„Það var smá stress og drama“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 08:03 Janus verður frá í tvo til þrjá mánuði en óttast var að tímabili hans væri lokið. Javier Borrego/Europa Press via Getty Images Betur fór en áhorfðist hjá handboltamanninum Janusi Daða Smárasyni sem varð fyrir hroðalegum hnémeiðslum á dögunum. Hann vonast til að ná komandi Evrópumóti í janúar. Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Janus Daði hafði farið vel af stað með liði sínu Pick Szeged í Ungverjalandi í haust og var meðal annars markahæstur í frábærum sigri á PSG í Meistaradeildinni á dögunum. Í leik við Tatabanya í ungversku deildinni varð hann hins vegar fyrir slysi. „Það var bleyta á vellinum sem ég asnast til að stíga í og reyni að bremsa. Ég flýg bara á hausinn og þunginn fer allur innan á hnéð. Maður heyrði eitthvað aðeins en ég var aðallega svo pirraður yfir bleytunni að ég pældi ekki mikið í þessu. Svo kom verkur og með því,“ segir Janus í Sportpakkanum á Sýn. Fótur Janusar skekktist illa og leit hreint ekki vel út með stöðuna. „Þeir sem voru þarna sögðu að þetta hefði litið mjög óheppilega út. Það var smá stress og drama. En ég er voða ánægður að þetta var ekki meira og að ég geti einbeitt mér á fullu núna að því að koma til baka.“ Bjartsýnn að vera góður í janúar Óttast var um krossbandsslit en nú tekur við kapphlaup við tímann hjá Janusi, sem verður frá næstu tíu til tólf vikurnar. Um fjórtán vikur eru þar til EM í handbolta fer af stað og er það gulrót fyrir Selfyssinginn í endurhæfingunni. „Eins og staðan er núna er það bara á dagskránni hjá mér. Það er fínt að hafa það fyrir framan sig að hver vika telur. Ef ég er nógu duglegur og heppinn með hvernig líkaminn bregst við. Þá er aldrei að vita nema ég geti sprikklað aðeins fyrr og verði í toppstandi þegar kemur að janúar,“ segir Janus. Móðirin fær aukna hvíld Janus getur þá beitt sér meira heima fyrir á meðan endurhæfingunni stendur. „Þetta er svekkjandi, en það gefst ekki tími í að svekkja sig á þessu. Ég er heppinn að eiga ellefu mánaða dóttur hérna sem heldur mér við efnið. Dagsdaglega rútínin verður örugglega bara sú sama og ég reyni að vera jafn aktívur heima við og í gymminu,“ „Við fjölskyldan höfum það bara nokkuð gott hérna. Krakkinn er að byrja í leikskóla. Það er kannski að maður taki nokkrar nætur núna fyrir mömmuna að fá smá hvíld,“ segir Janus. Viðtalið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Ungverski handboltinn Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira