Fótbolti

Ferguson og McGregor í ævilangt bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Barry Ferguson er ekki að gera góða hluti.
Barry Ferguson er ekki að gera góða hluti. Nordic Photos/Getty Images

Stóra fyllerísmálið hjá Skotum heldur áfram að vinda upp á sig en í dag tilkynnti skoska knattspyrnusambandið að þeir Barry Ferguson og Allan McGregor myndu aldrei aftur spila landsleik fyrir Skota.

Þeir eru sem sagt komnir í ævilangt bann. Ástæðan er fylleríið í Hollandi sem og að þeir notuðu hið alræmda "V-merki" þegar ljósmyndarar tóku myndir af þeim á varamannabekknum í leiknum gegn Íslandi.

Glasgow Rangers er þess utan búið að taka fyrirliðabandið af Ferguson og og hefur ákveðið að sekta félagana um tveggja vikna laun.

Sopinn í Hollandi er því orðinn ansi dýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×