Fleiri fréttir

Shaq og LeBron James í danskeppni

Shaquille O'Neal gekk í raðir Cleveland Cavaliers í vikunni. Risinn er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera að komast á aldur en samvinnu hans og LeBron James er beðið með eftirvæntingu. Shaq verður í treyju númer 33.

Tvö heimsmet í sundi í Þýskalandi

Daniela Samulski frá Þýskalandi bætti heimsmetið í 50 metra baksundi í dag. Metið sló hún á heimavelli í Berlín þar sem þýska meistaramótið fer fram.

Guðjón Þórðarson með ungmennalandsliði Englands

Guðjón Þórðarson, stjóri Crewe, eyddi tíma með ungmennalandsliði Englands á dögunum. Liðið er komið í úrslitaleikinn á Evrópumóti U-21 árs liða en Stuart Pearce þjálfar liðið. Guðjón var í Svíþjóð að vinna að Uefa Pro Licence þjálfaragráðunni.

Ósætti um Ólympíuleikvanginn í London fyrir HM 2018

Kallað hefur verið eftir því að Ólympíuleikvangurinn sem er í byggingu í London verði notaður í samkeppni Englands um Heimsmeistaramótin árið 2018 og 2022. England mun sækjast eftir því að halda annað hvort mótið.

Yaya Toure kostar nú 100 milljónir evra

Yaya Toure hefur framlengt samning sinn við Barcelona um eitt ár. Hann hafði sterklega verið orðaður við Arsenal en er nú samningsbundinn katalónska félaginu til 2012.

Enginn kvartaði þegar Owen var keyptur

Sá sem keypti Michael Owen til Newcastle segir að „allir hafi sagt að hann yrðu frábær kaup,“ þegar hann gekk í raðir félagsins fyrir sautján milljónir punda. Það er Freddy Shepard, fyrrum stjórnarformaður, en Owen fer frá félaginu á frjálsri sölu á þriðjudaginn.

Félagsskipti Ronaldo loks að ganga í gegn

Real Madrid og Manchester United sendu frá sér yfirlýsingar á opinberum heimasíðum sínum í kvöld um að félagsskipti Portúgalans Cristiano Ronaldo á 80 milljón pund séu við það að ganga í gegn.

Haukar skutust á topp 1. deildar

Áttunda umferð 1. deildar karla í fótbolta hófst í kvöld með fjórum leikjum. Haukar unnu góðan 1-3 útisigur gegn Víking Reykjavík og skutust þar með á topp deildarinnar.

Serena komin í 16-manna úrslit á Wimbledon

Bandaríska tenniskonan Serena Williams vann hina ítölsku Robertu Vinci í tveimur settum á Wimbledon-mótinu í tennis í dag og komst þar með í 16-manna úrslit mótsins.

Tevez: Koma Berbatov eyðilagði allt fyrir mér

Framtíð Argentínumannsins Carlos Tevez er enn óráðin en þegar hefur verið staðfest að hann muni ekki spila áfram fyrir Englandsmeistara Manchester United. Tevez segir sjálfur að koma Dimitar Berbatov á Old Trafford hafi í raun fullvissað hann um að framtíð hans lægi annars staðar.

Dramatískur sigur hjá U-21 árs landsliði Englands

Enska u-21 árs landsliðið komst í úrslitaleikinn á Evrópumótinu eftir sigur gegn Svíþjóð eftir vítaspyrnukeppni. England var 3-0 yfir í hálfleik með mörkum Martin Cranie, Nedum Onuoha og sjálfsmarki Matthiasi Bjarsmyr en Svíþjóð jafnaði 3-3 í seinni hálfleik og framlengja þurfti leikinn.

Mike Riley endar ferilinn í Eyjum

Knattspyrnudómarinn víðkunni Mike Riley hefur ákveðið að leggja flautunni og taka við starfi sem yfirmaður dómara hjá enska knattspyrnusambandinu en tilkynnt var um ráðningu hans í dag.

Hatton enn óákveðinn með framhaldið

Hnefaleikakappinn Ricky Hatton er enn í rusli yfir niðurlægjandi tapi sínu gegn Manny Pacquiao en fjöldi manna úr bransanum hafa hvatt Bretann til þess að leggja hanskana á hilluna.

Kohlscreiber engin hindrun fyrir Federer

Tenniskappinn Roger Federer hélt uppteknum hætti á Wimbledon-mótinu í dag og tryggði sig áfram í fjórðu umferð með sigri gegn Philipp Kohlschreiber.

Óli Stefán til Grindavíkur

Óli Stefán Flóventsson hefur ákveðið að ganga til liðs við sitt gamla félag, Grindavík, en hann fær leikheimild með félaginu þann 15. júlí næstkomandi.

