Fleiri fréttir

Cole frá keppni í sex vikur

Framherjinn Carlton Cole hjá West Ham United getur ekki leikið með liði sínu næstu sex vikurnar vegna nárameiðsla eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá félaginu í dag.

Haye ætlar að rota Klitschko-bræður

Eftir mánaðalangar samningaviðræður eru þeir Wladimir Klitschko og David Haye loksins búnir að skrifa undir samning og bóka bardaga sinn þann 20. júní.

Embla Grétarsdóttir í Val

Embla Grétarsdóttir hefur ákveðið að ganga í raðir Vals eftir því sem fram kemur á heimasíðu KR og leikur því í rauðu í sumar.

Alan Shearer fær hundrað þúsund pund á leik

Það kostar sitt fyrir Newcastle að fá Alan Shearer til að setjast í stjórastólinn. Shearer stjórnaði sinni fyrstu æfingu í morgun eftir að hann og forráðamenn Newcastle höfðu gengið frá samningamálunum í gær.

Vandræði hjá Southampton

Viðskiptum með hlutabréf í félaginu Southampton Leisure Holding var hætt í dag eftir að félagið var sett í greiðslustöðvun. Um er að ræða hlutafélagið á bak við knattspyrnufélagið Southampton í ensku B-deildinni.

Hægt að fylgjast með Margréti Láru á LFCTV

Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í Linköping spila sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sækir Sunnanå SK heim. Margrét Lára skoraði þrennu í síðasta æfingaleiknum fyrir mótið og fær örugglega að spreyta sig í kvöld.

Benitez íhugaði að hætta

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist hafa íhugað að hætta störfum hjá félaginu áður en hann skrifaði undir nýja samninginn sinn á dögunum.

Venus: Við erum bestar í heimi

Systurnar Serena og Venus Williams mætast í undanúrslitum á Sony Ericsson mótinu í tennis sem fram fer í Miami.

Síminn stoppaði ekki hjá Einari Árna

Karfan.is birti skemmtilegt og vel heppnað aprílgabb á heimasíðu sinni í gær þegar sagt var að Einar Árni Jóhannsson væri tekinn við liði Snæfells. Mikið var lagt í fréttina og meira segja birt stutt viðtöl við bæði Einar og Sæþór Þorbergsson formann körfuknattleiksdeildar Snæfells.

Podolski gaf Ballack vænan kinnhest (Myndband)

Það sauð upp úr á milli tveggja stjörnuleikmanna þýska landsliðsins í 2-0 sigri liðsins á Wales í undankeppni HM í gær. Það er óhætt að segja að deilur þeirra Lukas Podolski og Michael Ballack hafi varpað skugga á góðan sigur.

Einn besti dagurinn á mínum ferli

Craig Gordon var hetja Skota í leiknum gegn Íslandi í gær og sagði hann í samtali við fjölmiðla að gærdagurinn hafi verið einn sá best á sínum ferli.

Maradona: Öll sex mörk Bólivíu voru eins og hnífur í hjartað

Diego Maradona, þjálfari Argentínu, vaknaði upp við vondan draum í nótt þegar Argentína tapaði 1-6 á móti Bólivíu í Suður-Ameríku riðlinum í undankeppni HM. Þetta er versta tap Argentínumanna í sögunni og það kemur aðeins í öðrum alvöruleiknum undir stjórn Diego Maradona.

Burley kallaður á fund vegna hneykslismáls

George Burley þurfti í morgun að fara á fund forráðamanna skoska knattspyrnusambandsins til að ræða hneykslismálið sem skók skoska landsliðið skömmu fyrir sigurinn á Íslandi í gær.

Ferguson og McGregor gáfu Skotum fingurinn

Þeir Barry Ferguson og Allan McGregor svöruðu stuðningsmönnum Skotlands fullum hálsi þegar púað var á þá skömmu fyrir leik Skotlands og Íslands í gær.

Helgi Valur: Nýtti tækifærið vel

Helgi Valur Daníelsson sagðist ánægður með frammistöðu sína í leik Skotlands og Íslands í gær. Skotar unnu leikinn, 2-1.

Lítil stemmning og endalausar tilkynningar í hátalarakerfinu

Það voru ekki bara leikmenn enska landsliðsins sem voru gagnrýndir fyrir „flata" frammistöðu á móti Úkraínu í undankeppni HM í gærkvöldi því sumum fjölmiðlamönnum fannst ekki mikið heyrast í þeim 90 manns sem voru samankomnir á nýja Wembley.

Martraðar- og draumabyrjun hjá Íslendingaliðunum

Það byrjaði misvel hjá Íslendingaliðunum Djurgården og Kristianstad í sænsku kvennadeildinni í gær en bæði sóttu þau þá nýliða heim í fyrstu umferð. Kristianstad tapaði 3-0 en Djurgården vann 7-0.

Luis Fabiano með tvö mörk í langþráðum sigri Brasilíu

Brasilíumenn unnu langþráðan sigur í undankeppni HM þegar liðið vann Perú 3-0 í nótt. Brasilíumenn eru með 21 stig úr 12 leikjum eftir sigurinn en liðið var búið að gera sex jafntefli í fyrstu ellefu leikjunum sínum.

Hermann: Langar heim í fýlu

Hermann Hreiðarsson var eðlilega afar niðurlútur eftir tap Íslands fyrir Skotlandi í gærkvöldi á Hampden Park, 2-1.

Wayne Rooney vill klára ferilinn hjá Manchester United

Wayne Rooney gladdi stuðningsmenn Manchester United í gær þegar hann gaf það út að hann vildi klára ferillinn hjá félaginu. Rooney á enn þrjú og hálft ár eftir að samningnum sínum en ætlar að skrifa undir nýjan þegar þessi rennur út.

Lewis Hamilton dæmdur úr leik

Öll stig Lewis Hamilton úr fyrsta móti ársins hafa verið afskrifuð eftir að dómarar komust að því að hann og McLaren liðið gáfu villandi upplýsingar varðandi atvikl í mótinu í Melbourne.

Arnór: Viðbúið að ég yrði einmana

Arnór Smárason var svekktur eins og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins eftir að liðið tapaði, 2-1, fyrir Skotum á Hampden Park í kvöld.

Gunnleifur: Gríðarleg vonbrigði

„Ég er svekktur. Þetta voru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson markvörður eftir leik Skotlands og Íslands í kvöld. Skotland vann leikinn, 2-1.

Undankeppni HM í kvöld: Samantekt

Fjöldi leikja var á dagskrá í undankeppni HM í kvöld. Hér fyrir neðan verður greint frá því helsta sem gerðist í kvöld.

Bólivía valtaði yfir Argentínu

Diego Maradona upplifði í kvöld fyrsta áfallið sitt sem landsliðsþjálfari Argentínu þegar lið hans var kjöldregið 6-1 af Bólivíu í undankeppni HM.

Eiður: Eðlilegt að vera svekktur

„Auðvitað er eðlilegt að vera svekktur eftir svona leik,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir að Ísland tapaði fyrir Skotlandi í kvöld, 2-1.

Terry tryggði Englendingum sigur á Úkraínumönnum

Varnarjaxlinn John Terry var hetja Englendinga í kvöld þegar hann tryggði liðinu 2-1 sigur á Úkraínumönnum í undankeppni HM. Enska liðið hefur þar með 100% árangur undir stjórn Fabio Capello í undankeppninni og er komið með annan fótinn á HM á næsta ári.

Róbert skoraði sex mörk í sigri Gummersbach

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gummersbach vann 35-24 sigur á Wetzlar á útivelli þar sem Róbert Gunnarsson skoraði sex mörk fyrir Gummersbach.

Jóhannes hættur með KR

Jóhannes Árnason tilkynnti að hann væri hættur að þjálfa kvennalið KR eftir að lið hans tapaði 69-64 fyrir Haukum í oddaleik í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna í kvöld.

Óþarfa tap gegn Skotum

Skotar lögðu Ísland, 2-1, á Hampden Park í kvöld. Ross McCormack og Steven Fletcher skoruðu fyrir Skota en Indriði Sigurðsson skoraði mark Íslands.

Totti lét blaðamenn hlaupa apríl

Francesco Totti, fyrirliði Roma, lét blaðamenn í Róm hlaupa apríl á blaðamannafundi í dag eftir því sem fram kemur á ítölskum miðlum.

Vieri fór í fússi frá Atalanta

Framherjinn Christian Vieri hefur yfirgefið herbúðir Atalanta á Ítalíu þegar enn eru tveir mánuðir eftir af leiktíðinni.

Fleiri spá KR-konum sigri í kvöld

Körfuboltavefurinn Karfan.is leitaði til nokkurra spekinga og fékk þá til þess að spá um úrslit í oddaleik Hauka og KR um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna en leikurinn hefst klukkan 19.15 á Ásvöllum.

Byrjunarlið Skota klárt

George Burley, landsliðsþjálfari Skota, hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Íslandi á Hampden Park nú í kvöld.

Það var þröngt setið síðast en nú er nóg pláss

Haukar og KR leika á eftir til úrslita um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta þegar oddaleikur liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildar kvenna fer fram á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Ólafur: Hef mikla trú á Bjarna Ólafi

Vísir hitti á Ólaf Jóhannesson nú skömmu fyrir leik Skotlands og Íslands á Hampden Park þar sem hann ræddi byrjunarlið sitt sem hann tilkynnti nú síðdegis.

Kieron Dyer að ná heilsu

Meiðslakálfurinn Kieron Dyer hjá West Ham United segist nú vera að ná fullri heilsu eftir enn eina baráttuna við langvarandi meiðsli.

Þjálfari dæmdur í bann fyrir að falsa kennitölur

Eva María Grétarsdóttir, þjálfari Fjölnis í minnibolta kvenna 10 ára og yngri, hefur verið dæmd í fjögurra leikja bann af aganefnd KKÍ fyrir að falsa kennitölur þriggja leikmanna á leikskýrslur.

Sjá næstu 50 fréttir