Fleiri fréttir

Ancelotti áfram hjá Milan

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, staðfesti í dag að Carlo Ancelotti yrði áfram við stjórnvölinn hjá félaginu á næstu leiktíð. Mikil óvissa hefur verið um framtíð Ancelotti í vetur en þeirri óvissu hefur nú verið eytt.

Giants losar sig við Burress

New York Giants hefur ákveðið að losa sig við útherjann Plaxico Burress. Ákvörðunin kemur þrem dögum eftir að ákveðið var að rétta yfir útherjanum í júní.

Adriano horfinn

Það er mikil dramatík í kringum brasilíska framherjann Adriano sem fyrr. Hann skilaði sér ekki á tilsettum tíma til Inter eftir landsleikjahléið og það nær enginn í hann. Umboðsmaður hans segist ekki einu sinni vita hvar hann sé niðurkominn.

Vick vill komast aftur í NFL

Hin fallna NFL-stjarna, Michael Vick, er loksins laus úr fangelsi og hyggur á endurkomu í NFL-deildina. Vick var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að skipuleggja hundaat, veðmál því tengdu sem og að ala upp hunda í slagsmálin.

Hamilton biðst afsökunar

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur beðist afsökunar á sínum þætti í að afvegaleiða eftirlitsmenn í hneykslismálinu í Melbourne.

Birgir Leifur í gegnum niðurskurðinn

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á Estoril-mótinu í Portúgal þó svo hann hafi ekki spilað sérstaklega vel í dag.

Meistaradeildin: HSV í undanúrslit

HSV varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði þá fyrir Flensburg, 29-31, í síðari leik liðanna en þriggja marka sigur, 25-28, í fyrri leiknum fleytti liðinu áfram.

Ferguson og McGregor eru Rangers til skammar

Walter Smith, knattspyrnustjóri Glasgow Rangers, segir að þeir Barry Ferguson og Allan McGregor hafi orðið sjálfum sér og félaginu til skammar með hegðun sinni síðustu daga.

Ferguson og McGregor í ævilangt bann

Stóra fyllerísmálið hjá Skotum heldur áfram að vinda upp á sig en í dag tilkynnti skoska knattspyrnusambandið að þeir Barry Ferguson og Allan McGregor myndu aldrei aftur spila landsleik fyrir Skota.

Aron í aðgerð á mánudag

„Þetta er ekki stór aðgerð og ég ætti að vera orðinn góður eftir sex vikur. Það er því engin hætta á því að ég missi af landsleikjunum í júní," sagði ungstirnið Aron Pálmarsson við Vísi en hann er staddur í Kiel þessa dagana.

Gerrard neitar sök

Steven Gerrard hefur neitað öllum ásökunum þess efnis að hann hafi átt nokkurn þátt í átökum á bar í Liverpool. Hann var kærður fyrir að hafa átt þátt í að stofna til átaka en neitar algjörlega sök í málinu.

Kuyt framlengir líka

Stuðningsmenn Liverpool fengu tvöfaldan skammt af góðum fréttum í dag. Fyrst að Steven Gerrard hefði framlengt samning sinn við félagið og síðan að Dirk Kuyt hefði gert slíkt hið sama.

Hiddink óttast Shearer-áhrifin á móti Newcastle

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, er vel meðvitaður um það gæti verið erfitt að eiga við Newcastle í fyrsta leiknum undir stjórn Alan Shearer enda ætli leikmenn liðsins að sanna sig fyrir nýjum stjóra. Liðin mætast á St James Park á morgun.

Fríða Rún náði besta árangrinum á EM - endaði í 49. sæti

Íslensku stelpurnar luku keppni í gær á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Mílanó á Ítalíu. Nýkrýndur Íslandsmeistari í fjölþraut, Fríða Rún Einarsdóttir úr Gerplu, náði bestum árangri þegar hún varð í 49. sæti í fjölþraut.

Alan Shearer leitar ráða hjá reyndum körlum

Alan Shearer, nýráðinn stjóri Newcastle, ætlar að gera allt til þess að halda liðinu upp í ensku úrvalsdeildinni. Eitt af því að er leita ráða hjá góðum og reyndum mönnum sem hann kynntist vel á frábærum ferli sínum.

Valskonur fara beint í 32 liða úrslitin

Íslandsmeistarar Vals í kvennaflokki munu fara beint í 32 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kvenna í ár og sleppa því við að leika í undanriðlum eins og Íslandsmeistararnir hafa gert síðustu ár.

