Fótbolti

Ferguson og McGregor eru Rangers til skammar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Smith er ekki sáttur við Barry Ferguson.
Smith er ekki sáttur við Barry Ferguson. Nordic Photos/Getty Images

Walter Smith, knattspyrnustjóri Glasgow Rangers, segir að þeir Barry Ferguson og Allan McGregor hafi orðið sjálfum sér og félaginu til skammar með hegðun sinni síðustu daga.

Smith reif fyrirliðabandið af Ferguson í dag og félagið ákvað í kjölfarið að sekta þá félaga um tveggja vikna laun.

„Það er mjög svekkjandi að við höfum neyðst til þess að grípa til þessara aðgerða. Við viljum alls ekki standa í slíku en við verðum bara að bregðast við núna enda hafa þeir orðið félaginu til skammar," sagði Smith grimmur.

„Þeir hafa einnig orðið sjálfum sér til skammar. Að sjá þessar myndir af þeim í blöðunum á bekknum var mjög neyðarlegt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×