Blackburn keypti Givet

Blackburn hefur gengið frá kaupum á varnarmanninum Gael Givet sem var í láni hjá félaginu frá Marseille í Frakklandi.

Cisse samdi við Panathinaikos

Franski sóknarmaðurinn Djibril Cisse hefur gengið frá fjögurra ára samningi við Panathinaikos í Grikklandi sem keypti hann frá Marseille á sjö milljónir punda.

Vieira til Frakklands ef Inter vill hann ekki

Patrick Vieira er orðinn að afgangsstærð hjá Jose Mourinho og Inter hefur sett franska miðjumanninn á sölulista. Hann lék aðeins 24 leiki fyrir félagið á síðustu leiktíð.

Mun Manchester nota Macheda sem beitu?

Fréttir berast af því frá Ítalíu í dag að Man. Utd ætli sér að nota framherjann Federico Macheda sem beitu til þess að lokka Kenýumanninn McDonald Mariga frá Parma.

Boro ekki á eftir Phil Neville

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segir það ekki vera rétt að Boro hafi boðið Phil Neville þjálfarastöðu hjá félaginu.

Ribery fær ekki að fara

FC Bayern hefur ítrekað enn eina ferðina að Frakkinn Franck Ribery sé ekki á förum frá félaginu. Forráðamenn Bayern segja að það skipti engu máli hversu hátt tilboð komi í leikmanninn, hann sé ekki til sölu.

Omeyer bestur í Þýskalandi

Franski markvörðurinn Thierry Omeyer hefur verið valinn leikmaður ársins í þýska handboltanum.

Þetta er bara smá misskilningur

Ummæli Cesc Fabregas í gær um getuleysi Arsenal settu af stað enn eina umræðuna um að hann væri á förum frá félaginu. Sjálfur er hann pirraður á þeirri umræðu og segir hana vera misskilningi byggða.

Toni gæti verið á leið til Mílanó

Ítalski framherjinn hjá FC Bayern, Luca Toni, útilokar ekki að snúa aftur til heimalandsins þar sem vitað er að bæði Mílanó-liðin hafa mikinn áhuga.

Orlando fær Vince Carter

Orlando Magic var ekki lengi að svara því að Cleveland nældi sér í Shaquille O´Neal þar sem félagið er búið að krækja í Vince Carter frá New Jersey Nets.

Sama slúðrið um Eið Smára

Eiður Smári Guðjohnsen er sem fyrr talsvert fyrirferðamikill í fréttum enskra fjölmiðla í dag en flest eru þau sammála um að hann sé aftur á leið til Englands.

Mosley bálreiður Formúlu 1 liðum

Max Mosley, forseti FIA segist nú hyggja á endurkjör til forseta FIA á ný eftir að FOTA, samtök keppnisliða sendu frá sér það sem hann telur rangindi í yfirlýsingu í gær.

Sonur Jordans gafst upp

Það er ekki auðvelt að vera sonur besta körfuboltamanns allra tíma, Michaels Jordan, og reyna síðan sjálfur að stunda íþróttina. Það reyndi þó Jeff Jordan, tuttugu ára, en hann hefur nú gefist upp á því að reyna að feta í fótspor föður sins.

Hef aldrei spilað betur á ferlinum

Öllum að óvörum trónir Kolbotn nú á toppi norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þegar tímabilið er rúmlega hálfnað.

Pattstaða hjá Ólafi Hauki

Enn hefur engin lausn fengist í málum markvarðarins Ólafs Hauks Gíslasonar. Hann átti að svara norska liðinu Haugaland fyrir rúmri viku hvort hann væri að koma eður ei.

Hannes: Doði yfir okkur

Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram í kvöld en náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur FH á Laugardalsvellinum.

Heimir: Ánægður með Tryggva

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Fram í kvöld en þetta var áttundi sigurleikur FH í deildinni í röð.

Arnar Már: Gaman að skora á móti Malla

Arnar Már Björgvinsson skoraði sitt áttunda mark í deildinni í sumar fyrir Stjörnuna í 3:0 sigir á Val. Strákurinn hefur verið sjóðheitur og spilaði fanta vel í kvöld.

Þorgrímur: Þetta var erfitt í allan dag

Þorgrímur Þráinsson sem stjórnaði liði Vals í kvöld var ósáttur eftir 3:0 tap gegn Stjörnunni. Valsmenn hafa verið gagnrýndir fyrir að spila hálf varnarsinnaðan bolta í sumar og það virtist vera það sem boðið var uppá í leiknum í kvöld. Þorgrímur sagði að þeir Willum hefðu rætt saman og ákveðið að fara þessa leið en það væri ekki taktík sem myndi vinna leiki.

Sjá næstu 50 fréttir