Frábært fyrir áhorfendur - skelfilegt fyrir mig

Rafael Nadal, efsti maður heimslistans, tapaði óvænt fyrir Argentínumanninum Juan Martin Del Potro á opna Sony Ericsson mótinu í tennis í gær. Del Potro er þar með kominn í fyrsta sinn í undanúrslit á stóru móti.

Stjörnumenn að gera góða hluti í Lengjubikarnum

Nýliðar Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í fótbolta eru að standa sig vel í Lengjubikarnum. Liðið vann 3-1 sigur á Leikni í Egilshöllinni í gær og er því öruggt með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Brottrekstur hjá McLaren vegna dómaramálsins

Dave Ryan var látinn taka poka sinn hjá McLaren liðinu á Sepang brautinni í morgun og yfirgaf hann mótssvæðið fyrir fyrstu æfingu keppnisliða. McLaren taldi þátt hans í dómaramálinu hafa varpað skugga á liðið og Martin Whitmarsh rak hann í morgun.

Tevez getur ekki hugsað sér að yfirgefa United

Argentínumaðurinn Carlos Tevez elur enn þá von í brjósti að hann fái að spila með Man. Utd á næstu leiktíð. Tevez er á lánssamningi hjá United sem rennur út í sumar.

Morrison stóðst pressuna í treyju Fergusons

James Morrison, leikmaður West Brom, komst vel frá sínu í leik Skotlands og Íslands í fyrrakvöld sem fyrrnefnda liðið vann, 2-1. Morrison kom inn í byrjunarliðið eftir að ljóst varð að Barry Ferguson yrði ekki í liðinu vegna agabrots. Hann fékk líka treyju hans Ferguson með númerinu sex á bakinu.

Heskey ekki með gegn Man. Utd

Aston Villa verður án framherjans sterka, Emile Heskey, á sunnudag þegar liðið sækir topplið Man. Utd heim á Old Trafford.

Mexíkó búið að reka Sven-Göran

Knattspyrnusamband Mexíkó hefur sagt upp samningi við Svíann Sven-Göran Eriksson. Hann náði ekki að halda starfi sínu sem landsliðsþjálfari Mexíkó í eitt ár.

Hreiðar og félagar í undanúrslit

Það er ekkert lát á góðu gengi Sävehof í sænska handboltanum. Liðið tryggði sig í kvöld inn í undanúrslitin í sænska handboltanum er það lagði Redbergslid, 27-23. Staðan í leikhléi var 12-12.

McCormack átti 14 mínútur á Hampden

Ross McCormack var hetja Skota í leiknum gegn Íslandi í gær. Hann skoraði fyrra mark leiksins og var maður leiksins að mati allra dagblaða í Skotlandi.

Mourinho líkir sér við Jesús

Það eru fleiri en Davíð Oddsson sem líkja sér við Jesús Krist þessa dagana. Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho hjá Inter gerði það nú síðast í ítölskum spjallþætti.

Birgir Leifur í tólfta sæti

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson frá Akranesi fór vel af stað á Estoril-mótinu sem fram fer í Portúgal. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

Átti Obama að hitta Ferguson?

Það hefur mikið verið fylgst með komu Barack Obama Bandaríkjaforseta til Lundúna í tengslum við fund 20 helstu iðnvelda heims. En þegar fréttist af því að Barry Ferguson og Allan McGregor var vísað úr skoska landsliðinu vegna drykkju skolaðist fréttaflutningurinn til á Sky News.

Leikjahæstu útileikmenn bestu landsliða heims

David Beckham lék í gær sinn 110. landsleik fyrir Englendinga í 2-1 sigri á Úkraínu. Beckham er leikjahæsti útileikmaður í sögu enska landsliðsins, en hvernig stendur hann sig á miðað við aðrar landsliðshetjur?

Fabregas er klár í slaginn

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas sé búinn að ná fullri heilsu eftir meiðsli, en ætlar að fara varlega í að láta hann spila á ný.

Ákvörðun um kvennabox tekin í ágúst

Alþjóða Ólympíunefndin ætlar að taka ákvörðun um það í ágúst hvort hnefaleikar kvenna verði ein af keppnisgreinunum á ÓL í London árið 2012.

Sjá næstu 50 fréttir