðist fjölskyldu sinni en sögusagnir hafa verið á kreiki um framhjáhald hans.

Klinsmann tjáir sig ekkert um Liverpool

Jurgen Klinsmann hefur ekkert viljað tjáð sig um það hvort hann sé að fara taka við Liverpool-liðinu næsta sumar af Rafa Benitez en menn hafa verið að velta því upp í enskum fjölmiðlum.

Gana vill að Balotelli spili með þeim á HM

Milovan Rajevac, þjálfari landsliðs Gana, vonast til þess að geta sannfært Mario Balotelli hjá Inter Milan um að spila með landsliði Gana á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Brandararnir hans Ancelotti slá í gegn hjá Chelsea

Ray Wilkins, aðstoðarknattspyrnustjóri Carlo Ancelotti hjá Chelsea segir að góður húmor Ítalans hafi hjálpað honum mikið til að komast inn í hlutina hjá enska félaginu. Chelsea hefur aðeins tapað 2 af 21 leik undir stjórn Ancelotti og er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir