Fótbolti

Carlos Tevez: Maradona vill stæla Sir Alex Ferguson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez og Diego Maradona á góðri stundu.
Carlos Tevez og Diego Maradona á góðri stundu. Mynd/AFP

Carlos Tevez segir að Diego Maradona ætli að byggja upp argentínska landsliðið á svipaðan hátt og Sir Alex Ferguson hefur byggt upp lið Manchester United. Það er óhætt að segja að það hafi ekki tekist í skellinum á móti Bólivíu í vikunni.

„Maradona vill að argentínska landsliðið sýni sama sigurvilja og lið Manchester United. Hann er alltaf að tala um það þegar við hittumst," sagði Carlos Tevez í viðtali við Sport-blaðið í Argentínu.

„Hann hefur sérstakar mætur á þeim hæfileika Ferguson að breyta leikmönnum sínum í sigurvegara. Hjá United er frábært sigurhugarfar af því við erum allir svo einbeittir. Maradona veit þetta og vill að Argentína nái þessu líka," sagði Tevez.

Tevez er ánægður með Maradona. „Hann er sannur heiðursmaður en það er enginn vafi hver ræður. Ég er ánægðastur með það að hann kemur eins fram við alla og það fær enginn stjörnumeðferð. Það skiptir ekki máli hvort þú kostir margar milljónir eða hvort þú sért að spila þína fyrstu landsleiki," sagði Tevez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×